Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Backtrack 1990

(Catchfire)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

When murder is your business, you'd better not fall in love with your work.

180 MÍNEnska

Myndlistarkona verður vitni að mafíumorði og hringir í lögregluna. Á lögreglustöðinni áttar hún sig á því að mafían er með mann innan raða löggunnar, þannig að hún flýr. Lögreglan er nú á hælunum á henni, en hún þarf á vitnisburði hennar að halda, og leigumorðingi mafíunnar er einnig á eftir henni. Hún fer til Mexíkó, þar sem hún hittir... Lesa meira

Myndlistarkona verður vitni að mafíumorði og hringir í lögregluna. Á lögreglustöðinni áttar hún sig á því að mafían er með mann innan raða löggunnar, þannig að hún flýr. Lögreglan er nú á hælunum á henni, en hún þarf á vitnisburði hennar að halda, og leigumorðingi mafíunnar er einnig á eftir henni. Hún fer til Mexíkó, þar sem hún hittir leigumorðingjann að lokum, en þegar þar er komið við sögu, þá er leigumorðinginn orðinn bergnuminn af konunni, eftir að hafa kynnt sér í þaula líf hennar og verk þegar hann var að undirbúa morðið á henni.... minna

Aðalleikarar


Skítsæmileg spennumynd, sem var markaðssett tveim árum eftir að hún var tilbúin til að gera út á vinsældir Jodie Foster eftir að Lömbin þagna varð svona líka feykivinsæl.

Dennis Hopper leikstýrir og var ekki ánægðari en það að hann skráði Alan Smithee fyrir verkinu, en eins og margir vita er það nafn sem leikstjórar nota gjarnan ef þeir eru ósáttir við útkomuna.

Hopper, ásamt því að leikstýra, leikur hér leigumorðingja á vegum mafíunnar. Hann fær það bráðskemmtilega verkefni að drepa konu eina sem hafði orðið vitni að morði og eltir hana um Bandaríkin þver og endilöng.

Myndin fær stóran plús fyrir það að Charlie Sheen er aðeins sárafáar sekúndur á skjánum áður en hann er drepinn, og er það vel.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.07.2016

Nýtt á Netflix í júní

Nýjar kvikmyndir í júní 2016 7 Anos de Matrimonio (2013) 7 Chinese Brothers (2015) A Country Called Home (2015) A Fish Story (2013) A Walk to Remember (2002) Alien Autopsy: Fact or Fiction (2006) All Hail King J...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn