Fimm nýjar en fyrstu þrjár óbreyttar

Aðalmennirnir á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans eru eins og í síðustu viku, þeir Davis Okoye, sem Dwayne Johnson leikur, og gáfaða górillan hans George, í kvikmyndinni Rampage.  Það sama má segja um myndirnar í öðru og þriðja sæti listans, A Quiet Place og Víti í Vestmannaeyjum, þær eru báðar í sömu sætum og í síðustu viku.

Fimm nýjar myndir eru þó á listanum þessa vikuna. Í sjöunda sæti situr teiknimyndin Önd Önd Gæs, í því níunda er gamanmyndin Super Troopers 2, þá kemur Every Day í sæti  númer 10 og Adam í því nítjánda. Að síðustu er A Gentle Creature í 21. sæti bíóaðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: