Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Kiss of the Dragon 2001

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. ágúst 2001

Kiss Fear Goodbye

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
Rotten tomatoes einkunn 68% Audience
The Movies database einkunn 58
/100

Lögreglumaður frá Kína, Liu Jian, fer til Parísar tli að hjálpa til við að handtaka kínverskan eiturlyfjabarón og óþekktan franskan samstarfsmann hans. Sá franski heitir Richard, og er yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, en hann hyggst drepa eiturlyfjabaróninn og koma sök á Jian. Jian kemur sér undan byssukúlu og sleppur naumlega. Af tilviljun hittir Jian Jessica,... Lesa meira

Lögreglumaður frá Kína, Liu Jian, fer til Parísar tli að hjálpa til við að handtaka kínverskan eiturlyfjabarón og óþekktan franskan samstarfsmann hans. Sá franski heitir Richard, og er yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, en hann hyggst drepa eiturlyfjabaróninn og koma sök á Jian. Jian kemur sér undan byssukúlu og sleppur naumlega. Af tilviljun hittir Jian Jessica, bandaríska stúlku sem er ein af gleðikonum Richards, og fær hjá henni hjálp. Hún hefur sína eigin djöfla að draga, þar á meðal þann að Richard heldur dóttur hennar fanginni í munaðarleysingjahæli til að halda Jessicu við efnið úti á götu, og til að hún segi ekki frá því hvað hann fæst við. Mun Jian geta verndað Jessica, bjargað dóttur hennar, og gefið Richard koss drekans?... minna

Aðalleikarar


Kiss of the dragon er fruntu góð mynd, virkilega brútal slagsmálamynd og ekki fyrir þá sem hafa óbeit af grófu ofbeldi.

Liu Juan (Jet li) er opinber fulltrúi kínverskra yfirvalda sendur til Parísar til þess að hjálpa frönsku lögreglunni. Við aðstoðina lendir hann hinsvegar röngu megin við línuna í samsæri og verður hann að fara huldu höfði og má hafa sig allan við til þess að halda lífi.

Kínverska lögreglan er kölluð til, til þess að aðstoða við að finna Liu en það gengur hálf illa þar sem að Kínverjarnir trúa ekki sekt hans, Liu hefur einu sönnunargögnin og það veit lögregluforinginn spillti sem gerir allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að þau verði opinberuð kínverjunum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kiss Of The Dragon er allveg hrein snilld með Jet Li og Briget Fonda í aðalhlútverkum missið ekki af þessari frábæru mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þótt þessi mynd sé ekkert voðalega djúp er hún fínasta afþreying. Inniheldur góðar bardagasenur sem eru mjög flottar. Svalast er þó atriðið með snókerkúluna. Leikurinn er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Fín mynd að sjá einu sinni. Ekki mikið meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð ofbeldismynd þar sem Jet Li sýnir allt sitt besta. Myndin er spennandi frá upphafi til enda. Umhverfið, París, er skemmtileg tilbreyting og að vanda klikka ekki myndir sem Luc Besson hefur komið nálægt. Jet Li skilar þessu verki af sér mun betur en í Romeo Must Die, þó hann hafi ekki slegið slöku við í þeirri mynd, en hér er líka öllu alvarlegri mynd á ferðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst ekki við miklu þegar ég fór á þessa mynd enda aldrei verið mikið fyrir bardagamyndir en þessi mynd kom bara virkilega á óvart og var bara hin besta skemmtun í alla staði en hún fjallar um kínverska löggu í París sem lendir í klónum á gjörspilltri franskri löggu og inn í þetta flækist ung bandarísk vændiskona ágætlega leikin af Bridget Fonda og með fullri virðingu fyrir Jackie Chan þá held ég að ég megi fullyrða að Jet Li sé besti bardagamaður síðan Bruce Lee heitinn var upp á sitt besta og ég mæli hiklaust með þessari fyrir þá sem vilja sjá flotta bardagsmynd, skotheldar 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.07.2001

Jackie Chan og Jet Li

Asísku ofurhetjurnar Jackie Chan ( Rush Hour ) og Jet Li ( Kiss of the Dragon ) hafa nú ákveðið að gera saman mynd. Hefur annað eins ekki sést síðan Tango And Cash var gerð með Sylvester Stallone og Kurt Russell í að...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn