DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt.
DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt. Um er að ræða fyrstu leiknu ofurhetjumynd DC þar sem aðalpersónur eru af suður-amerísku bergi brotnar. Blue Beetle fylgir fast á hæla annarra nýlegra DC mynda… Lesa meira
Fréttir
Barbie æðið heldur áfram
Sannkallað Barbie æði hefur gripið um sig á landinu og er ekkert lát þar á.
Sannkallað Barbie æði hefur gripið um sig á landinu og er ekkert lát þar á. Kvikmyndin um dúkkuna góðu situr enn sem fastast í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans og hafa nú 64 þúsund manns séð myndina. Barbie segir frá því þegar aðalhetjan fer yfir í raunheima og Ken fylgir með.… Lesa meira
Erfitt að vera stökkbreytt fluga
Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem er komin í bíó en þar fer Ice Cube með hlutverk ofurþrjótsins Superfly!
Það er nógu erfitt að vera mennskur unglingur sem vill falla inn í hópinn og vera eins og allir hinir, en eins og áhorfendur munu sjá í teiknimyndinni Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem sem komin er í bíó, þá er það mun erfiðara þegar þú ert „stökkbreytt karate-unglingaskjaldbaka,“ eins og… Lesa meira
Orðinn stórstjarna 48 ára gamall
David Harbour sló seint í gegn á ferlinum en hann leikur aðalhlutverkið í Gran Turismo sem komin er í bíó.
Stranger Things stjarnan David Harbour sem fer með eitt aðalhlutverkanna í kappakstursmyndinni Gran Turismo sem kom í bíó í síðustu viku, er að segja má seinþroska leikari í þeim skilningi að hinar miklu vinsældir hans eru nýtilkomnar. Harbour er 48 ára gamall. Harbour hefur leikið frá því seint á tíunda… Lesa meira
Hrollvekjusmellur fær framhald
Kvikmyndaframleiðandinn A24 hefur gefið grænt ljós á framhald kvikmyndarinnar Talk to Me sem frumsýnd var í gær hér á Íslandi.
Kvikmyndaframleiðandinn A24 hefur gefið grænt ljós á gerð framhalds kvikmyndarinnar Talk to Me sem frumsýnd var í dag hér á Íslandi. Talk to Me er yfirnáttúruleg hryllingsmynd sem gengið hefur framar vonum í miðasölunni í Bandaríkjunum. Leikstjórar eru YouTube stjörnurnar áströlsku Danny og Michael Philippou, en kvikmyndin er þeirra fyrsta… Lesa meira
Bleikt áfram ríkjandi topplitur
Hinn bleiki heimur Barbie heldur áfram að heilla íslenska bíógesti.
Hinn bleiki og fullkomni heimur Barbie heldur áfram að heilla íslenska bíógesti, eins og reyndar í Bandaríkjunum og víðar. Nýlega fór myndin yfir eins milljarðs dala tekjumarkið í Bandaríkjunum en Greta Gerwig leikstjóri er fyrsti kvenleikstjórinn sem nær þeim stóra áfanga. Hér á Íslandi siglir Barbie óðfluga að eitt hundrað… Lesa meira
Vildi ekki hörmuleg endalok
Justin Simien vildi gera Disney kvikmynd sem væri ófeimin að ögra yngri áhorfendum, rétt eins og sígildar Disneymyndir æsku hans gerðu.
Justin Simien leikstjóri Draugahússins, eða Haunted Mansion eins og myndin heitir á frummálinu, vildi gera Disney kvikmynd sem væri ófeimin við að ögra yngri áhorfendum, rétt eins og sígildar Disneymyndir æsku hans gerðu. Myndin kom í bíó fyrir helgi á Íslandi. [movie id=16245] Allt frá dauða móður Bamba í Bambi… Lesa meira
12 bestu hákarlamyndir sögunnar
Meg 2: The Trench er komin í bíó. Sjáðu hvaða 12 eru bestu hákarlamyndir allra tíma!
Allt síðan Jaws skráði sig á spjöld sögunnar sem fyrsti sumarstórsmellurinn í bíó árið 1975 hafa hákarlamyndir átt sérstakan stað í huga bíógesta og ástæðan er einföld: Hvort sem sögð er saga af trylltum manndrápshákörlum eða verið er að segja sannar sögur af skepnunum, þá eru myndirnar æsispennandi og fara… Lesa meira
Meira en 40 þúsund hafa séð Barbie
Barbie hefur slegið hressilega í gegn í miðasölunni. Fjörutíu þúsund manns hafa séð myndina á tveimur vikum
Barbie, eftir Gretu Gerwig, hefur slegið hressilega í gegn í miðasölunni og nú er svo komið að meira en fjörutíu þúsund manns hafa séð myndina á þeim tveimur vikum sem myndin hefur verið í sýningum. Tekjur myndarinnar á tímabilinu nema hvorki meira né minna en sjötíu milljónum króna, en myndin… Lesa meira
Topp tíu endurfundir eftir dauðann
Ástvinir hittast á ný.
Allir sem reynt hafa vita hve sárt það er að missa ástvin. Því er tilhugsunin um að geta mögulega hitt hann aftur betri en allt annað, þó við vitum auðvitað að slíkt er illmögulegt. Gerðar hafa verið ófáar kvikmyndir um þessar vangaveltur í gegnum tíðina og hér fyrir neðan er… Lesa meira
Barbenheimer sló í gegn og helgin sú stærsta í sögunni
Barbie langtekjuhæst um helgina með 21,5 milljónir.
Gamanmyndin Barbie, með Margot Robbie og Ryan Gosling i aðalhlutverkunum, fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans um helgina. Tekjur myndarinnar námu 21,5 milljónum króna en Oppenheimer, hin frumsýningarmynd helgarinnar, var með rúmar fjórtán milljónir. Toppmynd síðustu viku, Mission: Impossible Dead Reckoning - Part 1 datt niður í þriðja sæti listans… Lesa meira
Segir Barbie bestu kvikmynd ársins
Gagnrýnandi Morgunblaðsins segir Barbie vera bestu mynd ársins.
Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, fer fögrum orðum um nýju Barbie myndina í dómi í blaðinu í dag og kallar hana meðal annars feminískt meistaraverk. „Frá því að undirrituð frétti að Greta Gerwig myndi leikstýra kvikmyndinni um Barbie varð hún spennt fyrir myndinni af því hún vissi að Gerwig myndi… Lesa meira
Eftirvæntingin hjálpar báðum myndum
Mikil eftirvænting ríkir fyrir stórmyndunum Barbie og Oppenheimer.
Stórmyndirnar tvær sem komu nýjar í bíó í vikunni, Barbie og Oppenheimer, sem gárungarnir kalla Barbenheimer, og verða sýndar á sérstökum sýningum báðar í röð, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum, hafa vakið mikla eftirvæntingu þó mjög ólíkar séu. Umfjöllunarefnið er enda vægast sagt mjög ólíkt. [movie id=14181] [movie… Lesa meira
Mission: Impossible á toppinn með 4.300 gesti
Hinn magnaði Tom Cruise í hlutverki Ethan Hunt brunaði beint á topp íslenska aðsóknarlistans um síðustu helgi.
Hinn magnaði Tom Cruise í hlutverki Ethan Hunt brunaði beint á topp íslenska aðsóknarlistans um síðustu helgi í kvikmyndinni Mission: Impossible - Dead Reckoning - Part One. Cruise skákaði þar með annarri stjórstjörnu, Harrison Ford í hlutverki Indiana Jones í myndinni Indiana Jones and the Dial of Destiny, en hann… Lesa meira
Splunkuný ofurhetja kynnt til sögunnar
Leikstjórinn, Rasmus A. Sivertsen segir að sig hafi langað að gera ofurhetjumynd sem myndi hlýja fólki um hjartaræturnar og væri skemmtileg og mögnuð fyrir alla fjölskylduna.
Leikstjórinn, Rasmus A. Sivertsen, sem er einn afkastamesti leikstjóri Skandinavíu, segir í kynningarefni myndarinar að sig hafi langað að gera ofurhetjumynd sem myndi hlýja fólki um hjartaræturnar og væri skemmtileg og mögnuð fyrir alla fjölskylduna. Teiknimyndin fjallar um Hedvig, ellefu ára gamla lífsglaða tölvuleikjastelpu, sem skyndilega neyðist til að taka… Lesa meira
Jones heillaði aðra vikuna í röð
Indiana Jones heldur toppsæti sínu á milli vikna á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð.
Indiana Jones heldur toppsæti sínu á milli vikna á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð í kvikmyndinni Indiana Jones and the Dial of Destiny. Rúmlega 1.600 manns sáu myndina um helgina en tæplega 1.100 sáu myndina í öðru sæti, teiknimyndina Elemental, sem var áður á toppnum. Þriðja sæti listans er… Lesa meira
Napóleon mættur í fyrstu stiklu og plakati
Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir stórmynd Ridley Scott, Napoleon.
Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir nýjustu stórmynd Ridley Scott, Napoleon. Myndin fjallar, eins og titillinn ber með sér, um franska keisarann Napóleon Bonaparte sem ríkti í byrjun nítjándu aldarinnar í Frakklandi og reyndi að leggja undir sig Evrópu, en varð hált á svellinu á endanum. [movie id=16119]… Lesa meira
Stærsta glæfrabragð Cruise
Nýjasta Tom Cruise myndin, Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One, fær fimm stjörnur af fimm mögulegum.
Nýjasta Tom Cruise myndin, Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One, er stærsta glæfrabragð Cruise til þessa að mati gagnrýnanda breska blaðsins The Daily Telegraph sem gefur kvikmyndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum. Myndin kemur í bíó hér á Íslandi á miðvikudaginn. Gagnrýnandinn, Robbie Collin, segir í dómi sínum að… Lesa meira
Ofsóttir og drepnir vegna olíuauðs
Fyrsta stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Martin Scorsese; Killers of the Flower Moon.
Fyrsta stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Martin Scorsese; Killers of the Flower Moon. Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Í upphafi tuttugustu aldarinnar varð Osage fólkið auðugt á einni nóttu vegna olíufundar. Svo efnaður varð ættbálkurinn að fólkið varð samstundis eitt það ríkasta í heimi. Auður þessara frumbyggja í… Lesa meira
Indiana Jones í miklu stuði á toppnum
Ævintýramyndin Indiana Jones and the Dial of Destiny kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.
Ævintýramyndin Indiana Jones and the Dial of Destiny kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi, en margir höfðu beðið spenntir eftir að upplifa ný ævintýri hetjunnar á hvíta tjaldinu. Kvikmyndir.is sá myndina einmitt um helgina og mælir eindregið með henni. Myndin byrjar með æsilegum eltingarleik í fortíðinni… Lesa meira
Hafmeyjurnar eru djöflarnir
Kraken eru ekki hræðileg sæskrímsli sem eyðileggja bátana okkar og borða sjómennina. Þau eru ljúf og hjálpsöm.
„Landkrabbar eins og ég og þú höfum alltaf haft rangt fyrir okkur: Kraken eru ekki hræðileg sæskrímsli sem eyðileggja bátana okkar og borða sjómennina. Þau eru ljúf og hjálpsöm. Það eru hafmeyjarnar sem eru hinir raunverulegu djöflar,“ þannig byrjar grein um Ruby Gillman: Táningssæskrímslið (e. Ruby Gillman, Teenage Kraken) á… Lesa meira
Frumefnin flugu hæst
Frumefnin í teiknimyndinni Elemental voru vinsælust í bíó um síðustu helgi hér á landi.
Frumefnin í teiknimyndinni Elemental voru vinsælust í bíó um síðustu helgi hér á landi en næstum því þrjú þúsund manns borguðu sig inn á myndina og tekjur voru 4,5 milljónir króna. Spider-Man: Across the Spider-Verse gerði sér lítið fyrir og hækkaði sig upp um eitt sæti á milli vikna og… Lesa meira
Stjörnurnar mættu á Indiana Jones
Það var líf og fjör á frumsýningu nýjustu Indiana Jones myndarinnar í Ásberg, Sambíóunum Kringlunni, í gærkvöldi.
Það var líf og fjör á frumsýningu nýjustu Indiana Jones myndarinnar í Ásberg, Sambíóunum Kringlunni, í gærkvöldi. Ingvar E. Sigurðsson, Högni Egilsson, Dóra Júlía, Gísli Örn Garðarsson og fleiri góðir gestir létu sig ekki vanta. Einnig mættu stjörnur eins og Hannes Þór Halldórsson vítabani og leikstjóri, lil Curly og Alex… Lesa meira
Heimurinn þurfti gamanmynd
No Hard Feelings þykir marka endurkomu R merktra gamanmynda.
Í gamanmyndinni No Hard Feelings sem kom í bíó nú um helgina leikur Jennifer Lawrence blankan Uber bílstjóra, Maddie, sem svarar auglýsingu frá foreldrum sem leita að konu til að fara á stefnumót – og sofa hjá – eilítið dulum syni þeirra. Myndin er byggð á raunverulegri smáauglýsingu sem birt… Lesa meira
Skemmtilegt að leika siðblindingja
Scarlett Johansson er mætt aftur í heim Wes Anderson.
Leikkonan Scarlett Johansson er mætt aftur í heim Wes Anderson. Hún talaði inn á teiknimynd leikstjórans, Isle of Dogs frá 2018 en er nú í aðalhlutverki í gamanmyndinni Astreroid City og fer fyrir stórum hópi þekktra leikara, eins og Bryan Cranston, Steve Carell, Margot Robbie og Tom Hanks, svo einhverjir… Lesa meira
Lenda saman á flughræðslunámskeiði – Fyrsta stikla og plakat fyrir Northern Comfort
Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir íslensku gamanmyndina Northern Comfort. Einnig er kominn splunkunýr söguþráður og uppfærður frumsýningardagur!
Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir íslensku gamanmyndina Northern Comfort. Einnig er kominn splunkunýr söguþráður og uppfærður frumsýningardagur! Söguþráðurinn er eftirfarandi: Fyrrverandi sérsveitarhermaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjendur og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera… Lesa meira
Flash vann toppslaginn
Nýju myndirnar tvær, Elemental og The Flash háðu harða baráttu um hylli áhorfenda nú um þjóðhátíðarhelgina í bíó.
Nýju myndirnar tvær, Elemental og The Flash háðu harða baráttu um hylli áhorfenda nú um þjóðhátíðarhelgina í bíó hér á Íslandi. Bardaginn endaði með sigri The Flash þegar horft er til tekna myndanna. Tekjur Flash námu 3,5 milljónum króna en Elemental krækti í 3,2 milljónir. Fleiri komu hinsvegar að sjá… Lesa meira
Upplifum hlutina í gegnum Flash
Allt er bjagað hvað ljós og áferð varðar. Við erum að koma inn í þessa “vatnaveröld”, sem er í raun útfrá sjónarhorni Barry, segir leikstjóri The Flash.
Kvikmyndir.is fór að sjá frumsýningu The Flash í síðustu viku og skemmti sér stórvel. Myndin er einskonar tímaflakksmynd, sneisafull af ofurhetjum sem margar hverjar eru óvæntar, svo ekki sé meira sagt. Tímaflakkselementið gefur myndinni einmitt kost á að hleypa allskonar útgáfum af hetjum inn í söguþráðinn, þar á meðal yngri… Lesa meira
Unnsteinn er Vatnar og Þuríður er Glóbjört
Unnsteinn Manuel Stefánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir leika aðalhlutverkin í Elemental.
Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson fer með aðalhlutverkið í íslenskri útgáfu teiknimyndarinnar Elemental, eða Frumefna, sem komin er í bíó ásamt Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. Unnsteinn fer með hlutverk Vatnars Fossbergs en með hlutverk hans í ensku útgáfunni, þar sem persónan heitir Wade Ripple, fer Mamoudou Athie. Þuríður Blær fer með hlutverk… Lesa meira
Köngulóin áfram langvinsælust
Toppmynd síðustu viku, Spider-Man: Across the Spider Verse sýnir ekki á sér neitt fararsnið.
Toppmynd síðustu viku, Spider-Man: Across the Spider Verse sýnir ekki á sér neitt fararsnið því hún heldur sæti sínu á Íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð. Hin nýfrumsýnda Transformers: Rise of the Beasts náði því ekki að velta ofurhetjunni úr sessi. Tekjur Spider-Man voru nærri sjö milljónir króna en tekjur… Lesa meira