Náðu í appið
Home Alone

Home Alone (1990)

"A Family Comedy Without The Family. "

2 klst 10 mín1990

Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi.

Rotten Tomatoes66%
Metacritic63
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar fjölskyldan er á síðustu stundu að taka sig til fyrir ferðalagið til að ná út á flugvöll nógu tímanlega, þá gjörsamlega gleyma þau Kevin litla, sem núna er orðinn húsbóndinn á heimilinu. Hann nýtur þess að vera einn heima, fær sér pítsu og stekkur í rúmi foreldra sinna og draslar til. En þá kemst hann á snoðir um illa fyrirætlun tveggja innbrotsþjófa sem hyggjast brjótast inn í húsið á aðfangadagskvöld. Kevin er fljótur að hugsa og býr til allskyns gildrur fyrir þjófana, til að klekkja á þeim og koma þeim í hendurnar á lögreglunni.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Hughes EntertainmentUS
20th Century FoxUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd: Lag John Williams texti Leslie Bricusse; Somewhere in My Memory. Einnig tilnefnd fyrir tónlist. Myndin og Macaulay Culkin fengu Golden Globe tilnefningu.

Gagnrýni notenda (5)

Besta fjölskyldu-jólamyndin

★★★★★

Home alone er án efa besta jóla-fjölskyldumyndin, hún hefur þann hæfileika að koma manni í jólaskap og gerir það árlega fyrir marga. Hún fjallar um Kevin McCallister (Macaulay Kulkin)...

Kevin McCalister er strákur sem er að fara gera sig tilbúinn til að fara með fjölskyldu sinni í jólafríið. Þegar fjölskyldan er farin og Kevin kemst að því að þau gleymdu honum, fer a...

Góð mynd. Macaulay Culkin er hreint og beint snilldarlegur. Joe Pesci fínn og Daniel Stern lala. Góð fjöldskylduskemmtun. Allir aðrir leikarar ofleika mikið. Þá meina ég MIKIÐ. Fyrir utan ...

Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að vita eitthvað um þessa mynd þá verð nátturulega að segja um hvað þessi mynd er um...

★★★★★

Þetta eru ágætis grínmynd þar sem Malculay Culkin mest þekkastur í þessari mynd. Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að v...