Will Ferrell sagði í viðtali fyrir stuttu að hann væri alfarið hættur að leika í íþróttamyndum, en til þessa hefur hann gert m.a. Kicking & Screaming (knattspyrna), Semi-Pro (körfubolti), Blades of Glory (skautar) og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby (kappakstur).
,,Ég held ég sé búinn með kvótann, ég ætla ekki að leika í annarri íþróttamynd nokkurntímann aftur.“ sagði Will Ferrell í óformlegu viðtali á golfmóti sem haldið var af bræðrafélaginu hans úr háskóla. Hann hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir leika nánast einungis í kvikmyndum tengdum íþróttum eftir velgengni hans í Anchorman árið 2004.
Nýjasta mynd Ferrell, Step Brothers hefur notið velgengni bæði vestanhafs og hérlendis, en næsta mynd hans ber nafnið Land of the Lost og er gamanmynd með ævintýralegu ívafi.

