Náðu í appið
Öllum leyfð

Lars and the Real Girl 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. mars 2008

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Óskarstilnefning. Önnur 2 verðlaun og 10 tilnefningar.

Lars Lindstrom (Ryan Gosling) er feiminn ungur maður sem býr í smábæ. Lars er mjög vinsæll í bænum, en kaupir af einhverjum ástæðum kynlífsdúkku sem hann kynnir sem kærustuna sína fyrir bróður sínum og mágkonu. Lars er fullkomlega alvara svo að vinir hans og ættingjar verða mjög áhyggjufullir og hafa samband við lækni bæjarins. Læknirinn vill meina... Lesa meira

Lars Lindstrom (Ryan Gosling) er feiminn ungur maður sem býr í smábæ. Lars er mjög vinsæll í bænum, en kaupir af einhverjum ástæðum kynlífsdúkku sem hann kynnir sem kærustuna sína fyrir bróður sínum og mágkonu. Lars er fullkomlega alvara svo að vinir hans og ættingjar verða mjög áhyggjufullir og hafa samband við lækni bæjarins. Læknirinn vill meina að allt sé í lagi með Lars þar sem hann eigi almennt auðvelt með mannleg samskipti og að ranghugmyndir hans sé merki um að hann sé að takast á við erfiðar tilfinningar. Með öðrum orðum, þá mælir læknirinn með því að ættingjar og vinir Lars taki þátt í ranghugmyndinni. Fréttir berast hratt í litlum smábæjum og brátt eru allir bæjarbúar farnir að taka tillit til Lars og koma fram við kynlífsdúkkuna sem alvöru manneskju. En hafði læknirinn rétt fyrir sér? Lars trúir því að samband hans við dúkkuna sé bæði náið og innihaldsríkt og það lítur ekki út fyrir að Lars lagist í bráð.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd var allt öðruvísi en ég bjóst við. Hún var seld sem grínmynd og ég bjóst við frekar silly mynd. Lars and the Real Girl er í raun nokkuð alvarlega mynd. Hún fjallar um mann sem býr í litlu bæjarfélagi sem á við geðræn vandamál að stríða og viðbrögð bæjarbúa við því. Hann kaupir sér sem sagt kvenmanns dúkku og heldur að hún sé alvöru manneskja. Það eru skopleg atvik við og við en maður hlær lítið. Hún er frekar hugljúf, án þess að vera of væmin. Allur leikur er til fyrirmyndar. Ryan Gosling (Half Nelson) sýnir aftur að hann er mikill talent. Án þess að hafa rannsakað þetta nánar þá efast ég ekki um að þessi sjúkdómur sé til í raun og veru, ef einhver veit betur má það gjarnan koma fram. Mér þetta mjög góð mynd en hún er líklega ekki fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Furðuleg skemmtun
Myndin nær að halda manni föngnum alveg frá upphafi til enda og hún er með rosalega rólegu yfirbragði. Það besta við myndina verður að segjast vera ótrúlegur leikur Ryan Gosling og fáránlega flott handrit, og er þessi mynd gott dæmi um það að undir góðri leikstjórn, handrits og leiks er hægt að gera hjartnæma sögu alveg sama hvert viðfangsefnið er.

Hversu fáránlegt viðfangsefnið er gerir manni bágt að skilja hana sem meira drama heldur en gamanmynd en henni tekst að koma því ansi vel á leiðarenda.

Eina sem fór í taugarnar á mér var hversu cheasy bærinn tókst á við þetta ástand hans, en allt í allt er þetta alveg frábær mynd. Frábært handrit og ótrúlegur leikur Ryan Gosling. 3 og 1/2 stjarna - 8.5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn