Óskarinn 2025: Kvikmyndir tilnefndar sem besta mynd

Búið er að tilkynna um Óskarstilnefningar 2025. Verðlaunin verða veitt 3. mars í Dolby® leikhúsinu í Hollywood.

Hér fyrir neðan eru myndirnar tíu sem fengu tilnefningu sem besta mynd ársins 2024.

Anora (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 94%

Anora er ung vændiskona frá Brooklyn sem hittir son rússnesks ólígarka og giftist honum í skyndi. Þegar fréttirnar berast til Rússlands taka foreldrar eiginmannsins unga þessu illa og fara til New York til að reyna að ógilda ráðahaginn....

Sex Óskarstilnefningar.

The Brutalist (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 93%

Hinn framsækni arkitekt László Tóth kemur til Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöldina til að skapa sér nýja framtíð, og hefja nýtt líf með eiginkonu sinni, en þau skildust að í stríðinu vegna breytinga á landamærum í Evrópu. Hann sest að í Pennsylvaníu þar sem hinn ...

Tíu Óskarstilnefningar. Þrenn Golden Globes verðlaun, besta dramamynd, Adrian Brody sem besti leikari og besta leikstjórn.

A Complete Unknown (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 77%

Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota og risi hans til frægðar og frama....

Átta tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. Timothée Chalamet fyrir hlutverk Bob Dylan.

Conclave (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 93%

Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á ...

Átta Óskarstilnefningar. Tólf tilnefningar til BAFTA verðlauna.

Dune: Part Two (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 92%

Í þessari framhaldsmynd af Dune er sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlaga ...

Fimm Óskarstilnefningar, þ.á.m. sem besta mynd ársins.

Emilia Pérez (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4

Æsispennandi glæpasaga þar sem fylgjumst með eiturlyfjabarón sem á þá ósk heitasta að hefja nýtt líf sem kona....

Þrettán Óskarstilnefningar. Fern Golden Globe verðlaun, þ.á.m. sem besta gaman/söngvamynd. Fékk dómnefndarverðlaunin í Cannes 2024. Fimm verðlaun á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum, sem besta mynd ársins, fyrir besta handritið, bestu leikstjórn, bestu leikkonu og bestu klippinguna.

I'm Still Here (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.9

Einræðisstjórnin í Brasilíu nær hæstu hæðum á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar. Paiva fjölskyldan, Rubens, Eunice og fimm börn þeirra, búa við ströndina í Rio. Dag einn er Rubens sóttur í yfirheyrslu og snýr ekki til baka. ...

Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, þ.á.m. sem besta mynd ársins.

Nickel Boys (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 90%

Saga innilegrar vináttu tveggja svartra unglingsstráka sem eru vistaðir á upptökuheimilinu alræmda The Dozier School for Boys í Flórída í Bandaríkjunum, en skólinn var þekktur fyrir grimmilega misnotkun á nemendum. ...

Tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna.

The Substance (2024)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 89%

Stórstjarna sem er farin að missa flugið, ákveður að nota svartamarkaðslyf, frumu-skiptaefni sem býr tímabundið til yngri og betri útgáfu af henni sjálfri....

Fimm Óskarstilnefningar. Demi Moore fékk Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn.

Wicked (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 88%

Elphaba, ung kona sem er útskúfuð og misskilin því hún fæddist með græna húð, og Glinda, vinsæl forréttindastúlka úr borgarastétt, kynnast í Shiz háskólanum í Oz og verða góðar vinkonur. Þær eru ólíkar og það reynir á vináttu þeirra en örlög þeirra eru að verða ...