Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Easy Rider 1969

Fannst ekki á veitum á Íslandi

This Year It's Easy Rider

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 85
/100

Tveir ungir hippar og mótorhjólamenn, þeir Wyatt og Billy, selja smávegis af eiturlyfjum í Suður Kaliforníu, fela peningana í bensíntanki hjólanna, og fara í ferðalag til Mardi Grass í New Orleans, í leit að sjálfum sér og réttu leiðinni í lífinu. Á ferðalaginu verða þeir fyrir fordómum og hatri í smábæjum á leiðinni, sem þola ekki og hræðast lífstílinn... Lesa meira

Tveir ungir hippar og mótorhjólamenn, þeir Wyatt og Billy, selja smávegis af eiturlyfjum í Suður Kaliforníu, fela peningana í bensíntanki hjólanna, og fara í ferðalag til Mardi Grass í New Orleans, í leit að sjálfum sér og réttu leiðinni í lífinu. Á ferðalaginu verða þeir fyrir fordómum og hatri í smábæjum á leiðinni, sem þola ekki og hræðast lífstílinn sem þeir standa fyrir. En þeir félagar upplifa einnig annars konar fólk sem er að gera tilraunir með annars konar lífsstíl en þann hefðbundna, og berjast gegn þröngsýnum viðhorfum í samfélaginu. Á vegi þeirra verða puttaferðalangar, drukkinn lögfræðingur, fangar, hóruhús og þeir missa vin á leiðinni.... minna

Aðalleikarar


Að öllum líkindum ein ofmetnasta mynd allra tíma en hefur þó þann kost helstan að Jack Nicholson fer á kostum í bráðskemmtilegu og vel pældu aukahlutverki. Að öðru leyti ekki nema klaufaleg tilraun til að fegra hippamenninguna með sögu um tvo vel þenkjandi iðjuleysingja og dópsala. Vel leikin en engan veginn meira en tveggja stjörnu virði - aðallega vegna snilldartakta Nicholson. Ef þið ætlið einhverra hluta vegna að sjá myndina, veljið þá breiðtjaldsútgáfuna - myndin er annars gjörónýt í "fullscreen" útgáfunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sígild og næstum sagnfræðileg gullaldarheimild um hippaheimspeki sjöunda áratugarins. Hér segir af blómabörnunum Billy (Dennis Hopper) og Wyatt (Peter Fonda) sem leggja uppí ferð til að skoða gervalla Ameríku. Sú verður þeirra síðasta. Þeir verða loks fórnarlömb þess hugsunarháttar sem börðust á móti. Á leiðinni kynnast þeir fjölmörgum skrýtnum landanum, m.a. þeirra er George Hanson (Jack Nicholson), en hann er lögfróður drykkjurútur sem ákveður að slást í för með þeim félögum. Hiklaust, ein af mest stefnumótandi myndum sjöunda áratugarins og jafnvel kvikmyndasögunnar, enda eru eftirlíkingarnar af henni orðnar óteljandi. Kostaði smáaura en halaði inn milljónum dollara og varð ein af vinsælustu kvikmyndum sjöunda áratugarins og hefur unnið sér merkan sess í kvikmyndasögunni. Dennis Hopper og Peter Fonda fara á kostum í hlutverkum ferðafélaganna og óskarsverðlaunaleikarinn Jack Nicholson (One Flew Over The Cuckoo´s Nest, Terms of Endearment, As Good As It Gets) er hreint ógleymanlegur í hlutverki George Hanson. Það hlutverk færði honum frægð og frama og frelsaði hann undan samstarfi hans við B-myndaleiksjórann Roger Corman, en Jack Nicholson lék í flestum mynda hans á sjöunda áratugnum. Það var ekki fyrr en hann leysti af annan leikara í Easy Rider að hann komst út úr B-mynda leiknum hjá Corman, en þær voru ódýrar fljótheitamyndir sem gerðar voru til að fylla upp í þegar A-myndir voru sýndar með annarri mynd. Þetta gerðist þegar farið var að bjóða upp á tvær myndir í stað einnar í kvikmyndahúsunum. Framhaldið þekkja flestir; Jack Nicholson er nú við dögun nýrrar aldar einn af bestu og virtustu leikurum Hollywood og hefur þrívegis hreppt óskarsverðlaunin fyrir leik sinn; 1975, 1983 og 1997. Dennis Hopper sýnir snilldartakta í þessari mynd, ekki bara sem annar af aðalleikurum myndarinnar heldur sem leikstjóri hennar og er hann einnig handritshöfundur hennar ásamt Peter Fonda og Terry Southern. Heldur afar vel sínum upphaflega sjarma og er enn í dag meistaraleg úttekt á þessum róstursama áratug þegar blómabörnin voru uppá sitt besta. Ætti að vera flestum ágæt upprifjun eða upplifun. Ég gef tímamótamyndinni "Easy Rider" fjórar stjörnur og mæli eindregið með að allir þeir kvikmyndaunnendur sem ekki hafa enn séð hana drífi í því sem fyrst. Ekki missa af þessari ógleymanlegu kvikmynd! Upp með friðarmerkið!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.09.2018

Berenger í bíóhús

Það eru ár og dagar síðan bíómynd með Tom Berenger í aðalhlutverki rataði í kvikmyndahús en 21. september næstkomandi mun „American Dresser“ verða frumsýnd vestanhafs í völdum kvikmyndahúsum en á sama tíma...

19.10.2014

Dýrasta mótorhjól í heimi

Þó að deilt sé um uppruna "Captain America" "Chopper" mótorhjólsins úr bíómyndinni Easy Rider frá árinu 1969, sem sagt er vera síðasta mótorhjólið sem til er úr myndinni, þá var hjólið selt á uppboði nú um h...

09.08.2013

Karen Black látin

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Karen Black er látin, 74 ára að aldri. Black var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Five Easy Pieces og var einnig þekkt fyrir leik í myndum eins og Nashville og leik í s...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn