Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Charlie and the Chocolate Factory 2005

Frumsýnd: 9. september 2005

Oompa-Loompas are crazy for Coco-Beans

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Þegar Willy Wonka ákveður að leyfa fimm börnum að koma í súkkulaðiverksmiðjuna sína til að leita að fimm gullmiðum í jafnmörgum Willy Wonka súkkulaðistykkjum, þá verður mikið uppnám og börn um allan heim berjast um að finna þá. Charlie er fátækur drengur sem á þann draum heitastan að finna einn slíkan, og ásamt afa sínum þá fer Charlie ásamt... Lesa meira

Þegar Willy Wonka ákveður að leyfa fimm börnum að koma í súkkulaðiverksmiðjuna sína til að leita að fimm gullmiðum í jafnmörgum Willy Wonka súkkulaðistykkjum, þá verður mikið uppnám og börn um allan heim berjast um að finna þá. Charlie er fátækur drengur sem á þann draum heitastan að finna einn slíkan, og ásamt afa sínum þá fer Charlie ásamt hinum börnunum í ævintýralega ferð í verksmiðjuna. En ekki fer allt samkvæmt áætlun innan verksmiðjunnar og Charlie þarf að keppa við feitan strák sem borðar allt sem hönd á festir, stelpu sem er heimsmeistari í tyggjóáti, 12 ára óþekka stelpu sem er mjög sjálfselsk og strák sem er heltekinn af sjónvarpi.... minna

Aðalleikarar

Meira ruglið
Þetta er nú meira ruglið.... það er frábært.
Tim Burton (Alice in Wonderland, The Nightmare Before Christmas) er nú algjör snillingur og allar myndir hans eru ruglaðar en frábærar. Sérstaklega þær með Johnny Depp (Sleepy Hollow, Finding Neverland). Í þessari mynd leikur Johnny hinn furðulega og snar brjálaða og creepy Willy Wonka. Hann er fullkominn í hlutverkið, gefur honum meiri persónutöfra.
Freddie Highmore (The Spiderwick Chronicles, August Rush) leikur Charlie Bucket og er nú alveg ágætur, hefði getað verið betri og það sama á við hina krakkana nema Jordan Fry sem leikur Mike Teavee fullkomlega pirrandi eins og hann á að vera.
Christopher Lee (The Man with the Golden Gun, The Lord of the Rings myndirnar) er líka frábær sem Dr. Wilbur Wonka.
Mjög góð (og furðuleg) fjölskyldumynd

Quote:
Willy Wonka: I'm sorry, I was having a flashback.
Mr. Salt: I see.
Mr. Teavee: These flashbacks happen often?
Willy Wonka: Increasingly... today.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg mynd!!!!!Johnny Depp sýnir snilldar leik sem súkkulaðigerðmaðurinn frægi Willy Wonka svo ekki sé minnst á snilldar leikstjórn Tim Burtons. Aðrir leikarar fara líka á kostum þar á meðal: Freddi Highmore, David kelly, Helana Bonham Carter og langbestur er stórleikarinn Cristopher Lee í sínu hlutverki.




Charlie Bucket býr ásamt bláfátækri fjölskylu sinni í litlu hrörlegu húsi skamt frá litlum bæ. Í þessu litla bæ er stærsta og frægasta súkkulaðiverksmiðja heims. Willy Wonka eigandi verksmiðjunnar hefur ekki látið sjá sig í langan tíma. Hann hangir bara inni í verksmiðjunni og engin veit hverjir stórna vélum verksmiðjunar. Þegar Willy lætur heira frá sér eftir langan tíma tilkynnir hann það að hann ætli að bjóða fimm krökkum að heimsækja sig í verksmiðju sína. Það sem krakkarnir þurfa að gera er að finna gullmiða undir bréfi súkkulaðistykkisins. En aðeins fimm miðar eru faldir undir bréfinu að mörgþúsundum. Þegar Charlie vinnur miða og á að fara í verksmiðjuna ásamt fjórum leiðinlegum krökkum lendir hann í allsskonar ævintýrum. Þessi mynd er sko ekki bara fyrir þá yngri heldur líka þá stærri. Tim Burton er sá allramesti snillingur kvikmyndasögunnar, enda er ekki hægt að segja annað því hann hefur gert bestu myndir heims!! stórkostleg mynd sem á skilið að fá fullt hús!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eins og flestir vita er Charlie and the Chocolite factory eftir meistarann Tim Burton sem færði okkur myndir eins og Big fish, Ed Wood, Sleepy hollow, Nightmare before Christmas, Batman myndirnar, Edward Scissorhands og svo að sjálfsögðu Beetlejuice.

Og fékk hann í lið með sér Johnny depp sem hefur leikið í nokkrum myndum eftir hann Tim Burton.

Charly and the Chocolite factory er lauslega um ungan strák sem á nú ekki mikið af peningum, og lifri þröngt með foreldrum sínum og báðum öfum sínum og ömmum. Þó svo að hann lifir snaut, er mikil væntumþykja í fjölskildunni, og er strákurinn bara hamingjusamur yfir því hvað hann hefur.

Afi hans segir honum oft sögur á kvöldin um hin merka mann Willi Wonka sem átti salgætisverksmiðju í bænum, og vann Afin hjá honum fyrir um 20 árum. Vill kanski ekki segja allt of mikið en svo lokar verksmiðjan en einn daginn fær Charly, litli strákurinn boðsmiða í ferksmiðjuna, og fær að kinnast Willi Wonka og er sá maður mjög sérkennilegur.

Myndin fynnst mér frábær, svona ekta Tim Burton mynd, og ég elska Johnny depp í hlutverki Willi Wonka. Myndin er svona svolítið steikt, og hún er svona já fjölskildu mynd, en held samt að þau yngstu myndi ekki fíla þessa mynd, þó svo að hún virki svolítið eins og barna mynd, þá held ég persónulega að hún höfði meyra til eldri hópa. Eða það er bara það sem ég held, gæti verið bölvuð vitleisa í mér.

En allavega, mér fannst myndin yndisleg, eitt af mínum uppáhalds myndum Tim Burtons og er hún líka stútfull af skemmtilegum boðskap. Ég mæli eindregið með að þið takið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var búinn að ákveða í sumar að ég ætlaði ekki á Charlie and the chocolate factory í sumar þótt ég sé mikill aðdáandi Tim Burtons.

En svo ákvað ég(sem betur fer)að sjá hana með vini mínum á frumsýninguna.

Þetta er meistaraverk.

Ég hata margar barna myndir eða fjölskyldu myndir sem koma frá Hollywood finnst þær væmnar og klisjukenndar en það er þessi ekki.

Ég er viss um að margir séu búnir að bíða eftir mynd eins og þessari.

Johnny Depp er einn af mínum uppáhalds leikurum og Tim Burton einn af mínum uppáhalds leikstjórum.

Persónurnar eru skemmtilegar(fyrir utan sjálfan Charlie),útlit myndarinnar er alveg frábært,algjör snilld,leikurinn góður,leikstjórnin frábær og tónlistin eftir Danny Elfman frábær að venju.Útkoman er náttúrulega skemmtilegasta ævintýra mynd seinni ára.

Myndin er rosalega vel gerð og alveg rosalega minnisstæð.

Þið verðið að sjá þessa mynd þegar ég kom úr bíóinu var ég brossandi allt kvöldið.

Ég sá að foreldrarnir skemmtu sér jafnvel og börnin og jafnvel betur.

Mér fannst samt Charlie leiðinleg persóna er það er það eini gallinn.

Þetta er það sem maður kallar skilduáhorf og maður verður helst að sjá hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fær aðeins tvær stjörnur vegna þess að ég eiginlega varð fyrir vonbrigðum með hana hún er ein af þessum myndum sem ég beið spennt eftir en svo var hún meira fyrir fólk á aldrinum 5-8 eða eitthvað svoleiðis. Hún var svona svolítið augljós um endinn þegar var liðið svolítið á hana en Jhonny Depp stendur sig vel í hlutverki Willi Wonka(eða það finnst mér ég hef reyndar ekki lesið bókina sem þetta er byggt á). En þetta er svona svolítið skemmtileg mynd annars en ekki svona ef maður ættlar á eitthverja skemmtilega grín mynd með vinum sínum þetta er ekkta fjölskyldu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn