Átök innan hrings og utan

Myndin sem margir hafa beðið eftir, Creed 3, er komin í bíó. Hún er nýjasta myndin í Rocky seríunni sem hófst fyrir 47 árum með Óskarsverðlaunamyndinni Rocky eftir Sylvester Stallone.

Rocky (1976)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn8/10

Rocky Balboa er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, en vinnur einnig sem handrukkari fyrir lúsarlaun. Þegar þungavigtarkappinn Apollo Creed heimsækir Fíladelfíu, þá vilja hans menn setja upp sýningarleik á milli Creed og einhvers boxara sem er að reyna að skapa sér nafn sem ...

3 Óskarsverðlaun. Besta klipping, Besta leikstjórn og Besta mynd. Var tilnefnd til 7 annarra Óskarsverðlauna, þ.á.m. var Sylvester Stallonne tlnefndur bæði fyrir handrit og leik.

Frumraun Jordan

Hér er á ferðinni þriðja myndin um hnefaleikakappann Adonis Creed en myndin er frumraun aðalleikarans, Michael B. Jordan, í leikstjórasætinu.

Æskuvinir mætast í hringnum.

Creed 3 (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 88%

Eftir að hafa náð á toppinn í hnefaleikunum hefur ferill Adonis Creed gengið vel og fjölskyldulífið verið í blóma. Þegar æskuvinur og fyrrum hnefaleikastjarna, Damian, kemur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa afplánað langa fangelsisvist, vill hann sýna og sanna að hann ...

Forsagan er að Adonis Johnson kynntist aldrei föður sínum, hinum þekkta hnefaleikakappa Apollo Creed, þar sem hann dó í hringnum. En Adonis er með hnefaleikana í blóðinu og fær Rocky Balboa til að þjálfa sig. Rocky Balboa er leikinn af Sylvester Stallone í fyrstu tveimur Creed-myndunum, en þriðja myndin er sú fyrsta í röð Rockykvikmyndanna þar sem Sylvester Stallone fer ekki með hlutverk.

Creed hugsar málin.

Æskuvinur kemur

Í upphafi Creed III hefur Adonis Creed náð á toppinn í hnefaleikunum, ferill hans hefur gengið vel og fjölskyldulífið er í blóma. En þá kemur æskuvinur hans og fyrrverandi hnefaleikastjarna, Damian, aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa afplánað langa fangelsisvist. Damian vill sýna og sanna að hann eigi afturkvæmt í hringinn. Átök fyrrverandi vinanna snúast um meira en bardagann einan. Til að leiða málið til lykta þarf Adonis að leggja framtíðina að veði og berjast við Damian – sem hefur engu að tapa.

Ólík leið í lífinu

Í myndinni mætast menn sem valið hafa ólíka leið í lífinu í sama hringnum. Með því að láta persónurnar horfast í augu við ágreiningsmál sín vill leikstjórinn endurspegla þær lexíur sem lífið hefur kennt honum sjálfum. Eins vildi hann taka á málum eins og eitraðri karlmennsku og velta upp spurningunni: Hvað gerist ef þú horfist ekki í augu við fortíðina?

Aðalhlutverk: Michael B. Jordan, Tessa Thompson, Jonathan Majors, Wood Harris, Mila Davis-Kent og Florian Munteanu

Handrit: Keegan Coogler og Zach Baylin

Leikstjórn: Michael B. Jordan

Umfjöllunin birtist fyrst í Kvikmyndum mánaðarins.