Toy Story 4 tók toppsætið

Teiknimyndin Toy Story 4 kom sá og sigraði á Íslandi, rétt eins og hún gerði í Bandaríkjunum og fleiri löndum nú um helgina, og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Toppmynd síðustu viku, Men in Black: International, varð því að lúta í gras, og sætta sig við annað sæti listans þessa helgina.

Í þriðja sæti er svo önnur ný mynd, rómantíska gamanmyndin Long Shot.

Tvær nýjar kvikmyndir til viðbótar eru á listanum þessa vikuna. Í tíunda sætinu situr enginn annar en sjálfur Maradona, í samnefndri heimildarmynd um þennan kunna knattspyrnukappa. Önnur heimildarmynd er svo í 15. sæti listans, Three Identical Strangers, mynd um eineggja þríbura sem voru skildir að í æsku, en hittast á ný.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: