Mínar uppáhalds jólamyndir

Nú eru jólin bara handan við hornið og menn stressa sig enn á jólainnkaupunum eflaust (þ.á.m. ég).
Annars,
þá fannst mér tilvalið að koma með upptalningu á góðum jólamyndum (að mínu mati þá).
Sem bíóunnandi er mikilvægt að maður láti sig hafa það að njóta góðra jólamynda.

Hér eru mínar 10 uppáhalds jólamyndir (í engri sérstakri röð)

Batman Returns

Myrk, skepnuleg en svakalega Burton-leg bíómynd sem gerist á jólunum.
Út af einhverjum óskiljanlegum ástæðum finnst mér þetta vera frábær
jólamynd, eins skemmd og hún er. Get alltaf horft á hana. Tónlist
Elfmans er stórfengleg.

Bad Santa

Klúr, smekklaus og rosalega „mean-spirited.“ Svakalega óhefðbundin jólamynd, en
stórlega vanmetin að mínu mati.

Elf

Skemmtileg, notaleg og nokkuð fyndin mynd með virkilega sætum boðskap.  Ég mæli samt engan veginn með íslensku þýðingunni.

The Nightmare Before Christmas

Algjör
klassík. Vitaskuld. Önnur Burton-lega myndin á listanum. Frábær
tónlist, skemmtilegar persónur, góð saga og brilliant hugmyndaflug sem
liggur á bakvið hana.

Kiss Kiss, Bang Bang

Sérkennileg en stórfyndin satíra. Virkar sem jólamynd einnig. 

Die Hard 2

Yndislega „jólaleg“ bíómynd. Meira svo heldur en fyrri myndin. Þó svo að DH2
fjalli um hryðjuverk og töffaraskap þá er jólaandinn til staðar út alla myndina. Endaskotið segir allt.

– Christmas Vacation

Það
finnst hvergi svona listi án þess að tvær ákveðnar myndir séu á honum,
og þessi er önnur þeirra. Ég er ekki á þeirri skoðun að þessi sé
einhver snilld, en hún er mjög skemmtileg og klárlega sú besta í
Vacation-seríunni.

Love Actually

Þessi
mynd er sjúklega skemmtileg og ótrúlega hlý. Ein af þessum feel-good
myndum sem að skilur mann eftir með bros á vör og verður aldrei væmin.
Breskur húmor í þokkabót og mikill, MIKILL jólafílingur… Já, þessi
jákvæði. Ef þið viljið eiga kósíkvöld með makanum yfir jólin, þá er
þetta svo sannarlega rétta myndin til að virka á bæði kynin!

Hostile Hostages

Í
mínu safni kallast þessi mynd The Ref, en heitir Hostile Hostages í
evrópu. Ég veit ekki hversu margir muna eftir þessari mynd, en mér
finnst hún svakalega fyndin. Denis Leary, Judy Davis og semi-ungur
Kevin Spacey fara hreinlega á kostum í ótrúlega brenglaðri svartri
kómedíu sem gerist á misheppnuðu aðfangadagskvöldi.

Die Hard

Bæði ein besta hasarmynd allra tíma sem og jólamynd. Klassík!

Það væri nett að fá athugasemdir yfir hvaða jólamyndir þið fílið.
Ekki hika við að senda mér komment á tommi@kvikmyndir.is.

Næst kemur síðan listi yfir verstu jólamyndirnar.