Topp tíu Jólamyndir 21. aldarinnar

Þegar kemur að því að velja topplista yfir bestu Jólamyndir þessarar aldar, þeirrar 21., þarf að líta til mynda sem hafa hreyft við áhorfendum með hátíðleika, góðum söguþræði og getu til að fanga hinn sanna anda Jólanna.

Listinn hér að neðan inniheldur nokkuð ólíkar myndir, bæði innilegar og hlýjar fjölskyldumyndir og sömuleiðis myndir sem fjalla með beinum hætti um inntak Jólahátíðarinnar. Allar hafa þær öðlast sinn sess í bíósögunni sem sannkallaðar Jólamyndir sem koma öllum í Jólaskap.

Kíktu á listann hér fyrir neðan:

Elf (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 86%

Buddy var á munaðarleysingjahæli sem barn en stalst í burtu í poka jólasveinsins og endaði á norðurpólnum. Seinna, þegar hann er orðinn fullvaxinn maður, sem óvart var alinn upp af álfum, þá leyfir jólasveinninn honum að koma með sér til New York til að finna föður sinn, ...

Love Actually (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 64%

Hér segir frá nokkrum ólíkum persónum sem þekkjast og tengjast mismikið sín á milli en eiga það allar sameiginlegt að vera að leita að hinni einu sönnu ást. En eins og allir vita eru vegir ástarinnar órannsakanlegir og það eiga allar þessar persónur eftir að upplifa, hver á ...

The Polar Express (2004)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 56%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um ungan dreng sem fer um borð í kraftmikla töfralest á aðfangadagskvöld á leið til norðurpólsins og heim til jólasveinsins. Það sem fylgir í kjölfarið er ævintýri um dreng sem efast, en lendir í miklum ævintýrum á leiðinni, þar sem hann kynnist sjálfum sér ...

Arthur Christmas (2011)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Artúr bjargar jólunum afhjúpar loksins leyndarmálið sem öll börn hafa velt fyrir sér; hvernig í ósköpunum fara jólasveinarnir að því að afhenda allar þessar gjafir á einni nóttu? Skýringin: Úthugsað skipulag og hátæknivædd starfsemi, vel falin fyrir okkur hinum. Í ...

The Holiday (2006)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 50%
The Movie db einkunn6/10

Iris er ástfangin af manni sem er að fara að giftast annarri konu. Hinum megin á hnettinum áttar Amanda sig á því að sambýlismaður hennar hefur verið henni ótrúr. Konurnar hafa aldrei hist og búa langt í burtu frá hvorri annarri, en hittast á netinu á húsaskiptavefsíðu, og ...

Klaus (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Þegar eitt góðverk er unnið, fylgir alltaf annað í kjölfarið, jafnvel langt úti á Norðurslóðum. Þegar nýi bréfberinn í Smeerensburg, Jesper, verður vinur leikfangasmiðsins Klaus, þá bræða gjafir þeirra aldar gamla misklíð, og fullir sleðar af gjöfum fylgja yfir ...

A Christmas Carol (2009)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 52%

Jólasaga Charles Dickens, í nýjum búningi. Þessi sígilda saga segir frá Ebenezer Scrooge , bitrum gömlum manni sem þolir ekki jólin og allt tilstandið í kringum þau. Bæjarbúum er illa við hann og hann er ekkert alltof vinsamlegur við fólkið í kringum sig. En á jólanótt ...

Bad Santa (2003)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 78%

Myndin segir frá tveimur svindlurum sem fara í ferðalag og flakka á milli verslanamiðstöðva klæddir sem jólasveinn og álfur. Í staðinn fyrir að breiða út fagnaðarerindi og gleði, þá er markmið tvíeykisins að ræna hvern einasta stað sem þeir koma á, sem verður flókið ...

Billy Bob Thornton var tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn.

The Christmas Chronicles (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 68%
The Movie db einkunn7/10

Saga systkinanna Kate og Teddy Pierce, en þau ætla að reyna að taka ljósmynd af Jólasveininum, en sú tilraun breytist í óvænta ferð sem flest börn dreymir um....

Frozen (2013)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um konungsdæmi þar sem eilífur vetur ríkir, vegna álaga sem Snjódrottningin Elsa lagði á landið. Anna er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að takast á hendur ferðalag til að finna Elsu ( það vill til að hún er einnig systir hennar ) og binda enda á ...

Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd og fékk Óskarinn fyrir besta frumsamda lag í bíómynd: "Let It Go" eftir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez