Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Poltergeist 2015

They know what scares you.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Þegar Bowen-fjölskyldan flytur inn í nýtt hús grunar engan af meðlimum hennar að húsið sé fullt af ærsladraugum sem finnst að á þeim hafi verið brotið og eru tilbúnir að gera allt til að fá það sem þeir vilja. Hjónin Eric og Amy Bowen telja sig heppin þegar þeim býðst hús á góðu verði fyrir sig og þrjú börn sín, Kendru, Griffin og Madison. Þau... Lesa meira

Þegar Bowen-fjölskyldan flytur inn í nýtt hús grunar engan af meðlimum hennar að húsið sé fullt af ærsladraugum sem finnst að á þeim hafi verið brotið og eru tilbúnir að gera allt til að fá það sem þeir vilja. Hjónin Eric og Amy Bowen telja sig heppin þegar þeim býðst hús á góðu verði fyrir sig og þrjú börn sín, Kendru, Griffin og Madison. Þau vita auðvitað ekki að húsið er byggt ofan á gömlum kirkjugarði og að bæjaryfirvöld hafi svikist um það á sínum tíma að færa jarðneskar leifar þeirra sem grafirnar gista áður en byggt yrði á landinu. Það líður ekki á löngu uns ærsladraugarnir gera vart við sig, fyrst með alls konar hljóðum og klóri sem vekur athygli Bowens og Madison. Þau standast ekki mátið að kanna málið betur og svo fer að Madison er hrifin inn í heim drauganna þaðan sem hún á ekki afturkvæmt fyrr en þeir hafa fengið sínu framgengt. Til að aðstoða sig í þessum hremmingum fá Bowen hjónin sálfræðinginn og sjáandann Carrigan Burke sem er fljótur að uppgötva að húsið er fullt af reiðum draugum og að framundan sé barátta sem óhætt er að segja að verði engri annarri baráttu lík ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

21.04.2019

Draugarannsakandi látinn

Hinn þekkti rannsakandi yfirskilvitlegra atburða, Lorraine Warren, sem varð innblástur fyrir The Conjuring hrollvekjuseríuna, er látin 92 ára að aldri. Warren lést í svefni, og bar andlátið að með eðlilegum hæt...

28.08.2017

Leikstjóri Keðjusagarmorðingjans látinn

Tobe Hooper, leikstjóri hinnar goðsagnakenndu hrollvekju The Texas Chainsaw Massacre, eða Keðjusagarmorðinginn, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést í Sherman Oaks í Kaliforníu í Bandaríkjunum, að því er dánardómss...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn