Náðu í appið
90
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cheaper by the Dozen 2003

Justwatch

Frumsýnd: 27. febrúar 2004

This Christmas The More... The Scarier!

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Baker hjónin eiga 12 börn. Þau flytja úr litlum bæ í Illinois í stórborgina, eftir að heimilisfaðirinn Tom Baker fær draumastarfið við að þjálfa ruðningsliðið í menntaskólanum sem hann útskrifaðist sjálfur úr. Þegar þau eru flutt í borgina fær eiginkonan einnig draum sinn uppfylltan þegar hún fær útgáfusamning vegna bókar sem hún skrifaði. Á... Lesa meira

Baker hjónin eiga 12 börn. Þau flytja úr litlum bæ í Illinois í stórborgina, eftir að heimilisfaðirinn Tom Baker fær draumastarfið við að þjálfa ruðningsliðið í menntaskólanum sem hann útskrifaðist sjálfur úr. Þegar þau eru flutt í borgina fær eiginkonan einnig draum sinn uppfylltan þegar hún fær útgáfusamning vegna bókar sem hún skrifaði. Á meðan hún er í burtu í kynningarferð vegna bókarinnar, þá á Tom erfitt með að sinna heimilinu og öllum börnunum og halda á sama tíma um stjórnvölinn í ruðningsliðinu, og fjölskyldan, sem var áður hamingjusöm og samheldin, fer að liðast í sundur. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er óskup vernjuleg gamanmynd um klaufskan mann og fjölskylduna hans.

Það er bara því miður alls ekkert sérstakt við þessa mynd.

Hún fjallar um að Steve Martin og konan hans eru forledrar 12 barna. Miðað við svona margar persónur er það nær ótrúlegt að engin þeirra sé skemmtileg. Það eina sem gerist er að pabbinn reynir að passa krakkana og koma upp grátfyndnar aðstæður... jájá.

Ekkert er nú of fyndið við þessa mynd og manni hálf eliðist mest allan tíman.

Steve Martin stendur sig hræðilega í hlutverki sínu en er þó lítið skárri en flestir hinna.

Í heildina: Ef ykkur langar að horfa á létta gamanmynd þá ráðlegg ég ykkur að horfa á eitthvað annað en Cheaper By The Dozen. Hún er ágæt í hæsta lagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Létt og krúttleg
Cheaper by the Dozen er gamanmynd eins og þær gerast mest amerískar. Ég tek það fram strax í byrjun að ég var alls ekki ósáttur við þessa mynd, en ég tek hins vegar neikvæðu hliðarnar fyrst.

Til að byrja á, þegar maður fer að sjá ameríska fjölskyldugamanmynd þá veit maður einhvern veginn að það mun koma fyrir pínu væmni, og þessi mynd hefur meira en sinn skammt af því, eiginlega of mikið. Þá er ég bara að tala um lokasenurnar, sem voru bara too-much miðað við geirann og mér fannst eins og ameríski kvótinn hafi farið alveg út af kortinu. Annars vegar getur þessi mynd verið afskaplega krúttleg, og sem betur fer hló ég meira að henni en ég átti von á.

Steve Martin er orðinn einn vanmetnasti grínistinn starfandi í Hollywood í dag. Hann gerir marga fína hluti hér, en við öll vitum að hann á betra skilið. Í þessari mynd er hann eiginlega kominn í sömu spor og fyrir 15 árum, þegar hann lék í Parenthood. Honum til stuðnings eru hérna nokkrir aðrir góðir, og ber þar helst að nefna Tom Welling, sem hefur staðið sig þrusuvel í Smallville-þáttunum frábæru. Ashton Kutcher á einnig góða spretti (og kommentar m.a.s. sjálfur á eigin leikhæfileika) og Bonnie Hunt er líka þrælfín.

Svona í heildina er Cheaper by the Dozen nokkuð góð afþreying. Mæli samt meira með Parenthood fyrir þá sem vilja gamanmynd um fjölskyldulíf í aðeins hærri gæðum.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá myndina með því hugarfari að hún væri gamanmynd, hún er það að vissu leiti, en samt sem áður er hún mun meiri fjölskyldumynd og hittir því ekki í mark frekar en flestar aðrar nýjar Steve Martin myndir.

Myndin segir af miðaldra hjónum sem eiga 12 börn og reyna að láta drauminn rætast þegar hann annarsvegar fær óvænta þjálfara stöðu og hún fær óvænt gefna út bók sem hún hefur verið að skrifa. Við það þarf hún að yfirgefa heimilið í tvær vikur og hvernig á greyið maðurinn að ráða við 12 krakka upp á eigin spítur meðan hann reynir að mynda frama sinn sem þjálfari.

Myndin er uppfull af hálf þekktum leikurum sem standa sig allir þolanlega, en það er ekki nóg að hafa gott leikaraval, handritið þarf helst líka að hafa eitthvað til brunns að bera.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.06.2012

Fílgúdd fjör alla leið!

Söngleikir geta verið dauði og djöfull ef þú þolir ekki lögin eða sálarkætandi veisla ef örin bendir í hina áttina. Þá er þetta í rauninni bara orðið að barnastærðfræði, því ef bíómynd inniheldur söngatriði se...

06.10.2011

30 rip-off plaköt

Kvikmyndabransinn er oft kenndur fyrir að endurvinna hugmyndir, handrit og jafnvel heilu bíómyndirnar. Plakötin eru engin undantekning. Hér eru 30 plaköt sem eru, vægast sagt, svipuð. Betrayed vs Basic Instinct Madhouse vs Cheaper By The Dozen...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn