James Bond langvinsælastur

Nýja James Bond kvikmyndin No Time to Die er vinsælasta kvikmyndin á landinu samkvæmt nýjasta aðsóknarlista FRISK. Tæplega fimmtán þúsund miðar seldust um síðustu helgi en myndin heldur sigurgöngu sinni áfram nú helgina. Hún bar höfuð og herðar yfir myndina í öðru sæti, vísindaskáldsöguna Dune, en um þrettán hundruð manns lögðu leið sína á hana um liðna helgi.

Bond lendir í kröppum dansi í No Time to Die.

Tekjur af No Time to Die um síðustu helgi námu rúmlega tuttugu og fjórum milljónum króna en miðasölutekur Dune á sama tímabili voru rúmar tvær milljónir króna.

Þriðja vinsælasta kvikmyndin í bíó um síðustu helgi var teiknimyndin skemmtilega Umhverfis Jörðina á 80 dögum.

Það verður spennandi að sjá hvort að nýju myndirnar í bíó nái að stríða toppmyndum síðustu helgar í miðasölunni nú um helgina, en Halloween Kills, Wolka og Addams Family 2 bætast í fjölbreytta flóru bíómynda.

Bond á toppnum í Bandaríkjunum einnig

Í Bandaríkjunum var No Time to Die einnig á toppnum en vinsælasta bíómyndin á Netflix á Íslandi um síðustu helgi var Jake Gyllenhaal myndin The Guilty.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að sjá topplista kvikmyndir.is