Aðalleikarar
Leikstjórn
There can be only one
Fyrsta Highlander myndin er að mínu mati sú besta í seríunni. Sagan er áhugaverð, segir frá hinum ódauðlegu Hálendingum sem deyja aðeins ef höfuðið er látið fjúka og myndin sýnir okkur lokabaráttuna árið 1985 eftir mörg hundruð ára forsögu. Clancy Brown leikur virkilega ógnvekjandi Hálending og er mjög öflugur í hlutverki sínu og Sean Connery er einnig fínn í aðeins of litlu hlutverki þó. Það sama get ég ekki sagt um Christopher Lambert sem leikur aðalhlutverkið en hann er bara ekki nógu góður leikari, dregur myndina ekkert neitt mjög mikið niður samt. Myndin er svöl og endirinn er ferskur og tónlistin vel valin, öll þessi Queen lög passa fullkomlega við stílinn. Highlander er stórskemmtileg mynd og ætti skilið 8/10 í einkunn en hún feilar alveg á því að segja manni eitthvað en svona mynd þarf eiginlega að hafa einhver skilaboð, virðist vera sem að handritshöfundurinn hafi ekkert pælt í því. Highlander fær samt 7/10, hún er prýðileg skemmtun.
Fyrsta Highlander myndin er að mínu mati sú besta í seríunni. Sagan er áhugaverð, segir frá hinum ódauðlegu Hálendingum sem deyja aðeins ef höfuðið er látið fjúka og myndin sýnir okkur lokabaráttuna árið 1985 eftir mörg hundruð ára forsögu. Clancy Brown leikur virkilega ógnvekjandi Hálending og er mjög öflugur í hlutverki sínu og Sean Connery er einnig fínn í aðeins of litlu hlutverki þó. Það sama get ég ekki sagt um Christopher Lambert sem leikur aðalhlutverkið en hann er bara ekki nógu góður leikari, dregur myndina ekkert neitt mjög mikið niður samt. Myndin er svöl og endirinn er ferskur og tónlistin vel valin, öll þessi Queen lög passa fullkomlega við stílinn. Highlander er stórskemmtileg mynd og ætti skilið 8/10 í einkunn en hún feilar alveg á því að segja manni eitthvað en svona mynd þarf eiginlega að hafa einhver skilaboð, virðist vera sem að handritshöfundurinn hafi ekkert pælt í því. Highlander fær samt 7/10, hún er prýðileg skemmtun.
Jamm..Highlander...er...mín UPPÁHALDSMYND!!!
Ég veit að þetta er gömul mynd (tæknibrellur eru ekki eins raunverulegar og núna) og er það kannski eitt að því sem gerir hana svona skemmtilega. Og svo er auðvitað sagan í myndinni sem gerir þetta að þessari skemmtilegu mynd sem þetta er...;)
Þetta fjallar um Conner McCloud (Christopher Lambert), sem er ungur skoti á...ég held í byrjun 16.aldar, sem fer í bardaga og er drepinn...en svo kemur í ljós að hann er ódauðlegur og eru til fleiri ódauðlegir menn (líka konur, vil koma því fram) í heiminum, og fer maður í gegnum tímann með honum og sér sögu hans. Sean Connery er í þessari mynd sem Ramirez (held að þetta er rétt stafsett hjá mér). Allavega..er þetta ein af mínum allra uppáhaldsmyndum (1. Highlander..2.Robin Hood, Men in tights). Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð hinar Highlander myndirnar en ég er ánægð með sú fyrstu ;)
Þetta er ómissandi mynd að mínu mati...svona mynd sem maður getur horft á um kvöldið með vinunum(nema vinirnir eru ekki sáttir með classical myndir)...Ég mæli með henni..;) Ég gef henni 4 stjörnur fyrir klassa og þessi mynd eldist vel og er góð..;)
Þettar er þrusu góð spennumynd með Christopher lambert og Sean Connery.
Myndin fjallar um menn sem eru ódauðlegir nema þegar hausinn er tekinn af, og svo einn ódauðlegur eftir svo eru þeir keppast um að slátra hvor öðrum.
En þetta er fín mynd sem er hægt að leigja á næstu leigu og ég mæli eindregið með henni
Frábærlega pottþétt mynd. út á næstu leigu með þig og taktu hana þá ert þú vel sett/ur. Meira þarf ekki að segja.
Best er að líta á þessa mynd sem stórt tónlistarmyndband fyrir Queen, frábær tónlist, frábær frammistaða hjá Connery, Lambert og Clancy Brown. Lambert er ódauðlegur maður sem reynir að komast af, Connery er lærifaðir hans og Brown er annar ódauðlegur maður sem er að eltast við þá. Einhvert fyndnasta leikaraval ef miðað er við þjóðerni, Frakki leikur Skota og Skoti leikur Egypta.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Gregory Widen, Larry Ferguson, Peter Bellwood
Framleiðandi
20th Century Fox
Kostaði
$16.000.000
Tekjur
$12.885.193
Vefsíða:
Aldur USA:
R
VHS:
19. október 1999
- Connor: There can be only one.