Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd George A. Romero er mjög frábrugðin hinum myndunum í Dead seríunni (Night of the living dead, Dawn of the dead og Day of the dead). Í öllum hinum myndunum voru afturgöngurnar labbandi lík sem hugsuðu ekki um neitt en að éta, en í þessari hugsa þær og læra nýja og nýja hluti. Mér finnst Land of the dead vera næstbesta myndin í dead seríunni rétt á eftir Day of the dead.
Wannabe költ-mynd
Þar sem að George A. Romero er að flestu leyti faðir zombie-myndanna þá þykir heldur leiðinlegt að viðurkenna að nýjasta afkvæmi hans, Land of the Dead, skuli hafa ollið svona miklum vonbrigðum.
Það er náttúrlega ekki spurning um það að myndin sé sæmilega blóðug. Subbuskapurinn er í hámarki og líkamshlutar finnast lausir við hvert horn, en það þarf meira til að móta verðuga afþreyingu, jafnvel fyrir zombie-mynd. Ég játa það hins vegar að ég fylltist miklu bjartsýni fyrstu mínúturnar þar sem að hún sýndi það að formúlan er tiltölulega öðruvísi en sú standard uppbygging sem maður er vanur.
Að öðru leyti þá er nákvæmlega engin spenna í myndinni, hvorki hryllingur né góður camp-fílingur. Persónurnar eru þunnar og óathyglisverðar og söguþráður ennþá verri. Mér líkar við grunnhugmyndina, en Romero hefði getað gert svo margt miklu, miklu betra við þetta. Hefði hann lagt meiri áherslu á persónusköpun, spennuuppbyggingu og gert myndina yfirhöfuð aðeins epískari væri úr þessu smellin uppvakningaklassík.
Í staðin fáum við auðgleymdan, blóðugan subbuskap sem skilur sama og ekkert eftir sig. Leigið ykkur fremur gömlu seríuna. Zack Snyder endurgerðin á Dawn of the Dead er heldur ekkert svo slæm. Bara sleppið þessari!
Þar sem að George A. Romero er að flestu leyti faðir zombie-myndanna þá þykir heldur leiðinlegt að viðurkenna að nýjasta afkvæmi hans, Land of the Dead, skuli hafa ollið svona miklum vonbrigðum.
Það er náttúrlega ekki spurning um það að myndin sé sæmilega blóðug. Subbuskapurinn er í hámarki og líkamshlutar finnast lausir við hvert horn, en það þarf meira til að móta verðuga afþreyingu, jafnvel fyrir zombie-mynd. Ég játa það hins vegar að ég fylltist miklu bjartsýni fyrstu mínúturnar þar sem að hún sýndi það að formúlan er tiltölulega öðruvísi en sú standard uppbygging sem maður er vanur.
Að öðru leyti þá er nákvæmlega engin spenna í myndinni, hvorki hryllingur né góður camp-fílingur. Persónurnar eru þunnar og óathyglisverðar og söguþráður ennþá verri. Mér líkar við grunnhugmyndina, en Romero hefði getað gert svo margt miklu, miklu betra við þetta. Hefði hann lagt meiri áherslu á persónusköpun, spennuuppbyggingu og gert myndina yfirhöfuð aðeins epískari væri úr þessu smellin uppvakningaklassík.
Í staðin fáum við auðgleymdan, blóðugan subbuskap sem skilur sama og ekkert eftir sig. Leigið ykkur fremur gömlu seríuna. Zack Snyder endurgerðin á Dawn of the Dead er heldur ekkert svo slæm. Bara sleppið þessari!
Þú ert að borga þig inná Zombie mynd og það er nákvæmlega það sem þú fær, ef þér langar að láta þér bregða þá er þetta fínasta mynd og ef þér langar að sjá daut fólk éta annað fólk þá er þessi mynd snilld. Ég var ekki fyrir vonbrigðum og gef ég henni því 3 kvikvindi.Þessi mynd mun nú ekki vinna óskarsverlaun en mér finnst hún standa vel undir væntingum.
Ágæt mynd enn langt frá því að vera góð, það vantar miklu meiri hasar og spennu í þessa mynd, maður kemst aldrei almennilega inní myndina fyrr enn í endann þá byrjar maður að skilja um hvað hún fjallar. Nú þetta er mjög vel gerð mynd og mjög ógeðslegt lifandi dautt fólk. Mér finnst vanta betri söguþráð í myndina og það hefði mátt seigja aðeins meira frá fortíðinni.
Myndinn fjallar um dautt lifandi fólk sem er að reyna að ná yfiráðunum í borg sem fullt af fólki á heima í og myndinn snýst bara um það að lifandi fólkið er að reyna að drepa dauða lifandi fólkið.
Mér finnst að margt hefði mátt fara betur í þessari myndi og gef ég henni tvær og hálfa stjörnu.
Ég óska þess að ég gæti elskað þessa mynd bara fyrir það að vera Romero mynd, aðeins mér fannst myndin ekki fullnægjandi miðað við Romero kallinn, mér finnst jafnvel Dawn of the Dead endurgerðin frá 2004 betri mynd. Myndinni skorti epísk hlutföll, miðað við hverskonar aðstæður mannkynið var í þá var sagan gífurlega samþjöppuð, og myndin var verulega stutt sem var annar hlekkur. Ég fékk allt sem ég bjóst við þannig séð, en því þetta er Romero, þá vildi ég meira, kannski ætti ég ekki að krefja of mikið. Annar hlekkur eru persónurnar, af öllum leikurunum og persónum er aðeins ein manneskja sem er góð persóna í allri myndinni, Simon Baker sleppur sem aðalgaurinn en það er alger no-name Samói sem stelur gersamlega allri myndinni með fáeinum one-liners. Það þýðir að restin af persónunum voru frekar veikar, bara ég óska að þessi Samói hafi fengið meiri skjátíma. Land of the Dead, þú færð það sem þú borgar fyrir, bara ekki hafa of miklar vonir fyrir myndinni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
9. febrúar 2005