Náðu í appið
Fargo

Fargo (1996)

"A lot can happen in the middle of nowhere. / A Homespun Murder Story"

1 klst 38 mín1996

Jerry vinnur á bílasölu tengdaföður síns, og er kominn í fjárhagsvandræði.

Rotten Tomatoes94%
Metacritic88
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Jerry vinnur á bílasölu tengdaföður síns, og er kominn í fjárhagsvandræði. Hann prófar ýmis úrræði til að redda sér peningum, sem hann þarfnast af óútskýrðum ástæðum. Svo virðist sem tengdafaðir hans sé um það bil að komast að gríðarmiklum fjárdrætti hans frá bílasölunni. Þegar allar tilraunir hans til að redda sér peningum mistakast, þá ákveður hann að hrinda í framkvæmd áætlun sem hann hafði undirbúið nokkru áður, en hún snýst um að fá tvo menn til að ræna eiginkonu hans, og heimta svo lausnargjald frá tengdaföðurnum, sem er vellauðugur. En eftir að mannránið á sér stað, fara hlutirnir strax að fara úrskeiðis, og það sem átti að vera snyrtileg og ofbeldislaus aðgerð, verður sífellt blóðugri og ofbeldisfyllri. Jerry fer í mikið uppnám vegna blóðbaðsins, og brátt mætir á svæðið hinn kasólétti lögreglustjóri MN frá Brainerd, sem er ákveðin í að reyna að finna hver framdi morðin þrjú í umdæmi hennar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

PolyGram Filmed EntertainmentUS
Working Title FilmsGB

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Frances McDermaud vann Óskar fyrir besta leik, og Coen bræður fyrir besta frumsamda handrit.

Gagnrýni notenda (14)

Hver man ekki eftir Coen bræðrunum sem hafa fært okkur meistaraverk eins og Millers Crossing og The Man Who Wasn't there? Fargo er um bílasölumann að nafni Jerry Lundengaard, sem vantar penin...

Ekki alveg jafn góð mynd og ég bjóst við, en ágæt engu að síður og er það aðalega fyrir tilstuðlan þeirra William H. Macy og Steve Buscemi en þeir tveir hafa lengi verið mínir uppáh...

Frances Macdormand leikur lögreglukonu sem er á eftir tveimur mannræningjum sem rændu konu einni. Af hverju? Af því að maðurinn hennar borgaði fyrir það! Fargo er gæða hasar/spennumy...

Fargo ein mynd Cohen bræðranna um atburð sem átti sér stað í BNA 1987 það heilaga ár fæðingu minnar. Þetta er sannarlega afskaplega fín mynd. Raunveruleg og kemur sér vel að efninu. ...

Besta mynd Coen bræðra og ein allra besta mynd tíunda áratugarins. Frábærlega vel skrifuð tragedía þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. Coen bræðrum tekst ótrúlega vel að fan...

Myndin er frá Coen bræðrunum sem hafa gert margar góðar myndir eins og O Brother,Where Art Thou? og Intolerable Cruelty en þessi var alveg ágæt. Myndin er byggð á sönnum atburðum e nhún f...

★★★★☆

Ógnvekjandi góð mynd sem er sönn saga að flestu leiti. Ég ætla ekki að fara út í söguþráðinn, maður verður bara að sjá hana sjálf/ur. En þeir leikarar sem eiginlega bara stjórna m...

Macy leikur mann sem skortir fé og finnur upp á því að láta ræna konunni til að kúga fé úr pabba hennar.Hann ræður strax 2 menn til þess (Buscemi, Presnell) en eitthvað fer úrskeiðis ...

★★★★☆

Þrælgóð svört kómedía. Coen bræðrunum hefur hér tekist að draga upp nokkuð góða lýsingu á þessum atburðum sem gerðust í Minnesota árið 1987. Myndin er vel gerð og vel leikin en ...

Fargo er myndin sem kom Coen bræðrum á kortið,myndin er algjört meistarastykki út í gegn.Það er allt sem er gott við þessa,leikurinn er frábær(sérstaklega hjá Mcdormand,Buscemi og Storm...

Þessi frábæra mynd Cohen-bræðranna tilheyrir tvímælalaust flokki mynda bestu mynda ársins 1996. Fargo er kolbikasvört kómedía, byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í hinu...

Þessi mynd er snilld, puntur basta. Buscemi er alveg frábær leikari, einn af skemmtilegri leikurum síðari ára. Það er bara hægt að gera eitt varðandi þessa mynd, mæla með henni. Góða s...

Fullkomin! Frábærar persónur, frábær saga, og frábær samtöl. Blankur bílasali fær tvo þrjóta, sem virðast ekki hafa verið með þegar greind var úthlutað, til að ræna konu sinni og k...

★★★★★

Tær snilld. Buscemi einn af áhugaverðari leikurum síðari tíma. Brilliant handrit, og byggt á sannsögulegum atburðum ! Unbelievable. A must see !