Náðu í appið
42
Öllum leyfð

Home Alone 1990

Justwatch

A Family Comedy Without The Family.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd: Lag John Williams texti Leslie Bricusse; Somewhere in My Memory. Einnig tilnefnd fyrir tónlist. Myndin og Macaulay Culkin fengu Golden Globe tilnefningu.

Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar fjölskyldan er á síðustu stundu að taka sig til fyrir ferðalagið til að ná út... Lesa meira

Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar fjölskyldan er á síðustu stundu að taka sig til fyrir ferðalagið til að ná út á flugvöll nógu tímanlega, þá gjörsamlega gleyma þau Kevin litla, sem núna er orðinn húsbóndinn á heimilinu. Hann nýtur þess að vera einn heima, fær sér pítsu og stekkur í rúmi foreldra sinna og draslar til. En þá kemst hann á snoðir um illa fyrirætlun tveggja innbrotsþjófa sem hyggjast brjótast inn í húsið á aðfangadagskvöld. Kevin er fljótur að hugsa og býr til allskyns gildrur fyrir þjófana, til að klekkja á þeim og koma þeim í hendurnar á lögreglunni.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Besta fjölskyldu-jólamyndin
Home alone er án efa besta jóla-fjölskyldumyndin, hún hefur þann hæfileika að koma manni í jólaskap og gerir það árlega fyrir marga.

Hún fjallar um Kevin McCallister (Macaulay Kulkin) sem er átta ára gamall í 7 manna fjölskyldu og finnst hann vera skilinn út undan og vera illa liðinn af fjölskyldu sinni.

En þá er það um jólin að fjölskylda hans og fjölskylda frænda hans eru að fara saman til frænda hans til Parísar yfir jólin. Kvöldið fyrir brottför eru allir stressaðir að pakka og borða áður en þau fara af stað, en þá er Kevin með stæla og er sendur upp á loft til að sofa. Það síðasta sem hann segir við mömmu sína er að hann vildi óska að hann byggi einn og væri ekki meðlimur í fjölskyldu sinni.

Næsta dag vaknar hann og fjölskyldan er horfin! Þau eru lögð af stað til Parísar og hafa gleymt honum heima og ná ekki að hringja í hann eða ná flugi heim strax.
Kevin skemmtir sér konunglega við að horfa á bannaðar myndir yfir ís með sykurpúðum og súkkulaðileðju. En fjörið endist stutt því að það eru ræningjar að brjótast inn í hverfið hans sem ætla sér að ræna húsið hans. En þá verður Kevin að verja húsið sitt.

Myndin er frábær og kemur manni til að brosa og í jólaskap á hverju ári. Macaulay Culkin var auðvitað besta barnastjarna síns tíma og lék hann hlutverk sitt í þessari mynd á mjög sannfærandi hátt.
Þetta er must see fyrir alla um jólin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kevin McCalister er strákur sem er að fara gera sig tilbúinn til að fara með fjölskyldu sinni í jólafríið. Þegar fjölskyldan er farin og Kevin kemst að því að þau gleymdu honum, fer allt í steik. Nú þarf hann að sjá um sig sjálfur og hefur engan til að passa sig. Annars staðar í bænum eru þeir félagar Harry og Lloyd(við skulum kalla þá það, bara man ekki hvað þeir hétu í augnablikinu) að fara hús til hús í leit að góðum ránfeng. Þegar þeir koma að húsi Kevins, er það í höndum hans að sjá um að húsið sé safe. Home Alone er alveg meiriháttar jólamynd, og kom leikaranum Macauly Culkin á kortið sem stórstjörnu. Joe Pesci og Daniel Stern eru frábærir í hlutverkum ræningjanna og mynda eitt fyndnasta tvíeyki sem sést hefur í gamanmynd. Það er orðið langt síðan ég sá þessa mynd síðast(var 10 síðast þegar ég sá hana), en maður man eftir hversu mikið maður emjaði af hlátri allan tímann sem myndin stóð. Home Alone er frábær gamanmynd og örugglega með bestu jólamyndum sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd. Macaulay Culkin er hreint og beint snilldarlegur. Joe Pesci fínn og Daniel Stern lala. Góð fjöldskylduskemmtun. Allir aðrir leikarar ofleika mikið. Þá meina ég MIKIÐ. Fyrir utan gaurinn sem lék gamla kallinn og hann John Candy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að vita eitthvað um þessa mynd þá verð nátturulega að segja um hvað þessi mynd er um. Myndinn fjallar um dreng sem gleymist heima hjá sér þegar öll fjöldskyldan fara í ferðalag. Á meðan í nágrenninu þá eru tveir ræningjar. Þeir ætla að ræna húsinu enn Kevin veit af þessu og hann ætlar aðeins að leika sér á þeim. Mér fannst nú þessi bara svona ágætis skemmtun og Kulkin er að standa sig vel í þessari mynd. Það er svo hallarislegt að Joe Pesci,já hann Joe Pesci leika kláran bófa í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta eru ágætis grínmynd þar sem Malculay Culkin mest þekkastur í þessari mynd. Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að vita eitthvað um þessa mynd þá verð nátturulega að segja um hvað þessi mynd er um. Myndinn fjallar um dreng sem gleymist heima hjá sér þegar öll fjöldskyldan fara í ferðalag. Á meðan í nágrenninu þá eru tveir ræningjar. Þeir ætla að ræna húsinu enn Kevin veit af þessu og hann ætlar aðeins að leika sér á þeim. Mér fannst nú þessi bara svona ágætis skemmtun og Kulkin er að standa sig vel í þessari mynd. Það er svo hallarislegt að Joe Pesci,já hann Joe Pesci leika kláran bófa í þessari mynd. Myndinn ætti nú að láta einhverja að brosa og suma gubba en mér fannst engu að síður þetta vera ágætis mynd og basta með það. Ég segi í endanum að þetta er ágætis grínmynd og er frekar á skemmtilega veginum. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.09.2020

Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduð...

30.04.2020

Þrjár klassískar John Hughes myndir á Netflix - „Sturlað óviðeigandi í dag“

Unglingamyndirnar frægu, The Breakfast Club, Sixteen Candles og Ferris Bueller’s Day Off, lentu nýverið á streymisveitu Netflix, en eins og glöggir vita koma allar þrjár úr smiðju kvikmyndagerðarmannsins John Hugh...

11.03.2020

Bölvun nostalgíunnar

Eftirfarandi grein er aðsend - Það er Sigríður Clausen sem skrifar: Þú þarft ekki að vera hellisbúi til að vita allt um endalausar endurgerðir. Þú kannt kannski að meta eina eða þolir ekki aðra. Þú getur kvartað...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn