Verstu leikstjórar aldarinnar

Eftir að gagnrýni-vefsíðan Metacritic, sem safnar saman gagnrýni héðan og þaðan og býr til vegið meðaltal, útnefndi Alfonso Cuarón sem besta leikstjóra 21. aldarinnar, þá hefur síðan nú gengið skrefinu lengra, og tekið saman lista yfir verstu leikstjóra aldarinnar hingað til, byggt á gögnum sem hún safnar saman.

Til að komast á listann þá þurfa leikstjórarnir að hafa gert að minnsta kosti fjórar kvikmyndir á síðustu 17 árum, sem þýðir að leikstjórar eins og Tom Six ( The Human Centipede ) og Dinesh D’Souza ( Hillary’s America ) eru ekki gjaldgengir, þó að þeir væru líklegir kandídatar á listann.

Verstu leikstjórar aldarinnar samkvæmt listanum eru Jason Friedberg og Aaron Seltzer, en vegið meðaltal þeirra á Metacritic er 14,5 vegna grínmynda eins og Meet the Spartans, Date Movie og Epic Movie.

Það er ekki víst að lesendur þekki öll nöfnin á listanum, en það er þá líklega vegna þess að nöfn leikstjóra mynda eins og Norbit og Scooby-Doo hafa ekki verið að rata mikið í fjölmiðla.

Hér er listinn í heild sinni:

20. Frank Coraci
18. (tie) Brian Robbins
18. (tie) Raja Gosnell
17. Roger Kumble
16. Marcus Nispel
15. Peter Hyams
14. Renny Harlin
13. Garry Marshall
11. (tie) Dennie Gordon
11. (tie) Mark Steven Johnson
10. Jonathan Liebesman
09. Steven Brill
08. Dominic Sena
07. Dennis Dugan
06. John Whitesell
05. Roland Joffé
04. Brian Levant
03. Walt Becker
02. Uwe Boll
01. Jason Friedberg og Aaron Seltzer