Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Skítsæmileg spennumynd, sem var markaðssett tveim árum eftir að hún var tilbúin til að gera út á vinsældir Jodie Foster eftir að Lömbin þagna varð svona líka feykivinsæl.
Dennis Hopper leikstýrir og var ekki ánægðari en það að hann skráði Alan Smithee fyrir verkinu, en eins og margir vita er það nafn sem leikstjórar nota gjarnan ef þeir eru ósáttir við útkomuna.
Hopper, ásamt því að leikstýra, leikur hér leigumorðingja á vegum mafíunnar. Hann fær það bráðskemmtilega verkefni að drepa konu eina sem hafði orðið vitni að morði og eltir hana um Bandaríkin þver og endilöng.
Myndin fær stóran plús fyrir það að Charlie Sheen er aðeins sárafáar sekúndur á skjánum áður en hann er drepinn, og er það vel.