Náðu í appið
42
Öllum leyfð

Home Alone 3 1997

Justwatch

Frumsýnd: 19. desember 1997

It's bad news for bad guys... Again.

102 MÍNEnska

Fjórir tækninjósnarar, Beaupre, Alice, Jernigan og Unger, stela háleynilegri örflögu og fela hana í fjarstýringu fyrir leikfangabíl, til að komast með hana í gegnum tollinn á flugvellinum. Þegar ruglingur verður á farangri á flugvellinum, þá fær hin viðskotailla Frú Hess dótið og gefur nágranna sínum, hinum 8 ára gamla Alex það. Njósnararnir vilja... Lesa meira

Fjórir tækninjósnarar, Beaupre, Alice, Jernigan og Unger, stela háleynilegri örflögu og fela hana í fjarstýringu fyrir leikfangabíl, til að komast með hana í gegnum tollinn á flugvellinum. Þegar ruglingur verður á farangri á flugvellinum, þá fær hin viðskotailla Frú Hess dótið og gefur nágranna sínum, hinum 8 ára gamla Alex það. Njósnararnir vilja fá dótið aftur áður en viðskiptavinir þeirra verða reiðir, og ákveða að brjótast inn í öllum húsum í götunni þar sem Alex býr, til að reyna að finna örflöguna. En Alex er tilbúinn að taka á móti þeim ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Home alone myndirnar eru ekta jólamyndir þó að þær séu ekkert sérstaklega góðar. Núna eru þær víst orðnar fjórar og hef ég bara séð þrjár fyrstu og ætla ég að taka þriðju myndina hér fyrir núna. Ég verð að segja að mér finnst hún hvorki verri né betri en forverarnir(forverar bara að titlinum til....svo að þið vitið það) en þó kann ég mun betur við piltinn sem fer með aðalhlutverkið hér heldur en Mac Kulkin sem ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af. Þessi mynd er náttúrulega barnamynd og steypa, steypa og aftur steypa en samt hafði ég örlítið gaman af henni og var ég jafnvel að spá í að gefa henni tvær og hálfa stjörnu en minnkaði það samt niður í tvær sléttar eftir að hafa melt hana aðeins sökum þess hvað hún er alveg ótrúlega heimsk og ósannfærandi og krimmarnir fjórir.....þarf að segja meira?! Jújú, myndin fær hrós fyrir þessa grunnhugmynd, krakki sem finnur tölvukubb í leikfangabíl og aðilarnir sem týndu kubbinum rekja hann(á einhvern undarlegan hátt) til úthverfis í Chicago og krakkinn setur upp gildrur, já en það er bara ekki unnið alveg nógu vel út úr þessu. Home alone 3 er ágætis skemmtun aðallega fyrir það hversu fjörug og hress hún er. Ég er ósammála flestum með það að hún sé eitthvað hræðileg en frábær er hún ekki heldur. Tvær stjörnur á ræmuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sko, ef bófar stela öflugri míkróflögu og eiga að kunna á hana hvernig sleppa þeir ekki framhjá 8 ára væskli. Culkin gat leikið og það vel en G-VÖÐ þessi nýji er alltof alltof ýktur.

Síðast voru heimskir bófar vs. Greindur strákur, nú

Greindir bófar vs. Heimskur Strákur. 1 og 2 eru klassískar fjölskyldumyndir en þessi ja hún fellur undir ekkert. Hún er bara léleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Því miður, en þessi mynd er hreinlega bara algjör mistök. Fyrstu tvær voru nú semsagt bara ágætis skemmtarnir en þessi... maður lifandi,þetta er mistök. Allt aðrir leikarar sem standa sig hörmulega og þarf ég nokkuð að lýsa söguþráðnum? Myndinn er um að nýji kevin er veikur. Það eru proffa krimmar sem ræna húsum og þeir ætla að ræna hans húsi enn hann gerir eins og í öllu myndunum, lætur gildru á þá. Ástæðan af ég gef henni hálfa er einföld, ég hló af einu atriði, búið!Krakkinn er svo leiðinlegur og bófarnir eru svo nautheimskir að það er ekki eðlilegt. Fimm proffabófar að tapa fyrir einum átta ára heimskum stráki? Í hinni voru þeir heimskir og GAMLI Kevin var ekki svo vitlaus. Fyrir þá sem fíla eitt og tvö, horfið á myndirnar aftur. Þú getur haft maraþon með vinum þínum á númer eitt og tvö og það er miklu betra heldur en þessi. Lokaorð mín eru: Þessi mynd á skilið að vera ömurleg barna mynd þar sem kúkur og piss brandararnir fara í botn. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nei og aftur nei. Þessi mynd var hræðileg. Hvað eru þeir að pæla að gera Home Alone 3? Home Alone var mjög góð og Home Alone 2 var fín. Reyndar var Homa Alone 2 bara Home Alone aftur, hún var nákvæmlega eins. En þessar tvær voru alveg nóg. En því miður þurfti að gera aðra mynd. Þvílíkt og annað eins klúður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis fjölskyldumynd, mikið fjör mikið gaman. Þessi strákur sem hér leikur er miklu skemmtilegri en dekurdýrið sem lék í hinum tveimur myndunum. En ég bið bara um eitt: ekki fleiri Home Alone myndir, þetta er orðið ágætt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn