Fréttir

Cruise brunar fram af hengiflugi – sex sinnum í röð!


Tom Cruise framkvæmdi sjálfur stærsta áhættuatriði kvikmyndasögunnar í Noregi.

Tom Cruise framkvæmdi sjálfur stærsta áhættuatriði kvikmyndasögunnar í Noregi á dögunum. Og ekki nóg með það heldur endurtók hann það sex sinnum sama daginn! Á leið fram af bjargbrúninni. Áhættuatriðið er í myndinni Mission Impossible: Dead Reckoning sem kemur í bíó í júlí á næsta ári. Atriðið er birt í… Lesa meira

Avatar: The Way of Water með risa frumsýningarhelgi


Mynd James Cameron: Avatar: The Way of Water var langvinsælasta kvikmyndin í bíóhúsum landsins nú um helgina.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart en mynd James Cameron: Avatar: The Way of Water var langvinsælasta kvikmyndin í bíóhúsum landsins nú um helgina. Hátt í níu þúsund manns mættu til að berja þetta mikla sjónarspil augum. Aðgangseyrir nam hátt í sautján milljónum króna en myndin var sýnd… Lesa meira

Ásýnd Sambíóanna Kringlunni tekið stakkaskiptum


Sambíóin Kringlunni opnuðu loksins dyrnar upp á gátt um helgina að loknum framkvæmdum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði.

Sambíóin Kringlunni opnuðu loksins dyrnar upp á gátt fyrir helgi að loknum framkvæmdum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Ráðist var í metnaðarfullar breytingar á aðkomu og veitingasölu bíósins og einnig voru nýir litir teknir inn. Óhætt er að segja að ásýnd bíósins hafi tekið stakkaskiptum og er nú öll… Lesa meira

Blátt þema á forsýningu Avatar: The Way of Water


Það var mikið um dýrðir á sérstakri forsýningu Avatar: The Way of Water í Egilshöll á miðvikudagskvöldið.

Það var mikið um dýrðir á sérstakri forsýningu Avatar: The Way of Water í Egilshöll á miðvikudagskvöldið þar sem fjöldi þekktra andlita mætti til að berja kvikmyndina augum. Þemað var blátt eins og sést á meðfylgjandi myndum, gestir gengu inn bláan dregil og blár bjarmi lýsti upp salinn. Íslenskar stjörnur… Lesa meira

Avatar 2 og James Cameron í nýjum Bíóbæ


Avatar: The Way of Water og James Cameron eru í aðalhlutverki í Bíóbæ.

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er um lítið annað talað en stórmyndina Avatar: The Way of Water sem kemur í bíó á morgun, eftir þrettán ára bið. Í tilefni af frumsýningunni ræða þáttastjórnendur, þeir Árni Gestur og Gunnar Anton, í döðlur um leikstjóra… Lesa meira

Vígalegi Jóli aftur vinsælastur


Litlar breytingar eru á toppmyndunum milli vikna.

Jólaveinninn vígalegi í Violent Night heldur stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Um næstu helgi fær hann verðuga samkeppni en þá verður stórmyndin Avatar: The Way of Water frumsýnd með pompi og prakt. Það er mynd sem margir hafa beðið spenntir eftir að sjá. Blóði drifinn… Lesa meira

Barist við seiðkarla og dreka – D&D myndband


Ævintýramyndin Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves kemur í bíó fimmta apríl á næsta ári.

Ævintýramyndin Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves kemur í bíó fimmta apríl á næsta ári og víst er að fjölmargir aðdáendur þessa vinsæla borðspils fagni og fjölmenni í bíó. Chirs Pine og Michelle Rodriguez fara yfir málin, en þau leika aðalhlutverkin í myndinni. Eins og þeir vita sem spilað hafa… Lesa meira

Heimsfrumsýning Avatar: The Way of Water – Myndir af rauða dreglinum


Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram á þriðjudaginn í kvikmyndahúsinu á Leicester Square í Lundúnum. Gestalistinn var stjörnum prýddum og mátti meðal annars berja leikara og leikstjóra augum.

Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram á þriðjudaginn í kvikmyndahúsinu á Leicester Square í Lundúnum. Gestalistinn var stjörnum prýddum og mátti meðal annars berja prúðbúna leikara og leikstjóra augum. Mætt voru meðal annarra: Sam Worthington, Zoe Saldaña, Sigourney Weaver, Stephen Lang, Kate Winslet, Joel David Moore, Jamie Flatters,… Lesa meira

Hvert er uppáhalds plakatið – Bíóbær skoðar málið


Plaköt, Rimini, Violent Night og nýjasta jólamynd Lindsey Lohan í Bíóbæ!

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem er á dagskrá vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, fjalla þáttastjórnendur, þeir Árni Gestur og Gunnar Anton um spánýja Jólamynd, Violent Night, með tröllkarlinum (eins og þeir kalla leikarann David Harbour) úr Stranger Things. Heitar umræður. Einnig ræða þeir um nýja mynd í Bíó Paradís, Rimini,… Lesa meira

Die Hard Jólasveinn vinsælastur


Jólamyndin Violent Night gerði sér lítið fyrir og fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi.

Jólamyndin Violent Night, þar sem Jólasveinninn kljáist við harðsvíraða glæpamenn, rétt eins og John McClane gerði í annarri jólamynd, Die Hard, hér um árið, gerði sér lítið fyrir og fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi. Hún sendi þar með fyrrverandi toppmyndina Black Panther: Wakanda Forever niður í… Lesa meira

Winslet var í kafi í meira en sjö mínútur


Breska leikkonan Kate Winslet lærði meðal annars að kafa án köfunarbúnaðar fyrir myndina Avatar: The Way of Water sem kemur í bíó á Íslandi 16. desember nk.

Breska leikkonan Kate Winslet lærði meðal annars að kafa án köfunarbúnaðar fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water sem kemur í bíó á Íslandi 16. desember nk. Winslet fer með hlutverk Ronal í myndinni. Lestu skemmtilegt viðtal við leikkonuna hér fyrir neðan: Hvað var það sem heillaði þig við að… Lesa meira

Jólasveinninn bregður sér í spor John McClane


Í Violent Night brýst hópur þrautþjálfaðra og harðsvíraðra málaliða inn á reisulegan herragarð Lighthouse-fjölskyldunnar á aðfangadagskvöld og tekur alla fjölskylduna í gíslingu.

Hópur þrautþjálfaðra og harðsvíraðra málaliða brýst inn á reisulegan herragarð Lighthouse-fjölskyldunnar á aðfangadagskvöld og tekur alla fjölskylduna í gíslingu. Ætlunin er að ræna miklum fjármunum úr sérstakri fjárhirslu sem er á setrinu. Þetta er það sem Jólamyndin Violent Night gengur út á en hún kemur í bíó á morgun, föstudag.… Lesa meira

Disney frá upphafi í glænýjum Bíóbæ


Árni og Gunnar í Bíóbæ ræða sögu Disney teiknimynda í fullri lengd meðal annars.

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem er á dagskrá vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, fjalla þáttastjórnendur, þeir Árni Gestur og Gunnar Anton um flugmyndina Devotion, en þar má finna í aðalhlutverki sama leikara og í Top Gun: Maverick! Sem einnig er flugmynd. Gunnar Anton. Einnig fara stjórnendur í saumana á teiknimyndinni… Lesa meira

Spá Avatar 21,4 milljörðum á fyrstu helginni


Spár í Hollywood gera ráð fyrir að tekjur Avatar: The Way of Water eftir James Cameron, framhald tekjuhæstu kvikmyndar allra tíma, Avatar, muni verða að minnsta kosti 150 milljónir Bandaríkjadala á frumsýningarhelginni

Spár í Hollywood gera ráð fyrir að tekjur kvikmyndarinnar Avatar: The Way of Water eftir James Cameron, framhalds tekjuhæstu kvikmyndar allra tíma, Avatar, muni verða að minnsta kosti 150 milljónir Bandaríkjadala á frumsýningarhelginni, eða 21,4 milljarðar króna. Aðrir sem eru enn bjartsýnni spá því að myndin fari upp í 200… Lesa meira

Hörkusamkeppni á toppi aðsóknarlistans


Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever fékk hörkusamkeppni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever fékk hörkusamkeppni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, en Disney teiknimyndin Skrýtinn heimur, eða Strange World, var mjög nálægt því að ýta henni úr toppsætinu, á sinni fyrstu viku á lista. Black Panther líður vel í toppsætinu. Tekjur Black Panther námu 2,6 milljónum… Lesa meira

Barátta fyrir réttlæti og viðurkenningu


Myndin er smart og fáguð og hefst á loft þegar áhorfandinn á síst von á því. Devotion er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í Kóreustríðinu.

Leikararnir í flugmyndinni Devotion, sem kemur í bíó hér á Íslandi í dag, þykja slá í gegn. Myndin er smart og fáguð og hefst á loft þegar áhorfandinn á síst von á því. Devotion er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í Kóreustríðinu. Byggt á raunverulegum atburðum. Myndin… Lesa meira

Fyndið og þroskandi ævintýri


Skrýtinn heimur snýst dálítið um hinn réttnefnda Finn Klængs, sem er úr Klængs-fjölskyldunni sem á sér glæsta sögu sem heimsþekktir landkönnuðir, þeir bestu í öllum heiminum.

Skrýtinn heimur, Disneyteiknimyndin sem kemur í bíó á morgun föstudag, snýst dálítið um hinn réttnefnda Finn Klængs, sem er úr Klængs-fjölskyldunni sem á sér glæsta sögu sem heimsþekktir landkönnuðir, þeir bestu í öllum heiminum. Finnur hefur bara alls engan áhuga á að feta í fótspor fjölskyldu sinnar. Í stað þess… Lesa meira

Avatar: The Way of Water – Ný stikla og persónuplaköt


Splunkuný stikla fyrir stórmyndina Avatar: The Way of Water kom út í dag auk þess sem við birtum hér neðar á síðunni persónuplaköt fyrir helstu persónur myndarinnar.

Splunkuný stikla fyrir stórmyndina Avatar: The Way of Water kom út í dag auk þess sem við birtum hér neðar á síðunni persónuplaköt fyrir helstu persónur myndarinnar. Myndin sem frumsýnd verður þann 16. desember nk. gerist meira en áratug eftir atburði fyrstu kvikmyndarinnar. Fyrst er sögð saga Sully fjölskyldunnar, Jake,… Lesa meira

Black Panther með gott forskot á toppinum


Aðra vikuna í röð eru landsmenn Wakanda í kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin er með talsvert forskot á kvikmyndina í öðru sæti, Kalla káta krókódíl, en hún var líka í öðru sætinu í síðustu viku. Þriðja sæti listans féll í skaut The Menu, sem er…

Aðra vikuna í röð eru landsmenn Wakanda í kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin er með talsvert forskot á kvikmyndina í öðru sæti, Kalla káta krókódíl, en hún var líka í öðru sætinu í síðustu viku. Black Panther: Wakanda Forever þykir vel heppnuð enda mjög vinsæl.… Lesa meira

Hollywood eins og villta vestrið


Drama - gamanmyndin Babylon gerist á mektarárum Hollywood draumafabrikkunnar á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar.

Í nýju kynningarmyndbandi fyrir drama-gamanmyndina Babylon, sem gerist á mektarárum Hollywood draumafabrikkunnar á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar, spyr aðalleikkonan Margot Robbie hvert félagi hennar myndi fara ef hann gæti farið hvert sem er í heiminum. Hann svarar: Ég myndi vilja verða hluti af einhverju stærra en ég sjálfur. Robbie leikur… Lesa meira

Forsala á Avatar: The Way of Water hefst í dag kl. 17


Forsala miða á Avatar: The Way of Water hefst klukkan 17:00 í dag en myndin verður frumsýnd þann 16. desember.

Forsala miða á Avatar: The Way of Water hefst klukkan 17:00 í dag mánudag en myndin verður frumsýnd þann 16. desember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SAM bíóunum. Þar segir einnig að hægt er að tryggja sér miða á þennan "stórviðburð í sögu kvikmyndanna", inni á sambio.is og í… Lesa meira

Skemmtanagildi í grásprengda skítseiðinu


Góði yfirmaðurinn, á frummálinu El Buen Patrón, gerist í og við Blancos Básculas-verksmiðjuna, þar sem allt snýst um jafnvægi en í verksmiðjunni eru jú framleiddar vogir.

Góði yfirmaðurinn, á frummálinu El Buen Patrón, gerist í og við Blancos Básculas-verksmiðjuna, þar sem allt snýst um jafnvægi en í verksmiðjunni eru jú framleiddar vogir. Blanco er yfirmaðurinn og er í upphafi sögu að undirbúa starfsfólkið undir heimsókn frá nefnd sem veitir fyrirtækjum virt verðlaun. Starfsmanninum Jose er sagt… Lesa meira

Tvöfaldur skammtur af Bíóbæ


Hér bjóðum við upp á tvöfaldan skammt af Bíóbæ, þættinum sem frumsýndur er í miðri viku á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Hér fyrir neðan bjóðum við upp á tvöfaldan skammt af Bíóbæ, þættinum sem frumsýndur er í miðri viku á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem spjallað er um ýmislegt er tengist bíómyndum og jafnan farið yfir það helsta sem kemur nýtt í bíó í hverri viku. Gunnar Anton Guðmundsson stjórnar Bíóbæ ásamt… Lesa meira

Úr sýktu holdi yfir í ljúffenga böku


Það er viðbúið að fólk fái vatn í munninn við að horfa á nýjustu kvikmynd leikstjórans Mark Mylod, The Menu.

Það er viðbúið að fólk fái vatn í munninn við að horfa á nýjustu kvikmynd leikstjórans Mark Mylod sem samkvæmt frétt í The Telegraph nær að mynda veislumat á fullkominn máta í The Menu, grínmynd með svörtum húmor, sem kemur í bíó hér á Íslandi á morgun. Ralph Fiennes og… Lesa meira

Fréttin sem leiddi til #MeToo


Megan Twohey og Jodi Kantor, blaðamenn The New York Times, eiga í sameiningu heiðurinn af því að ein stærsta frétt aldarinnar kom fyrir sjónir almennings.

Megan Twohey og Jodi Kantor, blaðamenn The New York Times, eiga í sameiningu heiðurinn af því að ein stærsta frétt aldarinnar kom fyrir sjónir almennings. Þær afhjúpuðu það hvernig þagnarmúr hafði umlukið umfangsmikið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood í áratugi. Um þetta er fjallað í kvikmyndinni She Said sem kemur í… Lesa meira

Risabyrjun hjá Black Panther: Wakanda Forever


Það er óhætta að segja að Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever hafi komið séð og sigrað um helgina í bíósölum landsins.

Það er óhætta að segja að Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever hafi komið séð og sigrað um helgina í bíósölum landsins. Hvorki fleiri né færri en tæplega 6.500 manns borguðu sig inn til að sjá myndina og tekjurnar voru hátt í 11,5 milljónir króna. Kvikmyndin var sýnd í 15… Lesa meira

Þú munt deyja – John Wick er mættur í nýrri stiklu fyrir kafla 4


Ný stikla kom út nú rétt í þessu fyrir hasarmyndina John Wick: Chapter 4 sem er fjórða kvikmyndin um hinn eitilharða John Wick í túlkun ofurtöffarans Keanu Reeves.

Ný stikla kom út nú rétt í þessu fyrir hasarmyndina John Wick: Chapter 4 sem er fjórða kvikmyndin um hinn eitilharða John Wick í túlkun ofurtöffarans Keanu Reeves. Kirkjugestir. Stiklan byrjar á því að Wick er staddur í kirkju og maður spyr hann hvort hann sé að kveðja, en Wick… Lesa meira

Hugljúf og einlæg mynd


Í fjölskyldumyndinni Hetjudáðir múmínpabba - Ævintýri ungs múmínálfs segir frá því þegar Múmínsnáðinn er stunginn af vespu og verður að vera rúmliggjandi ákveður Múmínpabbi að reyna að hressa hann aðeins við.

Í fjölskyldumyndinni Hetjudáðir múmínpabba - Ævintýri ungs múmínálfs sem kemur í bíó á morgun föstudag, segir frá því þegar Múmínsnáðinn er stunginn af vespu og verður að vera rúmliggjandi ákveður Múmínpabbi að reyna að hressa hann aðeins við með því að segja sögur af ævintýralegum æskuárum sínum en barnæska hans… Lesa meira

Missir, sorg og hefnd


Eftir dauða T’Challa konungs þurfa Ramonda drottning, Shuri, M’Baku, Okoye og Dora Milaje að berjast til að verja Wakanda konungdæmið fyrir ágangi heimsvelda.

Eftir dauða T’Challa konungs þurfa Ramonda drottning, Shuri, M’Baku, Okoye og Dora Milaje að berjast til að verja Wakanda konungdæmið fyrir ágangi heimsvelda. Hetjurnar verða að snúa bökum saman til að marka þjóð sinni nýja framtíð. Þetta er það sem Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever fjallar um en kvikmyndin… Lesa meira

Band, Prey for the Devil og vöruinnsetningar í nýjum Bíóbæ


Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar er farið um víðan völl.

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem frumsýndur er alla miðvikudaga á Hringbraut, og er nú "vöruskotinn" eins og aðstandendur lýsa honum sjálfir, er farið um víðan völl. Fyrst drepa þeir félagar Gunnar Anton og Árni Gestur fæti niður í hrollvekjunni Prey for the devil. Þeir ítreka að myndin heiti ekki… Lesa meira