Bambi kosin mesta vælumynd allra tíma

Þrátt fyrir að Disney teiknimyndin Bambi sé 60 ára gömul þá var hún nýlega kosin sú mynd sem er líklegust til að láta þig gráta. Myndin segir sögu ungs dádýrs sem tekst á við dauða móður sinnar sem er skotin af veiðimönnum, en Bítillinn Paul McCartney hefur m.a. sagt að Bambi hafi gert hann að grænmetisætu.

Hér að neðan má sjá topp 10 lista yfir mestu vælumyndir allra tíma, en könnunin var í höndum The Daily Mail og inniheldur álit um 3.000 kvikmyndaáhugamanna.

1. Bambi (1942)
2. Ghost (1990)
3. The Lion King (1994)
4. E.T. (1982)
5. Titanic (1997)
6. Beaches (1998)
7. Philadelphia (1993)
8. Watership Down (1978)
9. Boys Don’t Cry (1999)
10. Steel Magnolias (1989)