Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frábært framhald sem gefur forveranum ekkert eftir(þó ég fílaði 1. betur). Hér eru Michael J. Fox, Christopher Lloyd og Robert Zemeckis mættir aftur og blómstra eins og vanalega. Myndin er alveg verulega fyndin, flott gerð og meiriháttar skemmtun. Þó hún sé ekki betri en 1, ætla ég samt að skella á henni 4 stjörnur.
Eitthvað gerðist. Eitthvað vitlaust. Og nú ætlar Marty McFly að laga það. Sama snilld og fyrsta myndin, best því hún pikkar upp söguþráðinn þaðan sem sú fyrsta hætti. Gott framhald.
Back to the Future er framhaldið á forveranum og heppnaðist nokkuð vel, hefði getað floppað illilega en myndin hefur nýjar hugmyndir og virkar sem bíómynd. Ef þú vilt sjá þessa mynd og hefur ekki séð hana áður þá mæli ég með henni.
Eftir velheppnað erindi á árinu 2015 komast þeir Marty og Dr. Brown að því að erkióvinurinn Biff nokkur Tannen hefur komist yfir íþróttaalmanak og gefið sjálfum sér það í fortíðinni. Myndin er örlítið síðri en forveri sinn en samt ekki svo mikið. Fyrri myndin var vísindaskáldsaga í formi unglaingamyndar og má teljast klassík sem slík en þessi hefur dökkan stíl og hefur góðan smekk fyrir svörtum húmor og ótrúlegu hugmyndaflugi. Ef þér líkaði fyrri myndin verðuru alls ekki fyrir vonbrigðum með þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$40.000.000
Tekjur
$332.000.000
Aldur USA:
PG