Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Besti lokakafli allra tíma?
Hér sjáum við keisarann fyrst, Ian Mcdarmid stelur senuni hér(líkt og í episode 3) og kemst á minn lista yfir bestu villains sem ég hef séð, ég var alltaf hræddur við hann þegar ég var yngri líkt og Vader. Það hafa allt of margir sagt að Ewokarnir skemma myndina, af hverju? Eru þeir alltof mikið? Mér fannst þeir ekkert það slæmir(allanvega ef maður ber þá saman við Jar Jar Binks). Ef það er eitthvað sem skemmir myndina þá er það sagan sem er hálf þunn, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Persónurnar eru alltaf jafn heillandi og hasarinn geðveikur. Líka einn af bestu lokabardögum sögunar. ég get ekki sagt meira en: Oh no, my young Jedi. You will find that it is you who are mistaken, about a great many things.
Hér sjáum við keisarann fyrst, Ian Mcdarmid stelur senuni hér(líkt og í episode 3) og kemst á minn lista yfir bestu villains sem ég hef séð, ég var alltaf hræddur við hann þegar ég var yngri líkt og Vader. Það hafa allt of margir sagt að Ewokarnir skemma myndina, af hverju? Eru þeir alltof mikið? Mér fannst þeir ekkert það slæmir(allanvega ef maður ber þá saman við Jar Jar Binks). Ef það er eitthvað sem skemmir myndina þá er það sagan sem er hálf þunn, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Persónurnar eru alltaf jafn heillandi og hasarinn geðveikur. Líka einn af bestu lokabardögum sögunar. ég get ekki sagt meira en: Oh no, my young Jedi. You will find that it is you who are mistaken, about a great many things.
Ekki beint sættanlegur lokakafli
Eftir að hafa séð The Empire Strikes Back, þá á maður dáldið erfitt að trúa því að þetta sé lokakaflin af Star Wars sögunni. Þetta er alveg góð mynd. Klassík, mjög eftirminnileg og skemmtileg. Hef ekkert að setja útá brellurnar því á þessum tíma gerðu þau sitt besta. Og þau gerðu það alveg, ég hef sé verri gerðar myndi sem voru gerðar á þessum tíma og þessi er sú besta tæknilega séð.
Return of the Jedi byrjar mjög vel, kannski öðruvísi stíll en það sem maður var vanur við hinar tvær myndirnar (New Hope og Empire) samt alveg cool. En eftir byrjunina, var hún bara byrjuð að vera frekar barnaleg, bara einfaldlega kjánaleg. Ég veit sjálfur að Star Wars myndirnar eru kjánalegar en þetta var kannski aðeins of mikið. Svo var það líka annað sem pirraði mig ekki smá fokking mikið, uppáhalds persónan mín í allri Star wars seríunni var í 5 mínútur. Og það var hann Yoda, mjög mikið svekk.
Það er líka sumt gott, hasarin er fínn, mjög eftirminnilegur. Sumar persónurnar eru mjög vel nýttar og sumar skemmtilegar. Sumir leikararnir standa sig mjög vel, eða bara sem flestir. Eins og Harrison Ford, James Earl Jones, Ian McDiarmid (sérstaklega). Þetta er alveg fín mynd en ekki beint góður lokakafli.
6/10
Eftir að hafa séð The Empire Strikes Back, þá á maður dáldið erfitt að trúa því að þetta sé lokakaflin af Star Wars sögunni. Þetta er alveg góð mynd. Klassík, mjög eftirminnileg og skemmtileg. Hef ekkert að setja útá brellurnar því á þessum tíma gerðu þau sitt besta. Og þau gerðu það alveg, ég hef sé verri gerðar myndi sem voru gerðar á þessum tíma og þessi er sú besta tæknilega séð.
Return of the Jedi byrjar mjög vel, kannski öðruvísi stíll en það sem maður var vanur við hinar tvær myndirnar (New Hope og Empire) samt alveg cool. En eftir byrjunina, var hún bara byrjuð að vera frekar barnaleg, bara einfaldlega kjánaleg. Ég veit sjálfur að Star Wars myndirnar eru kjánalegar en þetta var kannski aðeins of mikið. Svo var það líka annað sem pirraði mig ekki smá fokking mikið, uppáhalds persónan mín í allri Star wars seríunni var í 5 mínútur. Og það var hann Yoda, mjög mikið svekk.
Það er líka sumt gott, hasarin er fínn, mjög eftirminnilegur. Sumar persónurnar eru mjög vel nýttar og sumar skemmtilegar. Sumir leikararnir standa sig mjög vel, eða bara sem flestir. Eins og Harrison Ford, James Earl Jones, Ian McDiarmid (sérstaklega). Þetta er alveg fín mynd en ekki beint góður lokakafli.
6/10
Þá er það lokakaflinn í sögunni, í bili allavega, maður má alltaf vona. Return of the Jedi er pínu bland í poka. Hún tekur skelfilegar ákvarðanir, eins og bangsaherinn (Ewoks) á Endor. Þeir hefðu betur mátt hafa þá Wookies eins og planið var upphaflega. Leia fær að láta ljós sitt skína í gull bikini og fær meira að segja að drepa Jabba the Hutt. Besta atriðið er samt klárlega þegar Luke fer á fund Vader og Sidious. Sú sena er algjört nörda nammi. Það eru nokkur skemmtilega hasar atriði í skóginum á Endor, fyrst “speederbikes” og svo loftnets orustan. Mér finnst samt allir aulabrandararnir skemma pínu fyrir. Myndinni tekst ágætlega að binda endahnút á söguna með dauða Anakin Skywalker og Palpatine keisara. Titillinn rímar við Revenge of the Sith sem er viðeigandi. Fín mynd fyrir utan þessa bölvuðu bangsa!
Það má segja að Star Wars sé metnaðarfyllsta sería allra tíma. Engin önnur sería segir eina sögu sem spannar 6 myndir, 2 kynslóðir og nokkur sólkerfi. Myndirnar eru misjafnar að gæðum en þegar uppi er staðið virka þær vel saman. Manni finnst maður næstum þekkja Obi-Wan, Luke og jafnvel Anakin. Að myndunum hafa komið fjölmargir magnaðir leikarar svo sem Alec Guinnes, Christopher Lee, Peter Cushing og Ian McDiarmid. Ekki má gleyma magnaðri rödd James Earl Jones. Fyrsta myndin er örugglega áhrifamesta mynd allra tíma og ein af þessum fáu myndum sem höfðu víðtæk þjóðfélagsleg áhrif. Annars þakka ég fyrir mig, ég ætla að snúa mér að einhverju sem gerist á jörðinni næst, úff.
“It is unavoidable. It is your destiny. You, like your father, are now mine.”
Pælið í að David Lynch og David Cronenberg var báðum boðið að leikstýra Jedi!
Return of the Jedi er lokakaflinn í þessarri stórkostlegu seríu. Hérna er á leiðinni næstbesta Star Wars myndinn á eftir Star Wars:A New Hope. Í Þessari stórkostlegu mynd Hefur Veldinu tekist að endurreisa herstöðvar sínar. Han Solo (Harrison Ford) er enn frosinn í kolefnisfrystingu frá því að hinn illi Svarthöfði (David Prowse) lét frysta fyrir hinn ógeðsfellda Jabba the Hut. lando Calrissian (Billy Dee Williams), Leia Organa (Carri Fisher) og vákurinn Chewbaca (Peter Mayhew) hafa ellt mannræningjan Boba fett til plánetunar Tatooine til að frelsa Solo úr klóm illmennisins.
Luke Skywalker (Mark hamill) Kemst að því að Hann er sonur svarthöfða og neyðist hann til þess að berjast við hann því Palpatine keisari (Ian Mcdiramid)vill taka Luke að sér sem lærissvein. En uppreisnarmennirnir sem berjast gegn veldinu hafa komið sér fyrir á plánetunni Endor sem er næst Höfuðstöðvum veldisins og þar búa ewoks. Þessi mynd fær Fjórar stjörnur því allt er fullkomið. Hún lokar þríleknum á frábæran hátt.
Return og the Jedi er þriðja Stjörnustríðsmyndin. Hún byrjar snilldarvel á atriði þar sem Han Solo eru bjargað úr hrömmum glæpabarónsins Jabba the Hut. Eftir björgunina fer Luke og lýkur sinni þjálfun til þess að berjast að lokum gegn Darth Vader og keisaranum. Samskipti Luke við Darth Vader og keisaranna eru það besta sem myndin hefur upp á að bjóða. Á sama tíma fer Lando Calrissian fyrir miklu liði sem á að ráðast á nýja Dauðastjörnu, sem ekki hefur verið kláruð, en virkar samt. Han Solo, Leia og félagar fara hins vegar á plánetuna Endor til að taka varnarskjöld Dauðastjörnunnar úr sambandi svo að hægt verði að ráðast gegn henni. Sögurnar um Luke og Lando eru mjög vel útfærðar, og svo eru snilldarpunktar í sögunni um Han Solo og Leiu. Hins vegar finnst mér síðastnefndi þátturinn ekki jafn magnaður og hinir tveir, en sagan er þar frekar þunn og frásögnin frekar hæg. Það hefði verið hægt að klippa heilmikið úr þeim þætti sögunnar. Til dæmis standa Han Solo og Leia kyrr í inngangi neðjanjarðarbirgis í mjög langan tíma og verjast aðeins með því að skjóta á þá sem skjóta á þau. Þetta atriði var einfaldlega alltof langt. Tónlistin og hljóðblöndunin eru ennþá snilld og greinilegt hvers vegna ekki voru gerðar fleiri myndir með þessum leikurum og persónum. Samt stórgóð skemmtun með snilldartöktum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG