Náðu í appið
Bad Teacher

Bad Teacher (2011)

"She doesn't give an F..."

1 klst 32 mín2011

Sumum kennurum er bara alveg sama.

Rotten Tomatoes46%
Metacritic47
Deila:
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Sumum kennurum er bara alveg sama. Ein af þeim er Elizabeth. Hún er orðljót, óforskömmuð og óviðeigandi fyrir allan peninginn. Á skólatíma dettur hún í það eða reykir gras og bíður þess eins að finna ríkan mann svo hún geti hætt í því sem henni finnst vera skítavinna. Eftir að unnusti hennar lætur hana róa ákveður hún að einbeita sér að fullu að því að finna sér ríkan, myndarlegan mann – en svo heppilega vill til að einn slíkur að nafni Scott er nýbyrjaður að kenna við skólann. Helsti keppinautar hennar eru annar kennari, Amy og hugmyndin um fyrrverandi kærustu Scott, sem var í meira lagi brjóstgóð. Til að afla fjár fyrir brjóstaaðgerð (en þannig telur hún sig líklegri til að vinna hylli Scott) þarf versti kennari skólans að fá nemendur sína til að ná hæstu einkunnunum í skólanum. A uk þess þarf hún að losna við óþolandi leikfimikennarann Russell, keppinautinn A my og sína eigin vondu siði. Skólinn er settur.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Mosaic Media GroupUS

Gagnrýni notenda (1)

Grá gamanmynd sem vill vera svört

★★★☆☆

(ATH. Nokkrir helstu gallar myndarinnar koma ákveðnum "spoilerum" við, ef spoilera skyldi kalla. Myndin fer að vísu engar leiðir sem við vitum ekki af, en til öryggis vildi ég henda þessari ...