Náðu í appið
Saving Silverman

Saving Silverman (2001)

Evil Woman

"They swore nothing could come between them. Then she came along."

1 klst 30 mín2001

Darren Silverman, Wayne Le Fessier og J.D.

Rotten Tomatoes18%
Metacritic22
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Darren Silverman, Wayne Le Fessier og J.D. McNugent hafa verið bestu vinir síðan í barnaskóla. Þeir eiga eitt sameiginlegt og það er að þeir eru gríðarlega miklir aðdáendur Neil Diamond og þar fyrir utan spila þeir saman í hljómsveitinni Diamonds in the Rough. En svo kynnist Darren þokkagyðjunni, Judith sem er algjör hrokkagikkur og gleðispillir og þar fyrir utan er hún stjórnsöm og ísköld. Hún gersamlega rústar vináttu þremenningana. Í fyrstu reyna Wayne og J.D. að telja um fyrir Darren og koma honum saman við fyrstu skólaástinni, Sandy og þurfa þeir að hafa hraðar hendur þar sem hún ætlar að gerast nunna. En svo virðist sem Judith hafi fast tangarhald á Darren. Hvað er til ráða? Wayne og J.D. gera allt til að bjarga vini þeirra úr klóm Judith. Þeir ákveða að ræna henni. Mannránið fer næstum því út um þúfur. Í kjölfarið ákveða félagarnir síðan að fá aðstoð frá fyrrum þjálfara þeirra sem situr í fangelsi. Hins vegar verður það átrúnaðargoð þeirra sem kemur þeim öllum til bjargar, sjálfur Neil Diamond eða hvað!

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Village Roadshow PicturesUS
NPV EntertainmentUS
Neal H. Moritz ProductionsUS

Gagnrýni notenda (16)

Evil Woman eins og hún heitir hérna en heitir með réttu Saving Silverman(í USA og Canada)er skemmtilega fyndin mynd þar sem vitleysan ræður ríkjum. Þetta er mynd um 3 vini sem að hafa haldi...

Hérna er verið að tala um ágæta grínmynd með leikurum á borð við Jason Biggs,Steve Zahn og Jack black. Það eru margir að segja að þetta sé léileg mynd, en að mínu mati er þetta nú...

Darren Silverman (Jason Biggs) er unglingur sem finnur draumaástina (Amanda Peet) en svo deyr hún (eða hann heldur það). Það er í rauninni æskuvinir hans Wayne (Steve Zahn) og J.D (Jack Black...

Já já þarna kemur ein fín mynd sem maður myndi taka strax ef maður á að dæma eftir útlitinu á hulstrinu eða fara á strax því myndin sem myndi koma í mogganum eða öðru myndi segja ma...

Ég hef séð þær betri, það þarf að vera einhver almennileg rökræna sem maður trúir almennilega til að maður getur haft gaman af því, það er annað með myndir eins og Jay&Silent Bob ...

Evil woman er mjög fyndin og skemmtileg mynd og hafði ég mjög gaman af henni. Þarna eru komnir saman nokkrir skemmtilegir og fyndnir leikarar sem leika þessa mynd mjög vel og koma manni oft til...

Svona okei grínmynd sem lét mig hlæja mjög oft en fáránleikanum er alls ekki hægt að bæta þrátt fyrir ágætis skemmtun.

Þetta var alveg hræðileg mynd. Ég fór á hana af því að Jason Biggs(American Pie 1,2) lék aðalhlutverkið í henni. Mér fannst hann svo góður í american pie. Ég veit ekki hvað hann var...

Er þvílík og önnur eins þjáning að horfa á. Ég sat í sætinu mínu og óskaði að sekondurnar gætu liðið hraðar. En þær urðu bara lengri og lengri og lengri. Ég held að aulinn úr...

Alveg afspyrnu leiðinleg gamanmynd þar sem náungi nokkur sem er seinheppinn í kvennamálum kynnist konunni frá helvíti og hvernig tveir vinir hans reyna að forða honum frá því að eyða afg...

Evil woman er mjög fín mynd, þessi samblanda af leikurum kom mjög vel út. Húmorinn er dálítið ærslafullur og aulalegur en við því á maður líka að búast áður en maður sér hana. My...

★★★☆☆

Húmorinn í Evil Woman (a. k. a. Saving Silverman, eins og hún hét upprunalega) gengur bara út á vitleysu og fáránleika, enda er verið um að ræða kolruglaða en sprellfjöruga grínmynd þa...

★★★★★

Þetta er hrein snilld ein besta mynd Jason Biggs til þessa maður liggur nánast í krampa alla myndina.