Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Batman Returns 1992

(Batman 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Bat, the Cat, the Penguin

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur og förðun.

Eftir að hafa borið sigurorð af Jókernum etur Batman nú kappi við nýjan óvin, Mörgæsina - mann sem vill verða viðurkenndur inn í samfélagslíf Gotham borgar. Hinn spillti athafnamaður Max Schreck er kúgaður til að hjálpa honum að verða borgarstjóri Gotham og þeir reyna báðir að spilla um fyrir Batman. Áður hafði það gerst að Selina Kyle, ritara Max,... Lesa meira

Eftir að hafa borið sigurorð af Jókernum etur Batman nú kappi við nýjan óvin, Mörgæsina - mann sem vill verða viðurkenndur inn í samfélagslíf Gotham borgar. Hinn spillti athafnamaður Max Schreck er kúgaður til að hjálpa honum að verða borgarstjóri Gotham og þeir reyna báðir að spilla um fyrir Batman. Áður hafði það gerst að Selina Kyle, ritara Max, var hent fram af byggingu. Við það breytist hún í kattarkonuna, Catwoman - dularfulla veru sem á við sömu persónuleikabrenglun að stríða og Batman. Batman þarf að hreinsa nafn sitt og ákveða hvað í ósköpunum hann á að gera við kattarkonuna.... minna

Aðalleikarar

Tekur hetjuna í mjög djarfar áttir
Jú jú, The Dark Knight er án efa bestasta og myrkasta Batman-myndin sem hefur nokkurn tímann litið dagsins ljós þegar þessi texti er ritaður, en ef um væri að ræða hvaða mynd um Leðurblökumanninn væri sú kaldasta, óvenjulegasta og grimmasta, þá held ég nú að Batman Returns sé ótvíræður sigurvegari. Ég get ekki annað en verið nokkuð hissa yfir því hversu eðlilega ég hef komið út uppeldislega séð, þrátt fyrir að hafa séð þessa mynd 5 ára að aldri í fyrsta sinn, og þá í BÍÓ, fjandinn hafi það.

Myndin er hlaðin þemum og atriðum sem maður sér venjulega ALDREI NOKKURN TÍMANN í ofurhetjumynd sem er ekki bönnuð nema innan 13 ára í heimalandi sínu. Listinn er jafn langur og hann er sérkennilegur, en yfir lengdartímann fáum við t.d. senu þar sem fólk kastar barnavöggu ofan í holræsi, fjölmargar morðtilraunir af öllum gerðum (þ.á.m. eina þar sem konu er þrykkt út um glugga af efstu hæð), nauðgunartilraun, barnarán, ungbarnarán, tilvísanir í ungbarnadrukknun og síðast en ekki síst illmenni sem frussar blóði af og til. Svo skulum við heldur ekki gleyma öllum kynferðislegu undirtónunum; allt S&M leðurblætið hjá Batman og Catwoman svo ekki sé minnst á það að Penguin er gangandi standpína frá byrjun til enda. Sá karakter fer ekki leynt með það hversu kynferðislega bældur hann er, en eins furðulega og það hljómar þá skilur maður hegðunina. Ef ég liti svona út og hefði búið í holræsum í 33 ár með mörgæsum þá myndi ég eflaust farast úr greddu í návist Kattarkonunnar. Guð má vita hvað hann hefur gert með helmingnum af þessum dýrum.

Þangað til að Sweeney Todd kom út árið 2007 leit ég á Batman Returns sem myrkustu og kvikindislegustu myndina sem Tim Burton hafði gert. Myndin er samt líka ein af þeim sem bera helstu merki leikstjórans. Gotneska andrúmsloftið ásamt stíl þýska expressionismans er angandi allan tímann, og Burton notar sjaldan sem aldrei skæra liti. Sviðsmyndahönnunin hjá Bo Welch er líka alveg ómetanleg. Andrúmsloftið verður kaldara, drungalegra en í senn meira grípandi með hjálp frá Danny Elfman-tónlistinni, sem á nánast alltaf þátt í því að gera myndirnar hans Burtons mun betri en þær hefðu verið án hennar. Fyrri hluti '90s áratugarins býður upp á eittvað það besta sem Elfman hefur gert á öllum sínum feril. Þar erum við að tala um Edward Scissorhands, The Nightmare Before Christmas og Batman Returns, og í þessari mynd tók hann tónlistina sem hann samdi fyrir fyrstu myndina árið '89 og betrumbætti hana töluvert. Mikilfengleg orkestra heyrist hér um bil út alla myndina og vegna hennar verður myndin eitthvað svo óþægileg, en á æðislega dáleiðandi hátt.

Margir hafa sagt að fyrsta Batman-mynd Burtons hafi ekki verið sérstaklega mikið í stíl við myndasögurnar, og ég efast ekki um að þessi sé síður þannig. En þó svo að ég hafi ekkert rosalega hátt álit á fyrri myndinni í dag (óvandað handrit, varla nein saga og lélegt tvist með morðingja foreldranna) þá dáist ég mikið að þessari tilteknu túlkun á Batman-sögu og mér finnst alltaf gaman að sjá einhvern taka þekkta fígúru í allt aðrar áttir en maður er vanur að sjá. Þetta er kannski ein af ástæðunum af hverju fólk tók svona misvel í myndina á sínum tíma; Það bjóst bara enginn við svona sálfræðilega flókinni, efnislega ljótri og hreint út sagt niðurdrepandi mynd. En hvað er svosem að því að fíla það?

Stærsti vandinn við myndina er aðallega bara sá að Burton sýnir Bruce Wayne frekar lítinn áhuga. Mig minnir að við fáum ekki almennilega að eyða tíma með Bruce sjálfum fyrr en rúmur hálftími er liðinn af lengdinni. Illmennin og sérstaklega hinar útskúfuðu og misskildu persónur hafa alltaf forgang í Burton-myndum (hann þarf endalaust alltaf að spegla slíkar persónur við sjálfan sig. ÓKEI, VIÐ FÖTTUM ÞAÐ!). Wayne er líka gerður að svo óspennandi karakter, og svo þegar þörf eru á Batman þá kemur hann til að redda málunum. Burton finnur t.d. ekkert fyrir Wayne til að gera í upphafssenunni sinni annað en að sitja heima hjá sér í myrkri með hugsandi svip áður en Leðurblökumerkið skín framan í hann. Michael Keaton er samt vafalaust með bestu Batman-röddina, að mínu mati.

Sem betur fer eru þrjú illmenni í Batman Returns sem fá dreifða athygli í stað þess að leikstjórinn einblíni bara á eitt, eins og í seinustu mynd. Christopher Walken, Michaelle Pfeiffer og Danny DeVito eru öll reyndar meiriháttar, og hryllilega vanmetin. Persónur þeirra eru líka áhugaverðar og ólíku samskipti aðalpersónanna í heild sinni eru það einnig. Hver þeirra hefur sitt sterka mótív og prófílarnir eru athyglisverðir: Batman er ringlaður og ástfanginn af geðveikri gellu, Penguin er ljótt, óheppið grey, Catwoman er bara brjálæðislega reið út í heiminn og Max Schreck (Walken) er algjört kvikindi og ekkert annað.

Hasarinn er einnig aðeins vandaðri en í '89-myndinni þótt Burton kunni ekki alveg að leikstýra góðum slagsmálasenum. Þetta sleppur samt vegna þess að handritið gengur upp í skuggalegum absúrdleika sínum. Við erum að ræða um mynd sem hefur "climax-senu" þar sem fullt af mörgæsum marsera með eldflaugar bundnar við sig, eins og það sé ekki til eðlilegri sjón í bíómynd.

Christopher Nolan verður alltaf meistarinn sem náði Batman rétt, alveg frá persónunni til hugmyndafræðinnar. Batman Returns tekur myndasöguefnið og gerir eitthvað rosalega óvenjulegt úr því, og mér finnst það bara hið besta mál ef afraksturinn er góður. Þetta er eina myndin í gömlu seríunni sem ég kýs að horfa á með reglulegu millibili. Verst að leikstjórinn missti mikinn kjark eftir að þessi féll ekki í kramið hjá áhorfendum. Síðan þá hefur hann oftast haldið sig á öruggu svæði.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Batman var góð en Returns er betri. Myndin er dimmri og drungalegri og best af öllu hún er með Michelle Pheiffer sem Catwoman. Hún er þvílíkt jummy í S&M búningnum sínum að maður ræður varla við sig. Helsti veikleiki myndarinn er Danny De Vito sem The Penguin. Hann er óþarflega ógeðslegur. Maður fær alveg í magann þegar hann borðar hráan fisk og slefar svörtu. Þeir gengu aðeins of langt í þeirri deild. Annars er söguþráðurinn góður. Christopher Walken skemmtir sér vel sem skúrkurinn Shreck. Vicky Vale er hvergi sjáanlega, hún hvarf líkt og Selina Kyle í Batman Forever, oh well. Það var reyndar eitt annað sem var alveg einum of og það voru þessar mörgæsir. Á maður að trúa því að það lifi hundruðir mörgæsa í holræsum Gotham? Það var full bjánalegt þegar þær voru svo notaðar í hernaðarlegum tilgangi. Annars er Returns góð Batman mynd stútfull af Burton/Elfman andrúmslofti.

“Just the pussy I was looking for”.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Grímuklæddi riddarinn snýr aftur í koldimmri mynd sem er ekkert síðri en forverinn. Báðar Batman myndir Tim Burton's eru ólíkar myndasögunum en þessi jafnvel ennþá frekar. Sem Batman mynd er þessi mynd Batman returns ekkert sérstaklega góð og veldur jafnvel vonbrigðum en sem hrá og martraðarleg melódrama hvar Burton fær að gera það sem honum sýnist er þetta nokkuð þétt mynd. Michael Keaton fer ennþá með titilhlutverkið og er fínn en lítið meira. Michael Gough og Christopher Walken sýna snilldartakta sem yfirþjónninn Alfred og spillti orkuveitueigandinn Max Shreck og Danny Devito tekst að gera Mörgæsina áhugaverðan karakter og ekki spillir gothic förðunin hans fyrir. Michelle Pfeiffer er samt að mínu mati langbest sem Kattarkonan og gerir mikið fyrir myndina. Ég vil helst setja út á nokkur hallærisleg og kjánaleg atriði sem draga myndina pínulítið niður og hefði ég kosið eitthvað betra þar. En í heild er þetta góð mynd sem óhætt er að mæla með. Hafðu það bara í huga að hún er mun betri sem Tim Burton mynd heldur en sem Batman mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Batman Returns er með betri myndum tíunda áratugsins. Tim Burton er langbesti leikstjóri kvikmyndasögunnar. Hvernig væri kvikmyndaheimurinn án hans? Hann leikstýrði fyrstu Batman-myndinni sem var sko fábær en leistýrir framhaldi sem er þúsund sinnum betri en sú fyrri og er hún langbest af öllum. Í þessarri mynd berst batman við illa mörgæsarmanninn og kattarkonuna. Bruce Wayne verður ástfanginn af ungri konu sem heitir Selina Kyle(Michelle Pheifer) og er einkaritari miljarðamæringsins Max shrech(Cristopher Walken). Og er hún kattarkonan sjálf. Mörgæsarmaðurinn(Danny DeVito) er algjört illmenni sem alist hefur upp hjá mörgæsum í holræsum Gotham. hanns æðsti draumur er að verða borgarstjóri með aðstoð Shrecks en Batman veit hversu illur mörgæsarmaðurinn er og er það hans hlutverk að stoppa hann. Kattarkonan berst við Batman en sefur hjá Bruce Wayne sem ekki hefur hugmynd um að hún sé hans mesti óvinur. Bruce kemst fljótt af því að Selina sé kattarkonan og kemur þá upp mikið vesen. Enn og áður þá er þetta besta myndin. En þessi sería er ónýt út af þrem hörmulegum framhöldum og var það Joel scumacher að kenna sem leikstýrði Batman Forever og Batman & Robin. en batman Begins gjörsamlega drepur hana. Vona að það komi ekki fleiri framhöld. Ekki nema Tim Burton og Michael Keaton geri myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Batman returns er frábært framhald.Þegar ég skrifaði um Batman(1)fyrir nokkrum vikum gaf ég henni 4 stjörnur,ég hafði ekki séð hana þá í 1 og hálft ár en svo í seinustu viku sá ég hana og verð að segja að hún var tölvert verri en mig mynnti.

Ég fer yfir nokkra galli fyrstu Batman:Þó að Jack Nicholsonhafi verið góður og Keaton ágætur voru hinir leikararnir mjög slappir,tónlistin var ekki sérstaklega góð heldur,Batman var heldur ekki mjög vel gerð,og sum atriðin mjög asnaleg.Myndataka og sviðsmyndir voru samt frábærar og það sama á við þessa.

En Batman returns hefur mjög góða leikara Michelle Pheiffer var frábær og DeVito stóð sig mjög vel en hans persóna fannst mér svolítið leiðinleg og Michale Keaton er núna betri sem Bruce Wayne, ef maður þarf að gangrýna einhvern þá var Christopher Walken ekki mjög góður en ekkert bögg svo sem.Tónlistin er einhver sú besta sem hefur verið kvikmynd,algjör snilld,myndin er MJÖG vel gerð.Hún er besta Batman myndin í seríunni og einbesta ofurhetju mynd byggð á myndasögu(Spiderman voru líka mjög góðar).Hér á eftir eru smá spoilerar.

Batman Returns er mjög dökk og myrk og óhugnanlegri og fyrir eldri áhorfendur

14+,eins og aðrir ganrýnendur hafa þegar sagt og mikið kafað í skemmtilega hluti.

Max Shreck(Christopher Walken)er frægur,ríkur en spilltur kaupsýslumaður í Gotham og þegar hópur hálf geðsjúkra trúða skemma og ógna þegar kveikt á að vera á jólatréi borgarinnar flýr Shreck í ræsin en hittir hina brjáluðu og hættulegu Mörgæs(Danny DeVito)sem veit hvað Shreck hefur gert á sínum ferli og fær þá hjálp frá honum sem getur tryggt penguin borgarstjóra stöðu en hann ætlar sér að gera ógeðfellda hluti.Selina Kyle(Michelle Pheiffer)er einmana ritari Shrecks en þegar hún vinnur frameftir þetta sama kvöld kemst hún að einhverju og Hr.Shreck hendir henni útum gluggann en kettir koma og naga hana og hún verður að hinni flottu,hættulegu og klikkuðu kattarkonu.Svo nú hefur Batman(Michael Keaton)mikið að gera.Mögnuð mynd og tilvalin til að horfa á núna um jólin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

04.12.2020

Hvaða jólamyndir skara fram úr?

Þarf viðkomandi að vera „jólabarn“ til að kunna að meta góða jólamynd?Þá ekki síst þegar grein jólatengdra bíómynda er svona víður, tíður og gjarnan furðulegur [til dæmis ef marka má Hallmark-færibandið]. ...

15.04.2020

Framhaldsmyndir sem toppa forvera sína

Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn er þekktur fyrir að láta ýmis orð falla á samskiptamiðlinum Twitter (meira um það hér) og er öruggt að fullyrða það að aðgangurinn hans er afar virkur - oft þr...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn