8 stærstu vonbrigðin árið 2008

 AOL Australia birtir í dag lista sinn yfir 8 stærstu vonbrigðin sem gagnrýnendur þeirra sáu á þessu ári. Listinn er eftirfarandi:

8. Pineapple Express

7. Quantum of Solace

6. Hancock

5. Australia

4. RocknRolla

3. Speed Racer

2. The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor

1. Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull

Mitt álit:
Ég er sammála þessum lista í meginskrefum, þó svo að persónulega myndi ég bæta Max Payne við listann, og ég get ekki dæmt um RocknRolla enda eru sýningar á henni ekki hafnar hér á Íslandi. Það virðist þó hafa ræst eins og við hér á Kvikmyndir.is spáðum, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull er ein sú mesta skítahrúga sem lent hefur hér á landi á síðastliðnu ári og við búumst fastlega við því að sjá hana á fleiri botnlistum þegar þeir koma í hús, þrátt fyrir að flestir íslenskir gagnrýnendur hafi almennt verið sáttir við hana.