Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Bráðfyndin og skemmtileg grínmynd með Martin Lawrence og Steve Zahn í aðalhlutverkum.
Þeir leika báðir löggur sem passa ekki saman, og eru sendir til þess að uppræta fíkniefnasmygl.
Spurning hvort að þeir ná að ganga frá smyglurunum áður en þeir ganga frá hvorum öðrum?
Í heildina litið er þetta hin fínasta afþreying full af húmor or skemmtun.
Ekki láta þessa fara frammhjá ykkur.
Grínmynd þar sem Martin Lawrence og Steve Zahn leika saman öryggisverði saman. Ég fór á þesa í bíó og vissi að hún væri góð og sé ekki eftir því að eyða 800kr í national security. Hér er ein skemmtileg grínmynd á ferð sem allir ættu eiginlega að hlæja nokkuð oft. Hún getur verið skondin á kölfum en frekar er hún skemmtileg. Myndinn er leikstýrt af manni sem ber nafnið Dennis Dugan en hann hefur gert myndir eins og Evil woman og Big Daddy. National Security fjallar um mann sem reynir að verða lögga en því miður, hann féll á prófinu. Hann heitir Earl montgomery(Martin). Einn dag, þá sér einn löggumaður að nafni Hank Rafferty(Steve Zahn) sem heldur því að Earl sé að ræna bíl. Hann Hank fer að tala við hann og sér býflugu. Hann reynir að slá hana og einhver náungi nær þetta á spólu og lætur þetta til dómarann. Dómarinn dæmir hann til sex mánuða fangelsi og hann verður ekki heppin þegar það eru blökkumenn í fangelsinu. Eftir það er hann öryggisvörður og lendir í vondum hóp og vondir menn eru á svæðunum. Hann hittir allt í einu Earl og þeir verða víst að vinna saman. Þannig er myndinn um. Kannski munu margir misskilja hana sem einhverja rip-off mynd af Lethal Weapon og 48 Hours en samt er hún ágæt þrátt fyrir að Lethal weapon sé miklu betri. Leikararnir standa sig ágætlega og ég verð að segja að Steve Zahn hefur betur. Maður fær leið af Martin Lawrence leika sama hlutverk aftur og aftur. Ég mæli með þessari mynd fyrir grínista sem vilja nú helst bara að fara hlæja. Takk fyrir
Steve Zahn og Martin Lawrence eru auðvitað alltaf góðir eins og í þessari aulahúmors mynd. Hank er lögga sem missir félaga sinn. Og Earl er maður sem er í lögguskólanum en verður rekinn. Svo sér Hank hann Earl og heldur að hann er að stela bíl. (Sem hann er ekki að gera). Þeyr fara eitthvað að rífast en svo kemur býfluga og Hank reynir að drepa hana en þá heldur einn gaur að hann sé að berja Earl og tekur það upp á myndband. Þá verður Hank ásakaður fyrir kynþáttahatur og barsmíðar. Þegar Hank kemur úr fangelsi útskrifast hann aftur úr lögregluskóla. Earl er þá öryggisvörður. Svo er innbrot þar sem Earl vinnur og Hank kemur og þeir hittast og verða auðvitað brjálaðir en uppgvöta smyglhring og neiðast til að handsama vondu gaurana.
Alveg ágæt mynd með dæmigerðum Martin Lawrence handriti. Steve Zahn leikur löggu sem sér félaga sinn verða drepinn af ræningjum beint fyrir framan hann. Hann getur ekki gleymt þessari reynslu en við kynnumst Earl Montgomery (Lawrence) er lögga sem verður rekinn úr lögguakadameíunni fyrir glannaskap. Þegar Earl gleymir lyklunum í sportbílnum sínum kemur gaurinn sem Steve Zahn leikur og heldur að hann sé að stela bíl. En þá skerst býfluga í leikinn og hann reynir auðvitað að drepa hana en þá nær gaur það á myndbandi og allir halda að hann var að berja Earl til óbóta. En svo uppgvöva þeir smiglhring og það eru sömu náungar sem drápu vin Zahns. Á pörtum mjög fyndin mynd og ágætt handrit.
Kannski er það bara ég, en einhvern vegin þá virkar Martin Lawrance á mig alltaf þá meina ég alltaf! sem algjörlega sveittur viðbjóðsstimpill. Grínlaust ég held bara að ég hafi bara aldrei séð hann í góðri mynd hvað þá sæmilegri mynd, nei alltaf bara í eintómu rusli og trúið mér þessi er sko engin undantekning. Myndin er klisja og þvæla alveg inn að merg. Alls ekki eyða tímanum í þennan óbjóð, takið frekar til eða hvað eina.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Tekjur
$50.097.949
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
28. mars 2003
VHS:
30. júlí 2003