Náðu í appið
Dumb and Dumber

Dumb and Dumber (1994)

Dumb

"For Harry and Lloyd every day is a no-brainer./ What one doesn't have, the other is missing"

1 klst 47 mín1994

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne.

Rotten Tomatoes69%
Metacritic41
Deila:
Dumb and Dumber - Stikla
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Prime Video
Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi lífið að ganga honum í hag og loks virðist sem sú rétta sé sest í aftursætið. Lloyd segir henni allt af létta um innstu drauma og þrár og ótrúlegt en satt; loks hittir Lloyd manneskju sem hlustar þegar hann talar. Þetta er of gott til að geta verið satt og þegar á flugvöllinn er komið horfir Lloyd með tárin í augunum á eftir konunni sem hann elskar þar sem hún gengur um borð í vélina sem ætlar að flytja hana til Colorado. En kannski er ekki öll von úti því hún skilur skjalatöskuna sína eftir við afgreiðsluborðið. Lloyd lítur á þetta sem tákn um að enn sé von um að ástin sigri og tekur töskuna til handargagns staðráðinn í að elta ástina til Colorado. Hann veit ekki sem er að í töskunni er stórfé, lausnargjald sem konan skildi viljandi eftir til að leysa eiginmann sinn úr haldi mannræningja. Auðvitað sjá mannræningjarnir þegar fíflið tekur töskuna með peningunum þeirra. Lloyd og Harry halda hins vegar að grunsamlegu náungarnir sem skyndilega birtast heima hjá þeim séu rukkarar og leggja á flótta. Það er ekki mikið sem bindur þá í borginni þar sem allt gengur þeim á afturfótunum og þess vegna fellst Harry á að keyra vin sinn til Aspen í Colorado að skila skjalatöskunni til konunnar í von um að hún falli í stafi þegar Lloyd birtist með töskuna týndu. Þar sem gáfnaljósin tvö þekkja varla í sundur vinstri og hægri gengur ferðin skrykkjótt og einkennist af ótúlegum og heimskulegum uppátækjum þeirra en fyrir einhvert kraftaverk rata þeir loks á leiðarenda með skjalatöskuna og hitta þar fyrir elskuna - og mannræningjana.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (12)

Heimskur, heimskari

★★★★☆

Dumb and Dumber er mynd um tvo nautheimska vini sem eru algörir tossar og eru að flakka á milli starfa. Einn góðan veðurdag þegar Lloyd Christmas (Jim Carrey) vinnur sem Limo driver, kemur kún...

Ef það er einhver mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur þá er það þessi mynd. Tvímænalaust ein besta gamanmynd allra tíma og Carrey og Daniels eru báðir alveg geggjaðir í henni o...

Geggjuð mynd og frábær í alla staði eins og hún leggur sig. Þetta er barasta þrælfyndin mynd og ekkert múður með það!!!Þeir félagar Jim Carrey og Jeff Daniels eru hér að brillera svo...

★★★★★

Ef þú hefur gaman af rugluðum húmor ættir þú að horfa á þessa mynd. Þetta er með þeim betri grínmyndum sem ég hef séð, maður getur alltaf horft á hana aftur og aftur. Auk þess leik...

★★★★★

Argandi og gargandi snilld. Hér sýnir Jim Carrey eina af sýnum bestu hliðum ásamt því að lyfta Jeff Daniels með sér í þesari þrusu góðu gamanmynd. Myndin er um þessa tvö vitleys...

★★★★★

Þvílik snilld! Ég er örugglega búin að sjá þessa mynd 15 sinnum og samt hlæ ég alltaf jafnmikið. Þessa mynd ættu allir að sjá

Þetta er náttúrulega bara fyndnasta mynd allra tíma og mun vonandi eiga þann titil um aldur og ævi! Jim Carrey og Jeff Daniels eru bestu vinir í myndinni og ætla að setja á laggirnar Ormabú...

Jim Carrey og Jeff Daniels fara á kostum í þessari mynd um tvo heimska gaura sem eru að elta stelpu sem annar þeirra er hrifin af til þess að láta hana fó tösku. Ég get horft á þessa mynd...

Fyndnasta mynd sem hefur verið gerð. Gargandi snilld. Það er hægt að horfa á hana endalaust. Ég held að ég sé búinn að sjá hana svona 30 sinnum. "IT'S LIKE RUNNING IN AN INCREDIBLE SPEED...

Þetta er ógeðslega fyndin mynd. Hún fjallar um félagana Lloyd og Harry sem hafa verið aldavinir. Lloyd og Harry reyna að vinna að því að reyna að opna maurabúðina sína. Svo þegar Lloyd...

Framleiðendur

New Line CinemaUS
Motion Picture Corporation of AmericaUS

Verðlaun

🏆

Vann tvenn MTV verðlaun. Jim Carrey fyrir leik, og Carrey og Lauren Holly fyrir besta kossinn. Carrey einnig tilnefndur til Razzie verðlauna fyrir verstu frumraun.

Frægir textar

"Harry Dunne: Yeah I called her up, she gave me a bunch of crap about me not listening to her, or something, I don't know, I wasn't really paying attention. "

"Harry: Once we sucessfully mated a bulldog with a shitzu.
Mary: Really?
Harry: Yeah - we called it a bullshit. "