Rambo númer eitt

Sylvester Stallone gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi í nýjustu kvikmynd sinni Rambo: Last Blood, en þetta er fimmta kvikmyndin um harðnaglann Rambo, sem hefur lumbrað á vondu fólk víða um heiminn í gegnum tíðina. Hann tekur nú mexíkóskt dópgengi til bæna.

Upp með hendur!

Toppmynd síðustu tveggja vikna, It Chapter Two, þarf að sætta sig við annað sætið þessa vikuna, og í þriðja sæti er önnur ný mynd, Downton Abbey, um breskt hefðarfólk á síðustu öld.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, en það er 47 meters Down – Uncaged, um konur í hákarlabúri.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: