Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er einfaldlega versta mynd sem gerð hefur verið! Það er mjög skrítið að fólk finnst þessi mynd vera góð. Þessi mynd er svo langdregin að það er ekki fyndið, ég get ekki hugsað mér hvernig það sé að horfa á lengri útgáfuna af þessari mynd sem í í 190 mínútur. Ég hef bara séð tvær Lynch myndir og þær eru The Straight Story(þrjár og hálf stjarna) og Dune(engin stjarna). Ég mæli alls ekki með þessari mynd fyrir þeim sem hafa ekki séð hana og þessi mynd ætti að vera með miklu lægri einkunn inná þessari síðu. Líka inná IMDb.
VERSTA MYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ!
Merkileg mynd sem má að mati margra telja eina af klassísku vísindaskáldskapsmyndunum í hópi með Star Wars og fleirum. Eins og flestar myndir David Lynch þarf maður að hafa sig allan við til að ná söguþræðinum algerlega en ef maður gerir það verðlaunar myndin mann líka á móti. Handritið er byggt á bók Frank Herberts og segja fróðir menn mér að hún nái aðeins að skafa yfirborðið á því sem gerist í bókinni en enga að síður er atburðarásin mögnuð og leikstjóranum tekst að gera úr þessu epíska mynd sem heldur athygli manns frá upphafi til enda. Í stuttu máli gengur þetta út á að á plánetunni Arakkis, eða Dune eins og hún er einnig kölluð sökum þess að hún er svo til ein stór eyðimörk, er að finna efni sem kallast spice og er nauðsynlegt í geimferðalögum. Tvær aðalsættir, Atreides og Harkkonen, berjast um yfirráð yfir henni. Á plánetunni djúpt í eyðimörkinni býr líka dularfullt fólk sem kallast Fremen og þeir slást líka í leikinn á óvæntan hátt. Tæknibrellur eru ansi góðar miðað við hvenær myndin er gerð. Leikarar eru undantekningarlaust góðir og það má sjá mörg fræg andlit. Allir sem hafa áhuga á sci-fi myndum og hafa ekki séð þessa ættu að lagfæra það hið snarasta.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MCA Universal Home Video
Vefsíða:
www.universalstudiosentertainment.com/dune/
Aldur USA:
PG-13