Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hver man ekki eftir Coen bræðrunum sem hafa fært okkur meistaraverk eins og Millers Crossing og The Man Who Wasn't there?
Fargo er um bílasölumann að nafni Jerry Lundengaard, sem vantar pening. Alvarlega. STRAX!
Svo að hann tekur til ráðanna og sannfærir tvo smákrimma til að ræna konunni hans og síðan skipta þeir lausnargjaldinu á milli sín.
En skörp lögreglukona að nafni Marge Gunderson ætlar að komu upp um þá og þá skapast æsispennandi eltingarleikur þar sem að ýmislegt snýr spilunum við og allt fer úr böndunum.
Leikurinn í þessari mynd er fyrir ofan meðallag, þá meina ég alveg svakalega góður.
Steve Buscemi, William H.Macy, Frances Mcdormand og margir fleiri ásamt ójafnanlegri leikstjórn Joel Coens gerir þetta af einni bestu mynd kvikmyndasögunnar!
Ekki alveg jafn góð mynd og ég bjóst við, en ágæt engu að síður og er það aðalega fyrir tilstuðlan þeirra William H. Macy og Steve Buscemi en þeir tveir hafa lengi verið mínir uppáhalds leikarar.
Frances Macdormand leikur lögreglukonu sem er á eftir tveimur mannræningjum sem rændu konu einni. Af hverju? Af því að maðurinn hennar borgaði fyrir það!
Fargo er gæða hasar/spennumynd sem gerist aðallega í bæ sem heitir Brainerd.
Coen bræður bregðast aldrei og er þetta toppurinn á ferli þeirra!
Fargo ein mynd Cohen bræðranna um atburð sem átti sér stað í BNA 1987 það heilaga ár fæðingu minnar. Þetta er sannarlega afskaplega fín mynd. Raunveruleg og kemur sér vel að efninu. Ég er ekki viss um að myndin átti skilið svo mikið hrós eins og óskarstilnefningu en þrátt fyrir það er myndin mjög góð. Handritið er afskaplega gott og leikurinn passar vel við persónurnar. Sérstaklega Steve Buscemi, reyndar þá voru allir helvíti góðir. Fargo er alveg þess virði að sjá.
Besta mynd Coen bræðra og ein allra besta mynd tíunda áratugarins. Frábærlega vel skrifuð tragedía þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. Coen bræðrum tekst ótrúlega vel að fanga andrúmsloftið í ísilögðum norðurríkjum Bandaríkjanna. Frábær leikur Buscemi og Mcdormand knýr myndina áfram ásamt eistöku handriti þeirra bræðra.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. júlí 1996