Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Walk Hard: The Dewey Cox Story 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. febrúar 2008

Life made him tough. Love made him strong. Music made him hard.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Gamanmynd um líf söngvarans goðsagnakennda Dewey Cox. Lögin hans voru fagnaðarefni heillar kynslóðar og hann var elskaður og dáður. Á lífsleiðinni svaf Cox hjá 411 konum, giftist þrisvar, eignaðist 22 börn og 14 stjúpbörn, fékk eigin sjónvarpsþátt, vingaðist við Presley og félaga og varð háður eiturlyfjum.

Aðalleikarar


Þetta plakat er Jim Morrison grín en myndin er öll Johnny Cash. Reyndar má segja að hún sé meira að gera grín að myndinni Walk The Line heldur en Cash sjálfum. Myndin er bókstaflega með sama söguþráð en sú mynd. Ég var með litlar væntingar en hún er miklu betri og fyndnari en ég bjóst við. John C. Reilly er mjög fyndinn náungi, það er enginn betri í að vera misheppnaður kúlisti en hann. Það þekkja kannski fáir leikstjórann Jake Kasdan en hann leikstýrði 5 Freaks and Geeks þáttum og snilldar mynd sem heitir Zero Effect. Note to self - þarf að sjá hana aftur. Til að krydda blönduna þá skrifar Judd Apatow handritið með Kasdan og með framleiðir. Í pínu eðal aukahlutverkum eru svo Jonah Hill, Paul Rudd og Justin Long.

Þessi mynd er eðal afþreying á virkum degi. Það eru þónokkrir öruggir hlátrar en kannski ekki þannig að maður veltist um. Húmorinn er mjög silly, Reilly t.d. leikur sjálfan sig 14 ára og sjötugan án þessa að breyta neinu nema hárinu. Horfið á trailerinn, ef þið hlæjið, sjáið myndina.

"The wrong kid died, the wrong kid died... "
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn