Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Evil Woman eins og hún heitir hérna en heitir með réttu Saving Silverman(í USA og Canada)er skemmtilega fyndin mynd þar sem vitleysan ræður ríkjum. Þetta er mynd um 3 vini sem að hafa haldist saman síðan þeir voru littlir, þeir eru allir ólíkir á sinn háttin en eiga samt einn sameiginlegan hlut og það er ást þeirra á Neil Diamond. Dag einn kynnist Darren(Biggs) konu sem að hann fellur fyrir leikin af Amanda Peet og hann sér hana sem fallega konu sem að hann vill giftast en vinir hans sem leiknir eru af Jack Black og Steve Zhan eru ekki sammála Darren því þeir sjá hvernig manneskja hún er í raun og þeir gera allt til þess að sannfæra Darren um að hún sé tík en hann trúir þeim ekki. Þeir félagarnir ákveða að ræna henni upp hefst alveg sprenghlægileg atburðarrás sem að fær mann ekki til þess að hætta að hlæja. Jason Biggs stendur sig afar vel og er mjög fyndinn en einnig standa þeir Jack Black og Steve Zhan sig afar vel og tel ég þá tvo vera myndin, þeir eru alveg sprenghlægilegir og maður getur ekki hætt að hlæja af þeim tveimur. En einni finnst mér R. Lee Ermey standa sig vel sem klikkaði þjálfarinn sem að allt vill gera fyrir strákana sína og ekkert hræddur við að kála fólki. Þetta er skemmtilega fyndin mynd og ekkert annað, þetta er svona mynd sem að maður á að hafa gaman af og ekkert annað. Það er ekkert frumlegt í þessari mynd og handritið er ekki upp á marga fiska en þetta er mynd sem að leggur meira upp úr húmor og vitleysu en rosa handriti og gæða leik. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja koma sér í gott skap og hlæja smá. Fínasta vitleysa.
Hérna er verið að tala um ágæta grínmynd með leikurum á borð við Jason Biggs,Steve Zahn og Jack black. Það eru margir að segja að þetta sé léileg mynd, en að mínu mati er þetta nú bara góð mynd sem inniheldur frekar gott grín. Myndinn er um mann að nafni Silverman(Biggs) sem kynnist konu sem er frekar leiðinleg. Vinir hans reyna að bjarga honum frá henni með því að ræna henni, og það er nú ekki auðvelt fyrir strákanna. Kannski er þetta ekki sú skemmtilegasta og fyndnasta en hún er allavega verð þess að hlæja að og kannski er hægt að eyða 500kall í hana. Viljiði ágæta grínmynd? Sjáið þessa. Annars get ég ekki sagt annað. Takk fyrir
Darren Silverman (Jason Biggs) er unglingur sem finnur draumaástina (Amanda Peet) en svo deyr hún (eða hann heldur það). Það er í rauninni æskuvinir hans Wayne (Steve Zahn) og J.D (Jack Black) sem taka hana sem gísl til að bjarga honum því hún er brjálæðingur og ef hún sleppur mun það rjúfa vináttu þeirra. Þeir reyna að koma honum aftur með gömlu kærustunni Sandy (Amanda Detmer) en hún er stöðugt að reyna að vera nunna. En ránið klúðrast og þeir þurfa hjálp gamals þjálfara þeirra (R.Lee Ermey)til að hjálpa þeim. Jack Black stelur senunni (eins og alltaf) en þetta er alveg ágæt grínmynd en stundum svolítíð klisjukennd.
Já já þarna kemur ein fín mynd sem maður myndi taka strax ef maður á að dæma eftir útlitinu á hulstrinu eða fara á strax því myndin sem myndi koma í mogganum eða öðru myndi segja manni að þetta er hrein snilld og maður gæti verið hlæjandi alla myndina. Einu sinni fór ég þannig á mynd og það er versta mynd sem ég hef séð en þessi vá hún er eins góð og maður myndi dæma af útlitinu á hulstrinu eða hinu en hér ætla ég að lýsa þessari mynd en ekki vera að skrifa eitthvað hvað mér finnst um aðrar myndir. Þessi mynd fjallar um þrjá vini að mestu leiti en einu sinni þegar þeir eru á bar eða veitingastað sjá þeir eina glæsi píu og fer einn vinanna og ætlar að kynna einn af þeim því þeim langar mikið að gá hverning þetta færi eða eitthvað þannig og fer hann til hennar en vill hún ekkert með hann hafa fyrr en einhver maður byrjar að reyna við hana þá segir hún að einn vinur þeirra sem var að tala við hana sé kærastin hennar en gerist svo margt og þau trúlofast og allt en eitt er þó doldið óhappalegt því hann má ekki hitta vini sína eftir óhappalegt atvik sem gerðist þegar hún og hann kom í heimsókn til þeirra en reyna þeir eins og þeir geta að ná vini sínum frá þessari stelpu til að þeir geti verið vinir aftur og náð djamminu upp aftur en það stórlækkaði síðan þessi kona kom inn í líf þeirra en svo gerist margt í þessari mynd en takið hana og dæmið eftir útlitinu.
Evil Woman eða Saving Silverman eins og hún hét fyrst er mjög fín mynd um þrjá vini sem eru algjörir aumingjar og eru með hljómsveit þar sem þeir klæðast asnalega og spila tónlist sem þá langa til. Eitt kvöldið eftir að þeir eru búnir að spila fer karakterinn hans Jasons Biggs og reynir við flotta stelpu á skemmtistaðnum sem að þeir voru á. Eftir nokkra daga þá byrja þau saman og hún ræður allveg yfir Jason Biggs hún leyfir honum aldrei að vera með vinum sínum sem henni finnst vera alltof aulalegir (vinir hans eru leiknir af Jack Black og Steve Zahn) Vinir hans reyna þá að tvístra sambandinu með öllum ráðum. Ég mæli með þessari mynd ef ykkur finnst Jack Black og hans myndir góðar hann er alveg frábær í þessari og ef ykkur finnst hans húmor góður mæli ég með því að þið farið út í næstu sjoppu og leigið þessa mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$22.000.000
Tekjur
$19.351.569
Vefsíða:
www.spe.sony.com/movies/savingsilverman
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. október 2001
VHS:
17. apríl 2002