Náðu í appið
Öllum leyfð

Back to the Future Part II 1989

(Back to the Future 2)

It's About Time.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 57
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur. Vann BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur.

Marty McFly er nýkominn heim úr fortíðinni, þegar klikkaði vísindamaðurinn sem fann upp DeLaurean tímavélina, Dr. Emmett Brown, mætir á svæðið til að ná í hann og senda hann til framtíðar. Marty þarf að bjarga málunum í framtíðinni, þar sem sonur hans er um það bil að lenda í fangelsi. Til allrar óhamingju þá fer ýmislegt á verri veg þegar framtíðin... Lesa meira

Marty McFly er nýkominn heim úr fortíðinni, þegar klikkaði vísindamaðurinn sem fann upp DeLaurean tímavélina, Dr. Emmett Brown, mætir á svæðið til að ná í hann og senda hann til framtíðar. Marty þarf að bjarga málunum í framtíðinni, þar sem sonur hans er um það bil að lenda í fangelsi. Til allrar óhamingju þá fer ýmislegt á verri veg þegar framtíðin fer að hafa áhrif á nútíðina. ... minna

Aðalleikarar


Frábært framhald sem gefur forveranum ekkert eftir(þó ég fílaði 1. betur). Hér eru Michael J. Fox, Christopher Lloyd og Robert Zemeckis mættir aftur og blómstra eins og vanalega. Myndin er alveg verulega fyndin, flott gerð og meiriháttar skemmtun. Þó hún sé ekki betri en 1, ætla ég samt að skella á henni 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eitthvað gerðist. Eitthvað vitlaust. Og nú ætlar Marty McFly að laga það. Sama snilld og fyrsta myndin, best því hún pikkar upp söguþráðinn þaðan sem sú fyrsta hætti. Gott framhald.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Back to the Future er framhaldið á forveranum og heppnaðist nokkuð vel, hefði getað floppað illilega en myndin hefur nýjar hugmyndir og virkar sem bíómynd. Ef þú vilt sjá þessa mynd og hefur ekki séð hana áður þá mæli ég með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir velheppnað erindi á árinu 2015 komast þeir Marty og Dr. Brown að því að erkióvinurinn Biff nokkur Tannen hefur komist yfir íþróttaalmanak og gefið sjálfum sér það í fortíðinni. Myndin er örlítið síðri en forveri sinn en samt ekki svo mikið. Fyrri myndin var vísindaskáldsaga í formi unglaingamyndar og má teljast klassík sem slík en þessi hefur dökkan stíl og hefur góðan smekk fyrir svörtum húmor og ótrúlegu hugmyndaflugi. Ef þér líkaði fyrri myndin verðuru alls ekki fyrir vonbrigðum með þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn