Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Night at the Museum 2006

Frumsýnd: 19. janúar 2007

Everything comes to life. / At the Museum of Natural History, something unnatural is occurring.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Larry Daley býr í New York. Hann er atvinnulaus og nýskilinn og hálf misheppnaður. Sonur hans Nick er mjög vonsvikinn með föður sinn. Larry fær loksins starf sem næturvörður í náttúrugripasafninu og tekur við starfi þriggja eldri öryggisvarða sem eru nýhættir störfum. Á fyrstu vaktinni áttar Larry sig fljótt á því að það er ekki allt eins og það... Lesa meira

Larry Daley býr í New York. Hann er atvinnulaus og nýskilinn og hálf misheppnaður. Sonur hans Nick er mjög vonsvikinn með föður sinn. Larry fær loksins starf sem næturvörður í náttúrugripasafninu og tekur við starfi þriggja eldri öryggisvarða sem eru nýhættir störfum. Á fyrstu vaktinni áttar Larry sig fljótt á því að það er ekki allt eins og það á að vera í safninu en stytturnar í safninu lifna við eftir sólsetur. Algjör óreiða verður í safninu og hinn óvani Larry kemst að því að gamall egypskur steinn sem kom til safnsins árið 1950 er valdur að þessum ósköpum. Þegar Larry kemur með son sinn í safnið til að vera með sér yfir eina nótt, þá brjótast gömlu verðirnir þrír inn í safnið til að reyna að stela töfrasteininum. Nú þarf Larry á hjálp allra persónanna í safninu til að stöðva glæpamennina og bjarga safninu. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er mynd sem fjallar um mann sem þarf að afla sér peninga og hann fer og leitar að vinnu en fær einga vinnu nema á Safni og hann fer og sækir um vinnu en svo kemur í ljós að þegar hann byrjar að vinna ( á næturvaktinni ) þá vakna öll dýrin við. Og allir munirnir. Og svo fer allt í klessu því hann kann ekki að taka þessu rétt og allt verður í drasli hann verður rekinn en nær vinnuni aftur. En þá kemur í ljós að taflan lætur dýrin vakna upp. Og það gerist margt spennandi í þessari mynd ég mæli vel með henni !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ben Stiller leikur hér næturvörð í Náttúrugripasafni. Hann kemst að því fyrstu nóttina sína að allar fígúrurnar lifna við á næturna sökum galdratöflu sem er þar að finna. Ég bjóst svosem ekki við neinu þegar ég sá Night at the museum en ákváð að skella mér á hana. Það verður ekki tekið af henni að grunnhugmyndin er frumleg en hún er útfærð á mjög ófrumlegan hátt. Persónurnar eru mjög kjánalegar og jafnvel fínir leikarar á borð við Dick Van Dyke og Bill Cobbs koma illa út. Ben Stiller fer líka illa með hlutverkið sem var alveg nógu glatað fyrir. Þetta gengur ekki. Robin Williams er þó alltílæ og sýnir smá útgeislun. Þetta er barnaleg mynd enda eflaust ætluð sem barnamynd. Hægt að horfa á hana einu sinni, nokkur ágæt atriði og eins og ég sagði er grunnhugmyndin frumleg þannig að ég gef Night at the museum eina og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Night at the museum er um Larry (Ben Stiller) sem er háflgjörður draumóra kall með fullt af schemum í gangi, ekkert sem verður að einhverju, skilinn og ekki með fast starf. Til að fá að hitta son sinn reglulega tekur hann við starfi sem næturvörður í sögu-safni. ´Á nóttinni vakna allar mannverur og dýr til lífsins.

Myndin sýnir aðferð Larry að ná tökum á starfinu, smá flétta þar sem þjófar reyna að stela gull-töflunni sem vekur alla til lífsins á næturnar.

Mikið af frægum leikurum, tæknibrellur trufla ekki. Kemur ekki skýrt fram en þetta er fjölskyldu-mynd. Fínt að fara á hana með börnunum (6-14) en mæli ekki með myndinni sem 2200 sýning, kl 14 á sunnudegi er flott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.07.2016

Martröð í skógi

Nýi Spider-Man leikarinn Tom Holland leikur aðalhlutverkið í nýjum kofatrylli ( spennutryllir þar sem menn gista í kofa og óboðnir gestir koma í heimsókn ), Edge of Winter, ásamt The Killing og Suicide Squad leikaranum Joel K...

03.04.2016

Ástfangin geimvera - Starman endurgerð

Endurgerð Jeff Bridges og John Carpenter myndarinnar Starman frá árinu 1984 er í vinnslu, en myndinni verður leikstýrt og hún framleidd af Real Steel leikstjóranum Shawn Levy, samkvæmt frétt Entertainment Weekly. Handriti...

26.12.2014

Jolie Óbuguð á toppnum í USA

Útlit er fyrir að nýjasta mynd leikstjórans Angelina Jolie, stríðsmyndin Unbroken, ( Óbugaður )  verði í fyrsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum yfir hátíðarnar. Helsti keppinautur myndarinnar, samkvæmt Dead...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn