Sjálfstæða framhaldið úr heimi DC lokkar Íslendinga í bíó.
Síðastliðinn miðvikudag var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi og á streymisveitu HBO Max um nýliðna helgi. Íslendingar létu sig ekki vanta í bíó og rauk myndin í toppsæti aðsóknarlistans með yfir fimm þúsund gesti.Um er að ræða sjálfstætt framhald DC-myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og… Lesa meira
Fréttir
Þetta eru öll lögin í The Suicide Squad
Frábær playlisti, ekki satt?
Á dögunum var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum og einnig á streymisveitu HBO Max. Um er að ræða sjálfstætt framhald myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og heldur snillingurinn James Gunn um stjórntaumana.Gunn, líkt og margir vita, er þekktastur fyrir Guardians of the Galaxy-myndirnar og hefur góður tónlistarsmekkur… Lesa meira
Bátsigling á toppnum
Ævintýrin eru vinsæl þessa dagana í kvikmyndahúsum.
Ævintýramyndin Jungle Cruise ber höfuð og herðar yfir aðra titla í kvikmyndahúsum þessa dagana hvað aðsókn varðar. Myndin flaug beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans um helgina og voru hátt í fjögur þúsund manns sem sáu myndina í bíó. Þess má geta að myndin lenti einnig á streymi Disney+ gegn… Lesa meira
Hereditary olli miklum andlegum skaða
Hryllingsmyndin fræga er oft sögð ekki vera fyrir viðkvæma.
Bandaríski leikarinn Alex Wolff segir hryllingsmyndina Hereditary hafa tekið gríðarlega á og vill hann meina að hlutverk sitt í þeirri frægu kvikmynd hafi tekið gífurlega á sína andlegu heilsu, þá ekki síst svefninn - enn þann dag í dag. Þetta staðfesti Wolff í samtali við fréttamiðilinn Looper og kveðst leikarinn… Lesa meira
Kúnstin að taka upp símann
Félagarnir Atli Óskar og Elías Helgi taka upp á því að hringja í bransafólk í beinni.
Drengirnir í hlaðvarpinu Atli & Elías uppgötva tæknina til að hringja í fólk í miðjum þætti og auðvitað nýta þeir nýfengna krafta sína hóflega og aðeins til góðs.Þeir heyra í Einari Péturssyni á skrifstofunni sinni í Pegasus, hringja í móður annars þeirra uppi í sumarbústað og reyna að ná á… Lesa meira
Einn fremsti leikjahönnuður samtímans dásamar Kötlu
Höfðinginn er sáttur.
Hideo Kojima, einn af þekktustu leikjahönnuðum heims, oft kenndur við Metal Gear Solid seríunna og stofnandi Kojima Productions, virðist vera mikill aðdáandi KÖTLU, sjónvarpsþáttanna vinsælu á Netflix, og Baltasars Kormáks. Kojima hefur verið duglegur að mæla með seríunni á samfélagsmiðlum sínum með eftirtektarverðum færslum. Kojima kveðst hafa kynnst KÖTLU þegar… Lesa meira
Ekki vera fífl á tökustað
Nú snýr umræðan að KÖTLU og hvernig eitruð hegðun á tökustað lýsir sér.
Tvíeykið góða á bakvið hlaðvarpsþættina Atli & Elías lofar þéttpökkuðu og stórspennandi umfjöllunarefni að þessu sinni. Nú snýr umræðan að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum KÖTLU og hvernig eitruð hegðun á tökustað lýsir sér. Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu… Lesa meira
Richard Donner látinn
Donner fór aldeilis yfir víðan völl og markaði sín spor í Hollywood.
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety en dánarorsök er enn ókunn.Ferill hans spannaði rúmlega fimmtíu ár sem leikstjóri og framleiðandi en hann var einna þekktastur fyrir allar fjórar Lethal Weapon-myndirnar ásamt The Omen, The Goonies, Ladyhawke og fyrstu… Lesa meira
A24 tryggir sér réttinn á Dýrinu
Um er að ræða eitt virtasta „indí“ fyrirtækið í kvikmyndaheiminum.
Bandaríska framleiðslufyrirtækið A24 hefur tryggt sér dreifingaréttinn á kvikmyndinni Dýrið (e. Lamb) eftir Valdimar Jóhannesson, hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Um er að ræða eitt virtasta „indí“ fyrirtækið í kvikmyndaheiminum* og hefur hver titill frá merkinu á eftir öðrum sópað til sín lofi og verðlaunum. Dýrið var nýverið á… Lesa meira
36% Íslendinga horft á alla Kötlu: Meirihluti segir þættina góða
15% töldu þá vera hvorki góða né slæma og 7% töldu þá vera slæma.
Spennuþáttaröðin Katla hefur verið á margra vörum víða um heim. Um 36% Íslendinga hafa horft á alla þættina á Netflix og 20% hafa byrjað að horfa á þá. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. júní til 30 júní. Um 29% Íslendinga telja að þau… Lesa meira
Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann
„Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll“
Hasargamanmyndin Leynilögga hefur verið valin í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno, sem fram fer í Sviss dagana 4. – 14. ágúst. „Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll sem komum að myndinni. Þar sem lítið hefur verið um kvikmyndahátíðir vegna Covid er óvanalega… Lesa meira
Katla upphafið að einhverju stærra: „Við héldum okkur við ákveðinn realisma“
„Ég hef unnið að þessu og dreymt um að stækka kökuna hérna,“ segir Baltasar.
„Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt enda þungt í framleiðslu. Ég vildi ekki hlaupa til með þetta en svo fékk ég hringingu frá Netflix og þá fór vélin hratt af stað,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður.Eins og mörgum er eflaust kunnugt var sjónvarpsþáttaröðin Katla gefin út á streymi Netflix í… Lesa meira
Luca hvorki í bíó né með íslensku tali
„Það var búið að ráða leikara í öll raddhlutverk“
Útlit er fyrir að ævintýramyndin Luca, sú nýjasta frá stórrisunum Pixar, dótturfélagi Disney, fáist ekki með íslenskri talsetningu auk þess að verða ekki sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis. Heimildir kvikmyndir.is herma að ákvörðunin komi mörgum að óvörum enda hafi fyrirvarinn verið skammur. Búið var að ráða raddleikara í öll hlutverk kvikmyndarinnar… Lesa meira
Færustu klipparar landsins?
Rætt er um listina að klippa - og listafólkið sem klippir.
Klipping er trúlega eitt vanmetnasta fag kvikmyndagerðar og þykir miður að ekki séu fleiri til sem eru eins konar rokkstjörnur í heimi snillinga í samsettu efni. En er hæglega hægt að koma auga á góða klippingu í kvikmynd, tónlistarvídeói eða sjónvarpsþætti? Er auðveldara að sjá þær slæmu? Vissir þú að… Lesa meira
Wilhelm öskrið út um allt
Það þekkja það ekki allir undir nafninu, en flestir í heiminum hafa heyrt þetta stórfræga öskur.
„Er ykkur ekkert treystandi fyrir sköpuðum hlutum?“ Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr, eða réttara sagt 'aukaþáttur' seríunnar, tekur nýjan snúning að þessu sinni með áherslu á hið goðsagnarkennda. Á fimmta glápi Blóðhefndar finnur annar þáttastjórnandi sig knúinn til að kryfja einn merkilegasta fylgihlut spennumyndarinnar: gamla góða Wilhelm öskrið. Það þekkja ekki allir til… Lesa meira
Með tannpínu og lof frá KMÍ
Tvíeykið góða kannar stórbrotnar slóðir.
Tvíeykið góða á bakvið hlaðvarpsþættina Atli & Elías lofar stútfullu og þéttpökkuðu umfjöllunarefni að þessu sinni. Á dagskrá er meðal annars stuttmyndakeppni Stockfish og hvað mætti betur fara hjá aðstandendum hátíðarinnar. Félagarnir ræða einnig handritsstyrki, blússandi umsögn frá KMÍ og hvort minna reynt kvikmyndagerðarfólk ætti að bjóðast til að þiggja… Lesa meira
Yfir 600 titlar á Disney+ væntanlegir með íslenskum texta eða tali
Myndirnar verða aðgengilegar á streymisveitunni Disney+ í lok júní.
Yfir 600 kvikmyndir verða aðgengilegar með íslenskum texta eða tali á streymisveitunni Disney+ á næstunni, þar af eru yfir 100 teiknimyndir talsettar á íslensku. Þessu greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá á Facebook-síðu sinni í dag en hún hefur lengi unnið að því að fá Disney til að tryggja að bíómyndir… Lesa meira
Íslendingar framarlega í kvikmyndagerð: „Við erum öll að tala sama tungumálið“
Þóra Hilmarsdóttir leikstýrir um þessar mundir breskum sjónvarpsþáttum fyrir Sky Studios.
„Mig langar ekkert endilega að vera flokkuð sem kvenleikstjóri þó að mér finnist það ágætur kostur. Mig langar bara að vera góður leikstjóri sem fjallar um áhugaverðar sögur og karaktera,“ segir leikstjórinn Þóra Hilmarsdóttir en hún leikstýrir um þessar mundir bresku þáttunum The Rising. Þættirnir eru framleiddir af Sky Studios… Lesa meira
Covid-smit á tökustað Mission: Impossible
Þessi framhaldsmynd virðist ekki fá breik.
Tökum á sjöundu kvikmyndinni í Mission: Impossible myndabálknum hefur verið frestað á ný eftir að greindist kórónaveirusmit á meðal tökuliðs. Framleiðendur staðfestu þetta í fréttatilkynningu. Þar er fullyrt að gert hafi verið 14 daga hlé á tökum.Þetta er ekki fyrsta töfin á tökum myndarinnar en skömmu eftir að þær hófust… Lesa meira
Eldhús bar sigur úr býtum – Spagettí fær sérstök verðlaun: „Ógleymanleg upplifun“
Sigurvegarar Sprettfisksins hafa verið kynntir.
Lokakvöld Stockfish kvikmyndahátíðarinnar var haldið í Bíó Paradís í gær og sigurvegari stuttmyndasamkeppni Sprettfisksins kynntur. Sigur úr býtum bar teiknimyndin Eldhús eftir máli (e. Kitchen By Measure) eftir Atla Arnarsson og Sólrún Ylfu Ingimarsdóttur. Þá hlaut spennumyndin Spagettí eftir Egil Gauta Sigurjónsson og Nikulás Tuma Hlynsson einnig sérstaka viðurkenningu og… Lesa meira
Hrakföll Tortímandans og listin að skopstæla
Svona getur allt farið í bál með brönd.
Það lítur út fyrir að ýmislegt sé enn óuppgert varðandi samantektina á einhverri vandræðalegustu framsetningu á þróun myndabálks í Hollywoodsögunni fyrr eða síðar. Til eru allmörg dæmi um klúðurslegar framkvæmdir á svonefndum franchise-seríum, en Terminator er í þeim merkilega sérflokki að gerðar voru þrjár ólíkar tilraunir til þess að mastera… Lesa meira
Saga Júragarðsins skoðuð í þaula
Framleiðsla stórmyndarinnar gerðist aldeilis ekki að sjálfu sér.
Kvikmyndahlaðvarpið Vídeóleigan hóf göngu sína í fyrrasumar en í þáttunum ræða æskuvinirnir Atli Steinn Bjarnason og Atli Þór Einarsson sígilda eða splunkunýja kvikmynd og skoða hana frá öllum mögulegum vinklum. Þættirnir hafa farið ört vaxandi að vinsældum og þiggja félagarnir uppástungur frá hlustendum annað slagið. Nýverið gáfu Atlarnir út veglegan og veigamikinn… Lesa meira
The Lord of the Matrix: Þegar þrennt umdeilt er
Létt bíótal um stóru mál stórmyndanna.
Tvær trílógíur. Tveir gerólíkir heimar. Gerólík áhrif á poppkúltúrinn í kringum gerð kvikmyndanna sem eiga sér ófáa aðdáendur víða um heiminn. Sumir eru Gandalf-megin í lífinu, aðrir hallast nær Neo. En mætti færa rök fyrir að Hringadróttins- og Fylkissaga eldist vel? Í hvaða pattstöðu er hin komandi fjórða Matrix kvikmynd… Lesa meira
Lífið hermir eftir listinni á Skriðuklaustri
Rætt er um hvort ráðskonan Skotta sé ímyndun eður ei.
Hlaðvarpsþátturinn Atli & Elías hefur nú fundið sér annað (auka)heimili á Kvikmyndir.is og verður sarpur þeirra félaga aðgengilegur hér á vefnum von bráðar sem og fleiri veitum. Umrædd sería er nú komin á fjórða tug í þáttafjölda og við hljóðnemann sitja þeir Atli Óskar Fjalarsson og Elías Helgi Kofoed Hansen,… Lesa meira
Eingöngu íslenskt á nýrri streymisveitu
Stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.
Undirbúningsvinna er hafin að stofnun streymisveitu með íslensku myndefni. Umrætt streymi verður á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands og mun starfsfólk þess sinna þessari vinnu, en einnig hefur Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður verið ráðinn tímabundið til verkefnisins. Þetta var tilkynnt á vef Kvikmyndamiðstöðvar og þar er vísað í Kvikmyndastefnu til… Lesa meira
Spacey ráðinn í nýja mynd: „Ég get ekki beðið eftir að hefja tökur“
Leikarinn hefur lítið verið í sviðsljósinu á síðastliðnum árum. Af góðum ástæðum...
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey hefur verið ráðinn í ítölsku kvikmyndina L'uomo Che Disegno Dio (e. The Man Who Drew God) eftir hinn góðkunna Franco Nero. Þetta mun vera fyrsta hlutverk Spaceys í fjögur ár en hann hefur lítið verið í sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum aðilum. Í kjölfar þessara ásakana var Spacey t.a.m. klipptur út úr All the Money in the World frá Ridley Scott. Spacey lék þar olíufurstann J. Paul Getty en… Lesa meira
Sjáðu fyrstu kitluna úr Kötlu
Serían er væntanleg á streymisveitu Netflix 17. júní og verða þættirnir átta talsins.
Fyrsta kitlan er lent fyrir sjónvarpsþættina Kötlu úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks. Serían er væntanleg á streymisveitu Netflix 17. júní og verða þættirnir átta talsins. Einu ári eftir mikið gos í Kötlu ógnar eitthvað friði og ró í Vík. Þegar íbúar hefja rýmingu svæðisins vakna dularfull öfl, sem hafa verið… Lesa meira
Nýtt verk varð til í kjölfar frestunar: „Við misstum í rauninni af faraldrinum“
Í heimildarmyndinni Apausalypse er áhersla lögð á áhrif COVID, loftslagsbreytingar með hið mannlega að leiðarljósi.
Í heimildarmyndinni Apausalypse er áhersla lögð á áhrif COVID, loftslagsbreytingar með hið mannlega að leiðarljósi. Rætt er við kvikmyndagerðarfólkið á bakvið verkið. „Það voru takmarkanir heimsfaraldursins sem settu þessari framleiðslu ákveðin mörk, en gáfu skýrar reglur. Við gátum aðeins haft eina myndavél, ferðast um á þremur bílum og máttum ekki… Lesa meira
Leikaravalið í ‘Knives Out 2’ ekki af verri endanum
Nú hefur snillingurinn Kathryn Hahn bæst við hóp góðs fólks.
Enn fjölgar fínum leikurum sem búið er að ráða í framhaldsmynd Knives Out. Leikstjórinn og höfundurinn Rian Johnson snýr aftur með stjörnuprýdda sögu af háttprúða spæjaranum Benoit Blanc (Daniel Craig), sem stendur frammi fyrir fjölda fólks og nýrri ráðgátu. Johnson framleiðir myndina með streymisrisum Netflix og áætlað er að hefja… Lesa meira
20 alþjóðlegar verðlaunamyndir á Stockfish
Á hátíðinni fá gestir mikla innsýn í gerð myndanna og tækifæri til að eiga samtal við leikstjóra.
Kvikmyndahátíðin Stockfish verður að þessu sinni dagana 20. - 30. maí næstkomandi eftir tvær frestanir og verður þetta í sjöunda skiptið sem hátíðin er haldin. Þó hafa aldrei verið fleiri myndir á hátíðinni sem annað hvort voru í undanvali eða tilnefndar til Óskarsverðlauna en einmitt nú.Hátíðin leggur áherslu á að… Lesa meira

