Aðalleikarar
Handrit
Skemmtileg en ekkert sérstaklega minnug
101 Dalmatians (eða Hundalíf á íslensku) var fyrsta Disney myndin á versta tímabili teiknimyndanna ('60-'80) og það sést, VEL. Strax í fyrsta atriðinu, eftir næstum því þriggja og hálfs mínútna byrjun, sést að myndin var ekki dýr í rekstri og þeir sem sáu um að teikna hana voru ekki að vanda sig rosalega mikið við smáatriðin. Það er í raun hræðilegt að sjá muninn á þessari mynd og hvernig tæknin var í fyrstu Disney-myndunum
Það er frekar erfitt fyrir mig að gagnrýna myndina enda er hún hræðilega mikil nostalgia hjá mér. 101 Dalmatians var ein af fáum Disney-myndum sem ég átti (með Lion King, Toy Story 2 og A Bug's Life) og horfði ég endalaust á þær þegar ég var ungur og hafði alltaf jafngaman af. Hún hefur ágætt skemmtanagildi fyrir börn en eftir því sem ég varð eldri lækkaði hún soldið í áliti hjá mér.
Helsta ástæðan af hverju myndin hefur lækkaði í áliti hjá mér eru karakterarnir. Flestir af þeim, þrátt fyrir að vera ekki leiðinlegir, eru frekar þurrir. Myndin hefur sem betur fer nokkra góða aukakaraktera, hvort sem þeir voru góðir eða vondir. Horace og Jasper hafði ég gaman af og sömuleiðis Cruella DeVil (frábær hlátur). Á meðan hún hefur kannski ekki versta plan af illmenum frá Disney hefur hún ágætlega ógeðslegt og, á sinn hátt, persónulegra plan: að drepa 99 hvolpa til að gera pelsa. Hefði ekki verið betra að ræna/kaupa færri og látið þá stækka? Eitt af því sem ég hafði gaman af henni var að hún reyndi að halda sér rólegri í mörgum atriðum en vegna þess hversu óþolinmóð, auðvelt er að móðga hana og að hún er... tja, sjúk, þá endar hún á því að missa sig og endar í klæmaxinu að vera fullkomlega brjáluð á bílnum sínum með fjögurra metra vélina ("Crazy women driver").
Myndin er góð skemmtun. Hún er reyndar ekki löng, en ekkert atriði var of langdregið eða leiðinlegt. Það var gaman að fylgjast með öllum dýrunum reyna að bjarga hvolpunum (þó reyndar að geltin þeirra verða mjög pirrandi). Hún hefur slapstick, en húmorinn einkennist ekki eingöngu að því. Síðan hef ég alltaf gaman af breskum hreimum.
Útlitið er langversta sem Disney kom með á þessum tíma, og kaldhæðnislega er þetta nýjasta myndin frá þeim. Jafnvel þótt sumar myndir á gullaldartímabilinu náðu ekki að græða, þá var samt settur metnaður í myndirnar og það sést vel. Hérna hinsvegar ekki. Bakgrunnurinn er nær aldrei góður og á tíma hörmulegur. Maður getur oft séð skissulínurnar í gegn og stundum virðast litararnir ekki nenna að breyta um lit (í einu atriði var krani í samalit og veggurinn, ljósbrúnn).
Yfit heildina litið er myndin oft löt en hefur samt gott skemmtanagildi, enda næst vinsælasta Disney myndin fyrir utan Snow White (enda hefur 101 Dalmatians fimm sinnum verið send í kvikmyndahús). Ég held að hún eigi skilið lága sjöu.
7/10
101 Dalmatians (eða Hundalíf á íslensku) var fyrsta Disney myndin á versta tímabili teiknimyndanna ('60-'80) og það sést, VEL. Strax í fyrsta atriðinu, eftir næstum því þriggja og hálfs mínútna byrjun, sést að myndin var ekki dýr í rekstri og þeir sem sáu um að teikna hana voru ekki að vanda sig rosalega mikið við smáatriðin. Það er í raun hræðilegt að sjá muninn á þessari mynd og hvernig tæknin var í fyrstu Disney-myndunum
Það er frekar erfitt fyrir mig að gagnrýna myndina enda er hún hræðilega mikil nostalgia hjá mér. 101 Dalmatians var ein af fáum Disney-myndum sem ég átti (með Lion King, Toy Story 2 og A Bug's Life) og horfði ég endalaust á þær þegar ég var ungur og hafði alltaf jafngaman af. Hún hefur ágætt skemmtanagildi fyrir börn en eftir því sem ég varð eldri lækkaði hún soldið í áliti hjá mér.
Helsta ástæðan af hverju myndin hefur lækkaði í áliti hjá mér eru karakterarnir. Flestir af þeim, þrátt fyrir að vera ekki leiðinlegir, eru frekar þurrir. Myndin hefur sem betur fer nokkra góða aukakaraktera, hvort sem þeir voru góðir eða vondir. Horace og Jasper hafði ég gaman af og sömuleiðis Cruella DeVil (frábær hlátur). Á meðan hún hefur kannski ekki versta plan af illmenum frá Disney hefur hún ágætlega ógeðslegt og, á sinn hátt, persónulegra plan: að drepa 99 hvolpa til að gera pelsa. Hefði ekki verið betra að ræna/kaupa færri og látið þá stækka? Eitt af því sem ég hafði gaman af henni var að hún reyndi að halda sér rólegri í mörgum atriðum en vegna þess hversu óþolinmóð, auðvelt er að móðga hana og að hún er... tja, sjúk, þá endar hún á því að missa sig og endar í klæmaxinu að vera fullkomlega brjáluð á bílnum sínum með fjögurra metra vélina ("Crazy women driver").
Myndin er góð skemmtun. Hún er reyndar ekki löng, en ekkert atriði var of langdregið eða leiðinlegt. Það var gaman að fylgjast með öllum dýrunum reyna að bjarga hvolpunum (þó reyndar að geltin þeirra verða mjög pirrandi). Hún hefur slapstick, en húmorinn einkennist ekki eingöngu að því. Síðan hef ég alltaf gaman af breskum hreimum.
Útlitið er langversta sem Disney kom með á þessum tíma, og kaldhæðnislega er þetta nýjasta myndin frá þeim. Jafnvel þótt sumar myndir á gullaldartímabilinu náðu ekki að græða, þá var samt settur metnaður í myndirnar og það sést vel. Hérna hinsvegar ekki. Bakgrunnurinn er nær aldrei góður og á tíma hörmulegur. Maður getur oft séð skissulínurnar í gegn og stundum virðast litararnir ekki nenna að breyta um lit (í einu atriði var krani í samalit og veggurinn, ljósbrúnn).
Yfit heildina litið er myndin oft löt en hefur samt gott skemmtanagildi, enda næst vinsælasta Disney myndin fyrir utan Snow White (enda hefur 101 Dalmatians fimm sinnum verið send í kvikmyndahús). Ég held að hún eigi skilið lága sjöu.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Hamilton Luske, Wolfgang Reitherman, Emilio Estefan
Handrit
Vefsíða:
movies.disney.com/101-dalmatians-1961
Aldur USA:
G