Hvolpasveitin hljóp á toppinn

Teiknimyndin Hvolpasveitin kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum nú um helgina, en sú vaska sveit stendur í stórræðum í myndinni sem heitir upp á ensku Paw Patrol – The Mighty Pubs.

Vaskir hundar.

Í öðru sæti listans er einnig ný mynd á lista. Þar er á ferðinni rómantíska gamanmyndin Last Christmas, þar sem tónlist Wham og George Michael er í hávegum höfð. Þriðja sætið fellur svo The Addams Family í skaut, en myndin fer niður um eitt sæti milli vikna.

Fjórar aðrar nýjar kvikmyndir eru á listanum í þetta sinn. Doctor Sleep, framhald The Shining, fer beinustu leiðina í fjórða sæti listans, Rollurökin fara beint í áttunda sætið, í 20. sætinu situr pólska kvikmyndin Legiony og í 23. sætið er komin kvikmyndin Sorry We Missed You.

Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: