Náðu í appið
Öllum leyfð

Osmosis Jones 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. október 2001

He's one cell of a guy.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Frank Detomello er frekar sóðalegur dýragarðsvörður, og faðir hinnar ungu og kláru Shane. Hann fær kvef stuttu eftir að hann gleypir egg sem er fullt af sýklum! Innra byrði líkama hans er þekkt sem "Frank borgin" eða City of Frank. Lögreglumaðurinn og hvunndagshetjan, hvíta blóðkornið Osmosis Jones, vinnur sem meðlimur í ónæmiskerfinu í Frank. En þegar... Lesa meira

Frank Detomello er frekar sóðalegur dýragarðsvörður, og faðir hinnar ungu og kláru Shane. Hann fær kvef stuttu eftir að hann gleypir egg sem er fullt af sýklum! Innra byrði líkama hans er þekkt sem "Frank borgin" eða City of Frank. Lögreglumaðurinn og hvunndagshetjan, hvíta blóðkornið Osmosis Jones, vinnur sem meðlimur í ónæmiskerfinu í Frank. En þegar hið sýklasmitaða egg berst inn í kerfið fer allt í uppnám: Osmosis kemst að því að Frank hefur fengið sótsvartan og stórhættulegan vírus sem þekktur er undir nafninu Thrax, og nú þarf hann að stöðva vírusinn með hjálp kvefmeðalsins Drix.... minna

Aðalleikarar


Hér er komið nýjasta mynd þeirra Farrelly-bræðra, Osmosis Jones, sem er svona bæði mynd og teiknimynd í senn. Frank Detorri er bara venjulegur maður sem vinnur í dýragarði og býr með dóttur sinni Shane. En svo er líka önnur mynd, sem gerist innan í honum. Þar er löggan og blóðkornið Osmosis Jones sem að er verndari líkama Franks fyrir öllum veikindum og öllu þannig dæmum. Svo kemur til sögunnar Rauði Dauðinn sem ætlar sér að hreinlega að drepa Frank á nýjum mettíma en þá kemur það í hlut Osmosis Jones að stöðva hann. Þessi mynd er allt öðruvísi en myndirnar sem þeir hafa gert en þetta er samt ekki neitt léleg mynd, þvert á móti. Hér er alveg þvílíkt góðir leikarar sem ljá rödd sína í þessari mynd, eins og Laurence Fishburne(Matrix), David Hyde Pierce(Fraiser), William Shatner(Miss Congeniality) og Ron Howard(leikstýrði The Grinch). Bill Murray alveg frábær sem Frank og er Chris Elliott mjög góður sem besti vinur Franks og Molly Shannon er líka góð miðað við hvað hún leikur lítið í myndinni. Bæði atriðin sem Molly Shannon og Bill Murray eru saman í eru ótrúlega fyndin. Mynd sem hægt er að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aðeins of mikið kjaftæði... en ekki skorti hugmyndaflugið! Bráðskemmtileg mynd, sem gerir þær kröfur einar að maður slökkvi á allri tilhneigingu til að klígja við hlutum og láti fara vel um sig -helst ekki með mat við hliðina samt. Raddirnar eru einstaklega skemmtilegar, Chris Rock alltaf sami ólátabelgurinn og Laurence Fishburne pottþéttur sem vírusinn ógurlegi... Bill Murray fer auk þess alltaf á kostum. Frábær hugmynd í sannleika sagt og mætti alveg vera meira að svona myndum, enda Farrelly-liðið óhrætt við að taka áhættur og þeir hafa ekki klikkað hingað til að mínu mati. Osmosis Jones býr ekki yfir neinni tímamóta teiknimyndalist, en teiknimyndahlutinn er bara býsna góður. Tækninni og hugmyndafluginu eru lítil takmörk sett hjá þessu liði. Allir geta skemmt sér við þessa mynd... með hæfilega opinn huga!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Osmosis Jones er bara nokkuð skemmtileg mynd þó aðalpersóna myndarinnar, Frank (Bill Murray) sé þokkalega illa leikin. Myndin gerist hinsvegar að mestu leyti í líkama hans svo þetta er allt í lagi. Myndin segir á nokkuð ýktan hátt frá líkamsstarfsemi Frank´s en hann er ekkert að hugsa um línurnar og lætur alls konar ósóma upp í sig þó svo að dóttir hans reyni að hjálpa honum eftir mesta megni. Það er allt að springa í líkama Frank´s þegar fruman Thrax (Laurence Fishburne) kemst inn í hann og ætlar að láta Frank fá rauðu veikina. En þá koma Osmosis Jones (Chris Rock) og Drix (David Hyde Pierce) til sögunnar því þeir ætla að reyna að stoppa áform Thrax upp á eigin spýtur. Þeir létu reyndar strax vita af honum en enginn trúði þeim svo þeir þurfa að stöðva hann sjálfir. Myndin er mjög fyndin en Chris Rock fer á kostum í hlutverki Jones. En þvert á móti er hún fyrirsjáanleg og var orðin þó nokkuð asnaleg í lokin. Það er nú svo sem allt í lagi að horfa á þessa mynd svo ég gef henni 2 0g hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Osmosis Jones er furðulega flöt mynd. Hinum leikna hluta er leikstýrt af Farrelli bræðrum sem eru þekktir fyrir grófan húmor sinn, en í þetta sinn er þeim haldið föngnum af þeirri staðreynd að myndin varð að vera börnum leyfð ef það átti að vera möguleiki á því að ná peningunum til baka. Þó Bill Murray reyni sitt besta (og það er fjandi gott) þá er leikni hlutinn hálf vanaður og daufur á allan hátt. Teiknaði hlutinn er ekki mikið betri, og miðað við allt það fjármagn sem fór í myndina (hún var rándýr) þá er hann ferlega illa teiknaður. Það var allt svo formúlukennt við það sem gerðist. Enginn metnaður virtist vera fyrir hendi að gera eitthvað spennandi, heldur fær maður það sem maður hefur milljón sinnum séð áður. Ég get ekki annað sagt heldur en að þessi mynd sem ég bjóst við frekar miklu af, hafi ollið mér sárum vonbrigðum. Þó hún sé kannski ekki neitt alvarlega léleg, þá er hún ferlega flöt og fyrirsjáanleg og ekkert sem vekur neinn sérstakan áhuga. Aðeins fyrir harða Bill Murray aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín gamanmynd um það hvernig náungi nokkur sem vinnur í dýragarði smitast af lífshættulegri veiru og hvað gerist inn í líkama hans við þetta allt. Atriðin sem gerast í líkama hans er sett fram í teiknimyndastíl þar sem Chris Rock talar við hvítt blóðkorn sem þarf að stöðva veiruna og David Hyde Pearce (bróðir Fraisers í samnefndu sjónvarpsþáttunum) talar fyrir hjálparhellu hans. Töluvert ímyndunarafl hefur þurft til að skapa innviði líkamans á þennan hátt og er þetta skondin túlkun á því hvernig líkaminn starfar. Atriðin sem fjalla um manninn sjálfan er líka oft á tíðum bráðfyndin, en snillingurinn Bill Murray leikur þennan seinheppna náunga sem hefur viðbjóðslegar matarvenjur. Það eru Farelly bræðurnir sem leikstýra myndinni og eru hér komnir í aðeins fjölskylduvænna efni en þeir hafa tekist á við áður. Osmosis Jones er ágætis skemmtun en skilur reyndar lítið eftir sig. Fín mynd fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn