Ýmsar styttri fréttir

Adam Garcia ( Coyote Ugly ) og Giovanni Ribisi ( The Gift ) munu leika á móti Samuel L. Jackson og John Travolta í kvikmyndinni Basic. Myndin fjallar um útsendarara fíkniefnalögreglunnar sem hefur leit að frægum týndum liðþjálfa úr hernum og liði hans. John McTiernan ( Die Hard ) leikstýrir.

Nicole Kidman á nú í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Forgotten. Fjallar myndin um par sem hafa slitið samvistum, en reyna í sameiningu að finna dóttur sína sem hefur verið rænt. Handritið var skrifað af Gerald Di Pego, en hann skrifaði síðast handritið að Angel Eyes með Jennifer Lopez. Enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn.

Leikarinn/leikstjórinn Forest Witaker ( lék m.a. í Battlefield: Earth , leikstýrði m.a. Hope Floats ) á nú í samningaviðræðum um að leikstýra kvikmyndinni um Albert Feita, en sú teiknimyndaséría naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma. Höfundur seríunnar, hinn kunni grínisti Bill Cosby, er annar þeirra tveggja sem skrifuðu handritið að þessari mynd sem kemur líklega út sumarið 2003.

Gwyneth Paltrow ( Shakespeare in Love ) mun framleiða, ásamt bróður sínum Jake Paltrow, kvikmyndina The Secret History. Miramax er með myndina í undirbúningi, en hún er byggð á skáldsögu eftir Donnu Tartt og fjallar um furðuleg morð í háskóla einum.