Hin smávaxna kvikmyndaleikkonan Debbie Lee Carrington, sem lék uppreisnarmann frá Mars í upprunalega Arnold Schwarzenegger framtíðatryllinum Total Recall, og ewoka í Star Wars, auk annarra hlutverka í sjónvarpi og kvikmyndum, er látin, 58 ára að aldri.
Að því er Deadline kvikmyndavefurinn greinir frá þá staðfesti systir hennar Cathy Ellis andlát hennar, en hún lést í svefni af ókunnum ástæðum.
Carrington fæddist 14. desember árið 1959 í San Jose í Kaliforníu, og heillaðist af leiklistinni eftir að hafa leikið Sancho Panza í leikritinu Man of La Mancha þegar hún var á yngra ári í miðskóla.
Carrington gekk í Kaliforníuháskóla og svaraði þar auglýsingu í tímaritinu Little People of America þar sem leitað var að smáfólki í Chevy Chase myndina Under the Rainbow.
Hún endaði með að fá hlutverkið, og tók sér frí úr skóla til að leika í myndinni.
Eitt minnisstæðasta hlutverk Carrington var í Star Wars: Return of the Jedi þar sem hún lék ewoka, en hún lék sama hlutverk einnig í sjónvarpsmyndunum Caravan of Courage: An Ewok Adventure frá árinu 1984 og Ewoks: The Battle for Endor.
Hún var vinnusöm allan sinn feril, og meðal annarra hlutverka voru hlutverk í sjónvarpsþáttunum Seinfeld, þar sem hún lék Tammy, og The Drew Carey Show þar sem hún lék Doreen. Þá lék hún í kvikmyndunum She’s All That og Men in Black.
Árið 2004 lék hún álf í The Polar Express og lék hlutverk Tina Marie í Grace and Frankie á Netflix.
Carrington lætur eftir sig foreldrana Fred og Marlene Carrington, systur sína Cathy, bróður sinn Robert, og ýmsar frænkur og frænda.