Við greyndum frá því fyrir nokkrum mánuðum að safn Friðriks Þórs Friðrikssonar væri á leiðinni á DVD og nú greindi Sena frá því að þær séu komar út. Þetta virðist þó ekki vera pakki eins og ég hélt í fyrstu, heldur eru þær seldar stakar og hef ég ekki enn séð verðið á þeim. Þær myndir sem eru endurútgefnar eru Börn náttúrunnar og Englar alheimsins, en þær komu líka á DVD fyrir nokkrum árum. Á köldum klaka og Djöflaeyjan hafa verið gefnar út erlendis og eru því nú á fyrsta sinn til á íslenskum DVD diski. Og nú í alveg fyrsta sinn á DVD eru Rokk í Reykjavík, Skytturnar og Bíódagar. Nýjustu myndirnar hans (Fálkar og Næsland) voru ekki á listanum frá Senu.
Tengdar fréttir
29.5.2008 Friðrik Þór og Heilsubælið á DVD

