Hjónin barnlausu fengu flesta áhorfendur

Barnlausu hjónin, sem ættleiða þrjú börn á einu bretti, í Instant Family,  heilluðu landsmenn mest af öllu, í bíó nú um helgina, en með hlutverk foreldranna fara þau Mark Wahlberg og Rose Byrne.

Toppmynd síðustu viku, Glass, sem reyndar heldur toppsætinu á bandaríska listanum milli vikna, þarf að sætta sig við annað sætið á Íslandi, en þó var mjótt á munum milli myndanna tveggja. Þriðja vinsælasta kvikmyndin á Íslandi er svo teiknimyndin Ótrúleg saga um risastóra peru, en hún var einnig í þriðja sætinu í síðustu viku.

Fimm aðrar nýjar myndir auk Instant Family eru á listanum að þessu sinni. Í fjórða sæti er The Mule, með Clint Eastwood í aðalhlutverki, í níunda sæti er danska spennumyndin Skýrsla 64, þá er í 15. sæti hin sögulega Mary Queen of Scots, í tuttugasta og fyrsta sæti situr hin Óskarstilnefnda The Favourite og að lokum er það Damsel sem fer beint í 27. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: