Hræðilegt framhald
Þó að fyrri myndinn hafi verið fín var þessi bara hræðilega léleg. Ég var að fara í bíó og gat annað hvort farið á Angels and Demons eða þessa mynd. Ég vildi frekar horfa á eitthv...
"When the lights go off the battle is on."
Þegar Náttúrusögusafninu sem Larry vinnur á sem næturvörður, er lokað tímabundið vegna lagfæringa og endurnýjunar eru allir safngripirnir settir í geymslu á hin ýmsu söfn...
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
HræðslaÞegar Náttúrusögusafninu sem Larry vinnur á sem næturvörður, er lokað tímabundið vegna lagfæringa og endurnýjunar eru allir safngripirnir settir í geymslu á hin ýmsu söfn í Washington, þar á meðal hið fræga Smithsonian-safn. Fyrir mistök verða Jedediah (Owen Wilson) og Octavius (Steve Coogan) eftir á Smithsoniansafninu þegar gripirnir eru fluttir til baka og ákveður Larry því að brjótast inn í safnið til að bjarga þeim burt þaðan. Það er þó hægara sagt en gert, því þar er að finna marga af merkilegustu safngripum heims, þar á meðal Ameliu Earhart (Amy Adams) og flugvélina sem hún flaug í þvert yfir Atlantshafið, Al Capone (Jon Bernthal) og sakaskránna hans og jafnvel rauðu skóna hennar Dóróteu í Oz. Og það sem verra er: allir 136 milljón hlutirnir á safninu eru sprelllifandi og alls ekki á þeim buxunum að láta Larry í friði í flóttatilraun sinni. Þarf hann því að kljást við sögupersónur allt frá Napóleon til Genghis Khan og jafnvel Darth Vader, vilji hann bjarga Jedediah og Octaviusi.



Þó að fyrri myndinn hafi verið fín var þessi bara hræðilega léleg. Ég var að fara í bíó og gat annað hvort farið á Angels and Demons eða þessa mynd. Ég vildi frekar horfa á eitthv...
Ég get nefnt a.m.k. þrjár ástæður af hverju fólk ætti að halda sér frá þessari mynd; Sú fyrsta er einfaldlega sú að fyrri myndin, þrátt fyrir að vera vinsæl, var aldrei neitt sérst...