Ofurhetja með svala krafta og fjölskyldu

DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt.

Um er að ræða fyrstu leiknu ofurhetjumynd DC þar sem aðalpersónur eru af suður-amerísku bergi brotnar.

Blue Beetle fylgir fast á hæla annarra nýlegra DC mynda eins og Shazam! Fury of the Gods og The Flash og hefur verið að fá fína dóma í erlendum miðlum, þar á meðal þrjár stjörnur af fimm í bæði USA Today og The Guardian.

Leikur í Cobra Kai

Með hlutverk Blue Beetle fer Cobra Kai leikarinn Xolo Maridueña. Leikstjóri er Ángel Manuel Soto og eins og USA Today segir frá þá ætti myndin að líta kunnuglega út fyrir þá sem sáu Spider-Man: Homecoming, Black Panther og jafnvel Iron Man, en þó er það óvæntur vinkill að hluti af ofurteymi hetjunnar eru foreldrar hans og amma í staðinn fyrir Batman og Wonder Woman!

Blue Beetle (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 78%

Hinn nýútskrifaði Jaime Reyes kemur heim, fullur eftirvæntingar fyrir framtíðinni, en kemst að því að ekki er allt sem sýnist heima fyrir. Um leið og hann veltir fyrir sér hlutverki sínu og tilgangi grípa örlögin inn í þegar Jaime er skyndilega með í höndunum fornan ...

Sagan hefst með því að Jaime Reyes (Maridueña) snýr heim í Palmera City með háskólagráðu upp á vasann, spenntur fyrir framtíðinni en fær nær samstundis slæmar fréttir: Móðir hans Rocio og hjartveiki pabbinn Alberto, hafa lokað bifreiðaverkstæðinu og eru í þann veginn að fara að missa húsið vegna yfirgangs stórfyrirtækisins Kord Industries og forstjóra þess, hinnar drottnunargjörnu Victoria Kord sem Susan Sarandon leikur.

Kurteisari frænka

Jaime hittir fyrir tilviljun mun kurteisari frænku hennar, Jenny Kord, sem býðst til að hjálpa honum að finna vinnu við ræstingar hjá Kord fyrirtækinu svo hann geti séð fyrir fjölskyldu sinni. En hlutirnir breytast snögglega þegar hann, í staðinn fyrir að fara í atvinnuviðtal, fær frá henni glitrandi helgigrip sem vill til að er verðmæt líftæknigeimvera.

Hinn forvitni Jaime tekur bjölluna úr boxinu og þetta geimskordýr velur hann umsvifalaust sem hýsil sinn. Þar með fær Jamie ofurhetjubúning og allskonar flotta krafta.

Það þarf auðvitað ekki að minnast á það en að sjálfsögðu gerir hin illa Victoria allt sem hún getur til að ná kröftunum til baka af Jamie.