Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Shaun of the Dead 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. júlí 2004

A Romantic Movie. With Zombies.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Þetta er ekki besti dagur lífsins fyrir Shaun, þannig að hann ákveður að breyta lífi sínu, og biðja fyrrverandi eiginkonu sína að byrja aftur með sér, en til allrar óhamingju er tímasetningin slæm þar sem svo virðist sem heimurinn sé að verða uppvakningum að bráð ... en fyrir hann, þá er þetta tækifæri til að sýna úr hverju hann er gerður og bjarga... Lesa meira

Þetta er ekki besti dagur lífsins fyrir Shaun, þannig að hann ákveður að breyta lífi sínu, og biðja fyrrverandi eiginkonu sína að byrja aftur með sér, en til allrar óhamingju er tímasetningin slæm þar sem svo virðist sem heimurinn sé að verða uppvakningum að bráð ... en fyrir hann, þá er þetta tækifæri til að sýna úr hverju hann er gerður og bjarga öllum. Það eina sem hann þarf að gera er að lifa af uppvakningafaraldurinn ... og ná sinni fyrrverandi aftur. ... minna

Aðalleikarar

Rom-Zom-Com
Rómantísk gamanmynd með uppvakningum. Ég efast um það þurfi meira til að lýsa því hvernig þessi mynd er.

Shaun Of The Dead er fyrsta myndin í Blood and Ice Cream þríleiknum sem eru leiknar af Simon Pegg og Nick Frost og leikstýrð af Edgar Wright. Hot Fuzz var næsta myndin þeirra og sú síðasta á eftir að koma. Strax hérna sést hversu efnilegir þeir eru, því myndin nær að gera grín af Zombie-myndunum eins mikið og hún sýnir hversu mikið þeir elska þær. Það er auðvitað gert grín að klisjum sem koma fyrir í myndunum (söguþráðurinn sjálfur er frekar svipaður Night Of The Living Dead) en húmorinn nær að vera fjölbreytilegur og mjög góður, og það er æðislegt hversu mikið af litlum bröndurum þeir ná að setja í myndina. Creditlistinn í byrjun og atriðið þegar Shaun fer í vinnuna er líka ágætis skot á nútímann hvernig við getum lifað lífi ekkert ósvipuðu uppvakningum, heilalaust og ekki að pæla í hvað er að gerast í kringum okkur.

Karakterarnir eru líka mjög góðir og aðalkarakterarnir ná mjög trúverðugri þróun og nær maður að tengjast þeim vel, jafnvel þótt þeir gera mikið af heimskulegum hlutum út myndina. Myndin hefur líka æðisleg cameo. Skoðið bara atriðið þegar hópurinn hans Shaun hittir vinkona sína Yvonne (leikin af Jessica Stevenson) og takið eftir hverjir eru með henni. Leikurinn er mjög góður og eru Nick Frost og Simon Pegg sem standa sig best. Bill Nighy stóð sig líka vel í litlu hlutverki.

Ég held að það eina slæma sem ég get sagt um hana er að hún er það versta sem Edgar Wright hefur gert, en hann hefur bætt sig með hverri mynd sem hann hefur gert (Hot Fuzz og Scott Pilgrim Vs. The World). Það sem þessi mynd hefur samt yfir hinar er að hún hefur miklu fyndari endi heldur en hinar tvær myndirnar.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Edgar Wright er mikill meistari og m.a. maðurinn á bakvið frábæru grínþættina Spaced. Shaun of the Dead er fyrsta bíómyndin sem Wright gerði og er í svipuðum anda og Spaced en fókuserar á eina gerð bíómynda, þ.e. zombie myndir. Þetta er s.s. zombie grínmynd. Það kann að vera fráhrindandi fyrir marga, og kannski sérsktaklega konur, en ekki láta það hindra ykkur í að sjá þessa frábæru grínmynd. Simon Pegg fer með aðalhlutverkið og sannar að hann stendur undir þeirri pressu. Nick Frost er sidekick Pegg eins og venjulega, frábær gaur. Þeir Pegg og Frost voru einu sinni herbergisfélagar og Pegg dróg vin sinn í leiklistina, hann fór þó aldrei í leiklistarnám...Anyway. Þetta er ótrúlega skemmtileg mynd sem var síðar fylgt eftir með hinni frábæru Hot Fuzz. Ef þið þekkið ekki Edgar Wright þá er kominn tími til að kynnast honum, segi ekki meira.

Kannski aðeins meira. Edgar Wright er að undirbúa mynd um Ant-Man fyrir Marvel. Ant-Man er hluti af væntanlegu Avengers teymi sem verður stórmynd hjá Marvel eftir nokkur ár. Bara smá innskot.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er besta grínmynd sem Bretar hafa sent frá sér í háa herrans tíð. Handritið að þessari mynd er hreinasta snilld og húmorinn einnig. Leikararnir sem leika herbergisfélagana tvo eru ótrúlega fyndnir í myndinni. Lokaniðurstaða: Besta grínmynd sem Bretar hafa gert. Takk fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja, hvað getur maður sagt???

Þetta er ein besta zombie mynd sem að ég hef séð.Bretar eru snillingar, þessi mynd er svona must-see mynd og þar á meðal er 28 days later sem er líka bresk. Þessi mynd fjallar um Shaun og vin hans Ed, sem þurfa að komast úr zombie her(auðvitað er fleira fólk en þeir tveir). Ég segi ekki meir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina með kærastanum og verð að játa að ég grenjaði af hlátri. Að mínu mati er þetta frábær paramynd. Hún inniheldur rómantík (fyrir hana), splatter (fyrir hann) og húmor (fyrir bæði). Þessu er síðan spinnað saman í eina ótrúlega skemmtilega heild og útkoman er mynd, sem ég ætla bókað að sjá aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.10.2021

Tvær nýjar í bíó fara aftur í tímann

Tvær hörkuspennandi og áhugaverðar myndir koma nýjar í bíó nú í vikunni, en svo skemmtilega vill til að titlar myndanna tveggja eru keimlíkir. Í þeim er vísað til einhvers sem er að fara að gerast í síðasta ski...

20.05.2020

Nýjustu mynd Edgar Wright slegið á frest

Edgar Wright, leikstjóri og handritshöfundur Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Baby Driver og fleiri mynda, neyðist til að fresta nýjasta verki sínu, Last Night in Soho. Greint var fyrst frá þessu í Variety en þar segir a...

28.03.2020

100 frábærar gamanmyndir fyrir erfiðu tímana - Hversu margar hefur þú séð?

Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Edgar Wright (Shaun of the Dead, Hot Fuzz o.fl.) vonast til að geta veitt fólki einlæga aðstoð á þessum erfiðu tímum og mæla með bíómyndum sem vonandi ná að gleðja, hvort sem það...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn