Liar Liar (1997)
"Trust Me"
Fletcher Reede, er lipurmæltur lögmaður, og hikar ekki við að ljúga ef það hjálpar málinu sem hann flytur, enda hefur hann notið mikillar velgengni í störfum sínum.
Öllum leyfð
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Fletcher Reede, er lipurmæltur lögmaður, og hikar ekki við að ljúga ef það hjálpar málinu sem hann flytur, enda hefur hann notið mikillar velgengni í störfum sínum. Hann er fráskilinn faðir, en hefur ítrekað látið starfið ganga fyrir því að verja tíma með syni sínum Max, og því ítrekað svikið loforð sem hann hefur gefið honum. Hámarki nær það þegar hann gleymir afmælinu hans. Það er einmitt á afmælinu sem Max fær nóg af pabba sínum og óskar þess kl. 8.15 að hjálpa pabba sínum að verða betri pabbi, og óskar sér þess að í einn heilan dag, verði pabbinn ófær um að segja ósatt. Þegar óskin rætist, getur Fletcher ekki annað en sagt sannleikann öllum stundum, sem getur reynst þrautin þyngri fyrir forfallinn lygara eins og Fletcher.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Jim Carrey var tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. Carrey vann einnig Blockbuster Awards og MTV awards.
Gagnrýni notenda (7)
Þetta er alveghreint æðisleg mynd sem sýnir hvernig sumt fólk er.....Jim Carrey sem að leikur hann Fletcher Reede er ekki maður sem allir myndu treista .. Hann er lögmaður ,er fráskilinn og ...
Skemmtileg grínmynd þar sem Jim Carrey leikur faðir sem lýgur alltaf. Það er nú frekar furðulegur söguþráður en hann er um það Jim Carrey lofar engu handa drengum sínum og drengurinn á...
Ekki besta mynd Jim Carrey, ekki besti leikur hans, en lang fyndnasta mynd hans. Myndin fjallar um Fletcher Reede sem er lygasjúkur lögmaður. Samband hans við fyrverandi eiginkonu sína og son han...
Ógeðslega fyndin mynd. Jim Carrey bregst ekki.
Hundrað prósent húmor! Þetta er hrein snilld! Þarf að segja eitthvað meira?
Sennilega besta mynd Jim Carrey ásamt Dumb and Dumber til þessa. Liar Liar og Dumb and Dumber eru einu myndirnar með honum sem hafa fallið í kramið hjá mér hingað til.

























