Náðu í appið
38
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hangover 2009

Frumsýnd: 10. júní 2009

Some guys just can't handle Vegas

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Gamanmynd sem gerist í Las Vegas þar sem þrír menn vakna helþunnir eftir rosalegasta steggjapartý aldarinnar. Þeir muna ekki neitt, brúðguminn er týndur og þeir verða að finna hann fyrir brúðkaupið.

Aðalleikarar

Hæpuð mynd
Það hafa næstum því allir í aldursflokknum 12-40 séð þessa mynd. Hot Tub Time Machine fékk ekki nærri því jafn mörg áhorf en er að mínu mati betri mynd en þessi. The Hangover er samt góð. Hún hefur marga kosti, þ.á.m. er húmorinn oftast mjög fyndinn en ekki DRULLUFYNDINN eins og allir eru að hæpa. Það er aldrei of langt í góða brandara en að mínu mati er það sem virkar best skemmtanagildið. Manni leiðist næstum aldrei og engin atriði eru langdregin eða leiðinleg. Leikararnir standa sig best en Zach Galifianakis stendur upp úr sem hinn skrítni Alan. Hann hífir myndinni upp og án hans voru hún ekki eins. Bradley er fínn leikari en ég er ekki hrifinn af persónunni hans né Doug. Stu er líka mjög fyndinn en var smá pirrandi á köflum.

Þessi mynd er perfekt myndin til þess að sjá með vinum og alveg fín en ekki eins góð og allir segja. Alveg eins og Avatar (sem er góð), er þessi mynd mjög ofmetinn og jafnvel gagnrýnendur gáfu henni mjög góða dóma sem ég skil ekki.

7/10
Fínaasta myndin en ekki meira en það
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta grínmynd 2009
The Hangover er án efa besta grínmynd 2009. Todd Phillips (Old School, Starsky & Hutch) toppaði sig með þessu meistaraverki. Algjör snilld.
Leikarahópurinn er til fyrirmyndar. Bradley Cooper (Wedding Crashers, Yes Man) er auðvitað bestur sem Phil. Ed Helms (Meet Dave, Evan Almighty) leikur Stu sem er án efa versti karakterinn. Zach Galifianakis (G-Force, Into the Wild) sér um grínið sem vitleysingurinn Alan. Justin Bartha (National Treasure myndirnar, The Rebound) leikur Doug og er fínn þótt að hann sé týnist snemma í myndinni. Heather Graham (Boogie Nights, Austin Powers: The Spy Who Shagged Me) er líka mjög góð sem stripparinn Jade.
Grínið er til fyrirmyndar og söguþráðurinn er snilld. Hló sérstaklega yfir myndasyrpunni í endanum.

Quote:
Stu Price: Don't let the beard fool you. He's a child!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Týpískt Amerískt
Eins og fyrirsögnin segir er þetta alveg týpísk Amerísk grínmynd,grínið höfðar helst til unglinga. Amerískur heilaþvottur eins og hann gerist bestur..greinilega byggð á myndinni "Dude,where's my car?" Ég hreinlega dauðsá eftir 500kallinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Náttúrulega geðveik!!!!
Guð minn almáttúgur!!!!!!! Þessi mynd er svakaleg! Sko, ég var ekki búin að sjá trailerinn, vissi að gaurinn úr Yes Men leikur í henni, vissi ekkert um hvað hún var, en hélt að að þetta væri en ein ameríska klisjan. En vá, hún hefur gott handrit, flottan leik og asnalega góðan húmor!!! Maður truflast af hlátri. Þetta er sami gaurinn og skrifað "Starsky & Hutch", sem var mjög léleg, en náði að bæta sig.....mjög mikið og það vel.

Söguþráðurinn er einfaldur, 4 menn fara til vegas, missa sig, vakna, einn er horfinn, verða að finna hann en þeir muna ekki neitt. Hversu fyndið er það? Handritið er æðislegt. Hefur flottan húmor en fjölbreytan. Hann er bæði pínu sick og líka asnalegur. Eina sem handritið mátti gera var að útskýra aðeins meira og kannski segja aðeins meira frá persónum myndarinar. Mátti vera aðeins lengri.

By the way, hvaðan kemur þessi hæna?

Tók einnhver annar eftir því persónan Alan var (sem er líka vel skrifaðasti karakterinn)? Ef þið takið smá eftir þá er hann mjög sérstakur karakter. En gallarnir sem ég er búin að nefna eru smágallar, ekkert til þess að væla yfir.

Öll myndin var mjög svöl og asnalega fyndin. Ég er ennþá glaður að hafa farið á hana og kom brosandi útúr bíóinu. Betri gaman-myndum sem hafa komið út á þessu ári, eiginlega besta. En eitt, afhverju setja myndina í digital sýningu? Þurftum við að heyra brandarana hærra? Annars, myndin er góð, mæli með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætis mynd
Ég fór á þessa mynd í bíói á fimmtudaginn algjörlega út af félagspressu var að búast við einhverri seth rogen legri mynd sem lætur mann hlæja annað slagið en er ekkert varið í. Ég varð fyrir skemmtilegri óvæntri ánægju þegar ég sá myndina. Það eru ekki margir frægir leikarar í henni fyrir utan heather graham en stóðu þeir sig með prýði. Hvert einasta atriði kom manni á óvart og vissi maður ekkert hvað myndi gerast næst. Maður þarf endrum og eins að horfa á svona skemmtilegar myndir til að koma sér í gott skap. Það komu allir brosandi út úr bíóinu og er enginn furða að þetta sé sumarsmellurinn í ár. Eina sem hefði mátt breyta við myndina er endirinn, ætla ekki að gefa hann upp hér í umfjölluninni en er hann að mínu mati of týpískur miðað við ótýpískan söguþráð.

Ég var ánægð að hafa séð þessa mynd og mæli með henni fyrir langflesta, á öllum aldri sem vilja skemmta sér í sumar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn