Ögrandi Robbie í nýrri stiklu og plakati fyrir Terminal

Suicide Squad og The Wolf of Wall Street leikkonan Margot Robbie bregður sér ýmis líki í kvikmyndinni Terminal, en fyrsta stiklan fyrir myndina er nýkomin út.

Í myndinni fer Robbie með hlutverk Annie, kynþokkafullrar og ögrandi konu sem vefur karlmönnum um fingur sér.

Opinber söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: „Tveir leigumorðingjar taka að sér stórhættulegt verkefni fyrir dularfullan mann, og fá vel greitt fyrir. Þeir hitta fyrir konu sem gæti verið meira tengd verkefninu en þeir áttuðu sig á í fyrstu.

Ásamt Robbie leika þeir Simon Pegg, Max Irons, Dexter Fletcher og Mike Myers stærstu hlutverkin í myndinni, sem við fyrstu sín lítur út fremur absúrd og lyfjuð!

Kíktu á stiklu og plakat hér fyrir neðan: